Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 51
LYGIN UM SANNLEIKANN OG SANNLEIKURINN UM LYGINA
tvíhyggju sem birtist í hugtökum sem lýsa andstæðum, sem leiðir aftur á
móti til stigskiptingar: vera er æðri verðandi, skynsemi tilfinningum, hið
karllega hinu kvenlega, samsemd hinu mismunandi, o.s.frv. Derrida beinir
því athyglinni að fjölbreytni sannleikans í heimspeki Nietzsches. Þegar
Nietzsche talar um að hringrásarkenningin sé „minn“ sannleikur felur það
í sér að hún sé ekki algildur sannleikur. Sannleikurinn, segir Derrida, er
„fjölbreyttur, marglitur, mótsagnakenndur. Þess vegna er sannleikur ekki til
sem slíkur, og þess utan, sannleikurinn fyrir mig, jafnvel um mig, hann er
fjölbreyttur.“26 Nietzsche opnar leið að fjölbreytileika og afstæði sannleika.
Hann heldur hins vegar líka fast í þörfina á sannleika. Derrida yfirsést hinn
tilvistarlegi alvöruþungi sem liggur að baki skoðun Nietzsches á þörf fyrir
frumspekilegri sýn á heiminn. Maðurinn þarf að mati Nietzsches á frum-
spekilegum sannleika að halda til að geta náð áttum í lífinu og ljáð tilvist
sinni merkingu og markmið. Þótt slíkur sannleikur byggi á lygi vill Nietzsche
ffamar öllu öðru forða manninum frá lífslygi. Hann telur að hugmyndir
hefðbundinnar frumspeki um sannleika hafi alið á stærstu lyginni um
manninn og heiminn. Hann trúir því staðfastlega að ef við segjum skilið við
slíka lygi eigum við kost á að lifa sannara lífi.
Aftanmálsgreinar
1 Friedrich Nietzsche, Handan góðs og ills. Forleikur að heimspeki framtíðar, þýðing Arthúrs
Björgvins Bollasonar og Þrastar Ásmundssonar, Reykjavík, 1994.
2 s.o., forspjall, bls. 75.
3 Friedrich Nietzsche, Die fröhliche Wissenschaft (Hin kátu vísindi), formáli 2. útgáfu, § 4,
Kritische Studienausgabe der WerkeNietzsches (hér eftir KSA) 3. bd„ Berlin/New York, 1980,
bls. 352.
4 Friedrich Nietzsche, Götzendammerung oder wie man mit dem Hammer philosophiert
(Ragnarökkur eða hvernig stunda á heimspeki með hamri), KSA, 6. bd.
5 Hér er hvorki rúm né ástæða til að tíunda frekar helstu sannleikskenningar samtímans,
en um þær er fjallað í bók Gunnars Skirbeks, Wahrheitstheorien, Frankfurt a.M., 1982.
6 Martin Heidegger, Nietzsche (2 bindi), Pfullingen, 1961, bls. 22.
7 s.o., bls. 22.
8 Diefröhliche Wissenschaft, V, § 344, KSA, 3. bd„ bls. 577.
9 Martin Heidegger, Sein und Zeit (Vera og tímí), Halle, 1927.
10 Kritische Gesamtausgabe der WerkeNietzsches, VI4,21 [ 1 ], bls. 520, og Svo rnæltiZaraþústra,
þýðing Jóns Árna Jónssonar, Reykjavík 1996, bls. 164-168 og bls. 195-199.
11 Friedrich Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi“ í þýðingu Magnúsar
Diðriks Baldurssonar og Sigríðar Þorgeirsdóttur, Skírnir 167,1993, bls. 15-29.
12 s.o.,bls. 17.
13 s.o„ bls. 18.
14 Diefröhliche Wissenschaft, KSA, 3. bd„ bls. 577
15 Svo mœlti Zaraþústra, bls. 127-130.
16 Handan góðs og ills, § 1, bls. 80.
17 Magnús D. Baldursson, „Samtíminn hugtekinn“, Sktrnir 167,1993, bls. 375-376.
TMM 1997:3
49