Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 48
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
Þegar heimspekingurinn hefur öðlast vitund um að hann hafi túlkun í
hendi sér ætti hann að taka sér annað viðhorf, sem Nietzshce lýsir sem
viðhorfi konunnar til sannleika til fyrirmyndar. „ . . . hvaða máli skiptir
sannleikurinn konuna? Frá upphafi hefur ekkert verið konunni íjarlægara
og ógeðfelldara og fjandsamlegra en sannleikurinn. Hennar mikla list er að
ljúga. Hennar helsta hugðarefni er yfirborðið og fegurðin.“19
Nietzsche notfærir sér við þessa lýsingu hugmyndir eða réttara sagt klisjur
um konur og kvenleika, sem voru dæmigerðar í kvenfjandsamlegum kenn-
ingum um eðlislægan mismun kynjanna á f9. öld.20 Samkvæmt slíkum
kenningum eru körlum jafnan taldar skynsemi og sannleiksást til tekna, en
konur taldar fráhverfar skynsamlegri hugsun og sannleiksleit. Tvíhyggja
eðlislægs kynjamismunar sem birtist í slíkum lýsingum er í augum
Nietzsches dæmigerð fýrir sannleikstrú og skynsemishyggju heimspekinnar.
Nietzsche hafði ekki endilega trú á að konur myndu grafa undan henni.
Hann leggur miklu fremur áherslu á að heimspekingar eigi að yfirbuga
tvíhyggju sannleika og lygi sem felur ennfremur í sér þá skoðun að skynsemi
og tilfinningar séu andstæð öfl. Því ættu heimspekingar að tileinka sér breytt
viðhorf til sannleika og taka sér viturlega efahyggju „eldri kvenna“ til fyrir-
myndar, sem „trúa að yfirborðsleiki tilverunnar sé eðli hennar“.21 Heimspek-
ingar ættu að samþætta eiginleika sem hafa verið taldir einkenna hvort kyn
um sig (og þá konum oftast til lasts og körlum til tekna).
Með þessari skoðun hafnar Nietzsche tvíhyggju hinnar hefðbundnu
frumspeki sem byggir á mótsögnum um eðli og yfirborð eða veru og birtingu
sem kveður á um að vera sé æðri birtingu og skilyrði hana. Það er því ekki
unnt að segja heimspeki Nietzsches vera „umsnúinn platónisma“ eins og
Heidegger gerir, þar sem Nietzsche umsnýr ekki, heldur leysir hann upp
grundvallar mótsagnir hefðbundinnar frumspeki:
,,‘Sanni heimurinn’ - hugmynd sem ekki kemur að neinum notum
lengur, ekki einu sinni til að skylda - ónýtanleg, hugmynd sem orðin
er óþörf, þar afleiðandi hrakin hugmynd: losum okkur við hana!...
Við höfum losað okkur við sanna heiminn: hvaða heimur varð eftir?
sýndin kannski?... Ónei! Þegar við losuðum okkur við sanna heiminn
fór sýndin meðt‘22
Þótt Nietzsche ofurselji bæði sýnd og reynd lögmáli túlkunar, þá affrar það
honum ekki frá því að setja sjálfur fram alhæfandi kenningu um eðli
tilverunnar, eins og áður sagði. Það er sannleikurinn um eilífa hringrás
tilurðar og eyðingar sem er án æðra markmiðs eða hinsta tilgangs. Þessi
sannleikur er skelfilegur andspænis þeirri huggun eða svíun sem markhyggja
hefðbundinnar frumspeki og tilgangshyggja kristindómsins um upphaf,
46
TMM 1997:3