Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 117
RITDÓMAR
ur einnig við sögu „nafntogaðasti utan-
garðsmaður íslands", Vignir erkiengill,
þjóðsagnapersóna „fyrir rustalíf og
glæpi og orðheppni...“ (131-132) og í
loffafjallinu í sömu bók leika stórt hlut-
verk skáldið Guttormur í Auga og tón-
smiðurinn Jón Guðlaugsson sem
nefndur er Kall tímans í höfuðið á eigin
tónverki. Þetta eru menn viðurnefnanna
líkt og Grjóni heyrnarlausi og Maggi
bjútí í Eyjabókunum og þeir eru ein-
hvernveginn allir við höndina. í bókum
Einars birtast þeir sem rómaðar þjóð-
sagnapersónur og einstakar ffásagnir
þessara bóka, hvort sem þær standa einar
og sér eða sem hluti af stærri heild,
byggja á viðhorfi þjóðsögunnar; fagur-
fræði Einars er fagurfræði sagna-
skemmtunarinnar að því leyti að frá-
sagnir hans eru sagðar fremur en
skrifaðar, þær eru sögur en ekki texti.
Sjálfur er hann þjóðsagnasafnari og
„sagnaritari11; tungumálið sjálft krefst
engrar athygli heldur aðeins þeir „kyn-
legu kvistir" sem sögumaðurinn skipar á
handahófskenndan hátt í sætin á sagna-
hringekju sinni.
II
Þættirnir í hinni nýju bók Einars Kára-
sonar eru kímnisögur; þeir snúast um
eftirtektarverð persónueinkenni, uppá-
komur sem í fáránleika sínum eiga að
vera grátbroslegar. Persónurnar eru sem
fyrr í einhverjum skilningi „óvenjulegar"
- þjóðsagnapersónur „fyrir rustalíf og
glæpi og orðheppni“. Einar leitast ekki
við að skilgreina annarleikann upp á
nýtt; hér eru kunnuglegar fýlleríssögur
og það er stæk vínlykt af þessari bók;
menn eru sætkenndir, sjóðmildir og illi-
lega í glasi; hér er mikið drukkið og trall-
að hvort sem um er að ræða áhafnir á
flutningaskipum, verbúðarfólk eða
verkalýðsleiðtoga á stökum jökkum í út-
löndum; þættirnir eiga sér ýmist kveikju
í misskilningi eða löstum á borð við
þrjósku og fíkn af ýmsu tagi. Þannig eru
hér frásagnir af mönnum sem eru sjúkir
í ís og rækjur, eftirminnilegum uppá-
komum á skáldaþingum, ósakhæfum af-
brotamönnum í reiðileysi á Reykjavíkur-
flugvelli og þar fram eftir götunum. Hér
eru „Allskyns manngerðir: glaðlegt fólk
og þumbaralegt, bjartsýnt og niðurdreg-
ið, drykkfellt eða reglusamt; klepptækir
dópistar í bland og jafnvel dæmdir saka-
menn“ (Rækjusjúklingur, 12-13). All-
margir þættirnir lúta lögmálum kímni-
sögunnar og þau lögmál koma eiginlega
í veg fyrir nýjar skilgreiningar á annar-
leikanum enda vakir ekkert slíkt fýrir
Einari með þessari bók.
Þrátt fyrir að Þœttir af einkentiilegum
mönnum verði vonandi seint taldir
marka tímamót á rithöfundarferli Einars
- í bókinni er óþægilega fátt sem kemur
á óvart hvort sem litið er til efnistaka eða
innihalds - þá er hér nánast ekkert sem
minnir á það æsilega athafnaæði sem bar
síðustu skáldsögur hans, Heimskra
manna ráð og Kvikasilfur, uppi. Einu leif-
ar þess er að finna í stuttum þætti undir
lok bókar þar sem þrír þorpslistamenn
úr lífrænni veröld Einars Kárasonar setja
effir Mallorca-ferð á flot diskópramma
sem síðan strandar og allt fer að sjálf-
sögðu útum þúfur (Tortillafjörður). Það
er dálítið táknrænt fyrir þetta safn að í
því eru menn farnir að „koðna dálítið
niður“, það er runninn af þeim mesti
móðurinn; þeir hanga mest heima við
eins og Hallur Guðmundsson í þættin-
um um Glataða soninn, eða liðka davíð-
urnar um borð í flutningaskipum: „Það
var fátt að gera á svona stími nema
standa brúarvaktir á nóttunni og gaufa
svona eitt og annað smálegt á daginn,
þrífa skipið hátt og lágt innvortis, dytta
að og splæsa víra“ (Moskítóflugur á
Grænlandi, 67). Athafnaæðinu er lokið;
sögurnar eiga sér stað í einhverju milli-
bilsástandi og vonandi getum við heim-
fært það uppá höfundarferil Einars sjálfs;
eftir kræsilegar fjölskyldusögur og
glórulausa atorkusemi er táknræn klöss-
un í vændum - „sex vikur með átta til
TMM 1997:3
115