Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 116
RITDÓMAR áhugi lesanda vaki. Tilviljunin sem veld- ur því að Tinna sér að líklega hefur Dan- íela horfið til fundar við fossinn er einum of dramatísk en þó vekur fréttin enga dramatík í huga Tinnu (bls. 92). Hún er ósköp áhugalaus, og svo öldungis laus við allar ástríður og tilfinningar. Kannski höfum við hér hinn kaldlynda tauga- lausa nútíma-Islending? Því miður eru heildaráhrifin þau að rasað hafi verið til verksins, og höfundi virðist hafa verið kappsmál að fylla upp í svo og svo mörg textabæti. Nokkuð vantar á að lesningin sé grípandi eða skilji mikið eftir sig. Þótt ég sé allajafna ekki hrifin af að í ritdómum séu bornar saman ólíkar bæk- ur höfundar get ég ekki látið þess ógetið að ísfrétt Gerðar Kristnýjar, tuttugu ljóða bók frá 1994, er andköld og héluð eins og mér finnst til stofnað, heildstæð og meitluð með kraffmiklu myndmáli, og sýnir mér hvers Gerður Kristný er megnug. Berglind Steinsdóttir Það var mikið hlegið að þessu Einar Kárason: Þœttir af einkennilegum mönnum. Mál og menning 1996. 179 bls. í Annarleikinn á erfitt uppdráttar í ís- lenskum bókmenntum, og hefur átt um nokkurt skeið. „Einkennilegir menn“ vorra tíma ná aldrei út fyrir ramma skemmtisögunnar; þeir hafa tilhneig- ingu til að renna saman við gáska heims- ins og „frásagnargleðinnar" enda er óskynsemin í sinni tærustu mynd ekki til lengur nema sem viðurnefni, niðrandi orð eða móðgun; „ffásagnargleðin“ svo- kallaða hefur tilhneigingu til að taka úr henni broddinn, furðufuglarnir eru upplagt efni í frásögn en lengra nær það ekki. Þegar höfundar sem hætta sér út fyrir ramma hins „venjubundna“ lífs í sögum sínum án þess að takast á við tragískan veruleika óskynseminnar, jafn- vel þótt sú jarðarmæða kunni á stundum að vera meiníyndin, stendur ekki annað effir en blásnauð íronía sjónhverfing- anna; reykur af gömlum réttum sem til- reiddir voru þegar sérlundaðir fuglar bjuggu yfir dýrðlegri merkingu sem ekki var á allra færi að orða. Það er þó alls ekki nýleg tilhneiging að svipta óskynsemina dramatískri alvöru; strax á dögum Cervantesar og Shakespeares var hún orðin að hlálegri villu og nú er svo komið að kynlegar söguhetjur opna okkur ekki lengur leið inn í annan heim og heillandi; hinn skringilegi birtist aldrei nema til hliðar við hinn heilbrigða og stikkfría sögumann sem „skemmtir" sér konung- lega yfir herlegheitunum. Þessi staða kemur berlega fram í nýj- ustu bók Einars Kárasonar, Þáttum af einkennilegum mönnum, og ef til vill í höfundarverki hans öllu. Það geymir myndarlega kórmynd af „undarlegum“ mönnum eða réttara sagt undirmáls- mönnum; mönnum sem komast í kast við lögin, drykkjumönnum, innbrots- þjófum, skýjaglópum og alls kyns fígúr- um, svo ekki sé minnst á túramennina sem vinna í skorpum en glata affakstrin- um jafnóðum í fylleríi og vitleysu sem jafnan eru fylgifiskar ffásagnargleðinnar. Sögumennirnir í verkum Einars hafa gjarnan kynnst þessum mönnum „í ná- vígi til að fá einhvern safa í verkið“, eins og segir í sögunni Opus Magnum, úr smásagnasafhinu Söngur villiandarinnar ogfleiri sögur sem kom út fyrir tíu árum (131). Margar þessar persónur eru eft ir- minnilegar og óþarfi að nefna þær hér, jafh mikið og látið hefur verið með þær, nú síðast í ágætri kvikmynd. Umfram allt eru þetta þó menn viðurnefnanna sem hafast við í heimi sem þrátt fyrir að vera kaldranalegur og snauður virðist einnig nánast notalega smár og jafnvel lífrænn: „Ég rakst í gær á strákana, Gumma kúk, Nonna bíó og Dúdda fótalausa“, segir í Opus Magnum (136). í þeirri sögu kem- 114 TMM 1997:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.