Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 48
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR Þegar heimspekingurinn hefur öðlast vitund um að hann hafi túlkun í hendi sér ætti hann að taka sér annað viðhorf, sem Nietzshce lýsir sem viðhorfi konunnar til sannleika til fyrirmyndar. „ . . . hvaða máli skiptir sannleikurinn konuna? Frá upphafi hefur ekkert verið konunni íjarlægara og ógeðfelldara og fjandsamlegra en sannleikurinn. Hennar mikla list er að ljúga. Hennar helsta hugðarefni er yfirborðið og fegurðin.“19 Nietzsche notfærir sér við þessa lýsingu hugmyndir eða réttara sagt klisjur um konur og kvenleika, sem voru dæmigerðar í kvenfjandsamlegum kenn- ingum um eðlislægan mismun kynjanna á f9. öld.20 Samkvæmt slíkum kenningum eru körlum jafnan taldar skynsemi og sannleiksást til tekna, en konur taldar fráhverfar skynsamlegri hugsun og sannleiksleit. Tvíhyggja eðlislægs kynjamismunar sem birtist í slíkum lýsingum er í augum Nietzsches dæmigerð fýrir sannleikstrú og skynsemishyggju heimspekinnar. Nietzsche hafði ekki endilega trú á að konur myndu grafa undan henni. Hann leggur miklu fremur áherslu á að heimspekingar eigi að yfirbuga tvíhyggju sannleika og lygi sem felur ennfremur í sér þá skoðun að skynsemi og tilfinningar séu andstæð öfl. Því ættu heimspekingar að tileinka sér breytt viðhorf til sannleika og taka sér viturlega efahyggju „eldri kvenna“ til fyrir- myndar, sem „trúa að yfirborðsleiki tilverunnar sé eðli hennar“.21 Heimspek- ingar ættu að samþætta eiginleika sem hafa verið taldir einkenna hvort kyn um sig (og þá konum oftast til lasts og körlum til tekna). Með þessari skoðun hafnar Nietzsche tvíhyggju hinnar hefðbundnu frumspeki sem byggir á mótsögnum um eðli og yfirborð eða veru og birtingu sem kveður á um að vera sé æðri birtingu og skilyrði hana. Það er því ekki unnt að segja heimspeki Nietzsches vera „umsnúinn platónisma“ eins og Heidegger gerir, þar sem Nietzsche umsnýr ekki, heldur leysir hann upp grundvallar mótsagnir hefðbundinnar frumspeki: ,,‘Sanni heimurinn’ - hugmynd sem ekki kemur að neinum notum lengur, ekki einu sinni til að skylda - ónýtanleg, hugmynd sem orðin er óþörf, þar afleiðandi hrakin hugmynd: losum okkur við hana!... Við höfum losað okkur við sanna heiminn: hvaða heimur varð eftir? sýndin kannski?... Ónei! Þegar við losuðum okkur við sanna heiminn fór sýndin meðt‘22 Þótt Nietzsche ofurselji bæði sýnd og reynd lögmáli túlkunar, þá affrar það honum ekki frá því að setja sjálfur fram alhæfandi kenningu um eðli tilverunnar, eins og áður sagði. Það er sannleikurinn um eilífa hringrás tilurðar og eyðingar sem er án æðra markmiðs eða hinsta tilgangs. Þessi sannleikur er skelfilegur andspænis þeirri huggun eða svíun sem markhyggja hefðbundinnar frumspeki og tilgangshyggja kristindómsins um upphaf, 46 TMM 1997:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.