Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 103
GAMANBRÉF TIL GÓÐKUNNINGJA MÍNS
Mér var kennt að vanda málfar mitt og tala hreina íslensku, segja: Eftir
öllum sólarmerkjum að dæma verður barnið ekki borubratt og brestur ígrát ef
það kálar sér og sínum.
Þessi fagra íslenska er reyndar næstum hrein danska, en það lærði ég ekki
fyrr en ég var sigldur.
Af hverju skal íslensku, einni allra heimsins tungna, vera meinað að
auðgast og þróast af sameiginlegum fjársjóði tungnanna, sem er fyrst og
ffemst sá hæfileiki að geta lært af öðrum? Af hverju má ekki laga langt og
heimatilbúið klúður með því að fá snjalla lausn að láni eða sem vinargjöf?
Hvernig ætli Passíusálmarnir litu út effir aflúsun hreinsunardeildar hrein-
tungulögreglunnar?
Eða Þjóðsögur Jóns Árnasonar?
Eða vísan hans Dags Sigurðarsonar:
Þeir eru beisnir á beisnum
Ælægæg
Smæla til smælíngjanna
Ælægæg
Og gauka að þeim smælkinu
Ælægæg
En nú ætla ég ekki lengur að viðra hugmyndir mínar um púrismann,
hrein-tungu-stefnuna (þetta kalla ég nú hrúgu í lagi!!!) heldur víkja örlítið að
hugmyndum þínum um málglöpin í samtali þeirra Úlfhildar og Steinunnar.
Þú átt erfitt með að sætta þig við þá merkingu sem sögnin að hylla hefur þar.
... næstu [ljóðabækur þínar] hylia sumpart hið opna ljóð.
íslensk orðabók segir:
hylla, -ti S ... 2 lýsa hollustu sinni við:
Setningin hlýtur því að merkja: . . . næstu Ijóðabækur þínar lýsa sumpart
hollustu sinni við hið opna Ijóð.
Berum þessar tvær setningar saman. Þær merkja báðar að í tilteknum
Ijóðábókum Steinunnar gæti ákveðinnar tegundar Ijóða. Og það er enginn vafi
á því, sögnin að hylla er hér notuð fyllilega í samræmi við íslenska málhefð
og er ekki danskari en blöðruselur á Breiðafirði. Að vísu er sögnin oftast til
forna notuð þegar hylla skal höfðingja og öðlingsmenn við hátíðleg tækifæri.
Hvað er þá til fyrirstöðu að lýsa yfir hollustu sinni (í yfirfærðri merkingu)
við ákveðið form eða tegund bókmennta?
TMM 1997:3
101