Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 47
LYGIN UM SANNLEIKANN OG SANNLEIKURINN UM LYGINA
komlega sáttur við hugsanlegt afstæði eigin kenningar. Hann viðurkennir
það skilyrðislaust: „Setjum sem svo að þetta sé ekki annað en ákveðin túlkun
- og ykkur verður áreiðanlega mjög í mun að hreyfa þeirri mótbáru - nú,
þeim mun betra.“18
Þar sem heimspekingurinn túlkar heim sinn á sannleiksvilji hans sér
upptök í lygaviljanum, en hann á sér aftur á móti upptök í sköpunarmætti
einstaklinganna. Hin rólega íhugun heimspekingsins er í raun skapandi iðja.
Nietzsche segir það firru heimspekinganna að hafa ekki komið auga á
sköpunarmátt sinn sem er mun öflugri en máttur þeirra til að íhuga eða
ígrunda með að því er þeir telja hlutlægum hætti. Vitund um sköpunarmátt
heimspekingsins gerir heimspekinginn samkvæmt kenningu Nietzsches
fyrst raunverulega meðvitaðan um viðfangsefni sitt. Heimspekingurinn á að
endurmeta úrelt gildis- og verðmætamat sem er ráðandi í menningu okkar
og endurskapa lífvænlegri gildi. Síðasta tímabil heimspeki Nietzsches um
sannleikshvöt heimspekingsins einkennist af viðleitni til að samþætta list-
ræna og vitsmunalega eiginleika sem ættu að vera aðalsmerki heimspekinga
framtíðarinnar. Nietzsche lýsir þessum þætti heimspeki sinnar sem hinum
„jákvæða hluta“. Heimspekingurinn á ekki lengur einungis að vera gagn-
rýninn og upplýsandi. Hann á einnig að skapa viðhorf sem stemmir stigu
við bölsýni og tilgangsleysi á tímum tómhyggju. Myndin sem Nietzsche
bregður upp af hinum listræna heimspekingi einkennist af mikilli togstreitu
þar sem ljóst er að andi heimspekilegrar uppfræðslu og listrænn sköpunar-
vilji eru ekki alltaf samþættanlegir.
3. Að Ijúga í góðri tnx
Þegar heimspekingurinn hefur séð í gegnum forsendur sannleikshugsjónar
heimspekinnar mun það leysa sköpunarmátt hans úr læðingi. Það hefur að
mati Nietzsches hins vegar ekki í för með sér algera höfnun á heimspekilegu
sannleikshugsjóninni. Breytt viðhorf heimspekingsins til sannleikshug-
sjónarinnar einkennist nú af skýrri vitund um afstæði eigin túlkana. Heim-
spekingurinn heldur þekkingarleitinni áfram. Hann rannsakar, dæmir,
metur og setur fram kenningar (með hjálp vísindalegra aðferða og lögmála
ef svo ber undir), en ávallt með það í huga að þekking sé tilbúningur og
túlkun. Þekking á öllum ffæðisviðum er samkvæmt þessu búin til og gerð
hennar er háð rhetórískum mynstrum tungumálsins. Gerð viðfangsefna ffæði-
legra athugana er ferli þar sem næsta ógerlegt er að aðgreina uppgötvun ffá
sköprrn. Munurinn á ffæðilegri þekkingu og list felst ekki í muninum á að vilja
ffæðast og vilja láta blekkja sig. Villa og blekking eru einnig forsendur ffæði-
legrar þekkingar. Jafnvel náttúrulögmálin svokölluðu lúta lögmáli túlkana.
TMM 1997:3
45