Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 96
Böðvar Guðmundsson
Gamanbréf til góð-
kunningja míns Ólafs
Halldórssonar
Með alvarlegum undirtónum þó
Kæri Ólafur.
Tilefni þessara lína er greinarkorn eítir þig í Tímariti Máls og menningar,
öðru hefti 1997, bls. 94-98, og heitir íslenska með útlendu kryddi. Það
hoppaði í mér hjartað þegar ég las fyrirsögnina. „Þar kom að því,“ hugsaði
ég með sjálfum mér,- „að merkur lærdómsmaður gengur fram fyrir skjöldu
púristanna og tekur af allan vafa um að íslensku má bæta að ilmi og bragði
með útlendu kryddi. Sem viðurkennir að íslenska er auðugra mál en svo að
hún eigi sér einungis eitt registur að leika á. Sem lítur á íslenskt mál sem
margslungið og frjótt tjáskiptatæki, þar sem er pláss fyrir íslensku með
íslensku kryddi, íslensku með útlendu kryddi og einnig aldeilis kryddlausa
íslensku. Og gott að þessi langþráða viðurkenning kemur einmitt frá ein-
hverjum málspakasta íslendingi núlifandi. Loksins, loksins!"
Áður en ég tók til við lestur greinarinnar fletti ég nokkrum orðabókum
til að vera alveg viss um hvað fyrirsögnin þín þýddi, það er nefnilega ein
sérviska mín að lesa aldrei grein, ljóð eða sögu án þess að reyna að skilja fyrst
nafn viðkomandi verks. Þess vegna las ég td. Hvað er eldi guðs eftir Guðberg
og Kartöfluprinsessuna eftir Steinunni síðastur allra, ég skildi ekki nöfnin. En
þetta er nú bara svona prívat geggjun og ég er ekkert að reyna að troða henni
upp á aðra.
íslenska með útlendu kryddi.
Hvað skyldu orðabækur segja um „krydd?“
Þær reyndust allar á svipuðu róli, Gamli Fritzner og Cleasbyand Vigfússon
segja að orðið merki ilm- og krásjurtir og vitna í Heilaga ritningu því til
staðfestingar, íslensk orðabók sem Menningarsjóður gaf út árið 1985 segir að
orðið merki nú mest bragðbœtandi efni, einkum í mat.
Um það er sem sagt engum blöðum að fletta, „krydd“ merkti til forna jurt
sem bætir bragð og þef, og í dag er orðið notað um hversk kyns bragðbætiefni
94
TMM 1997:3