Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 117
RITDÓMAR ur einnig við sögu „nafntogaðasti utan- garðsmaður íslands", Vignir erkiengill, þjóðsagnapersóna „fyrir rustalíf og glæpi og orðheppni...“ (131-132) og í loffafjallinu í sömu bók leika stórt hlut- verk skáldið Guttormur í Auga og tón- smiðurinn Jón Guðlaugsson sem nefndur er Kall tímans í höfuðið á eigin tónverki. Þetta eru menn viðurnefnanna líkt og Grjóni heyrnarlausi og Maggi bjútí í Eyjabókunum og þeir eru ein- hvernveginn allir við höndina. í bókum Einars birtast þeir sem rómaðar þjóð- sagnapersónur og einstakar ffásagnir þessara bóka, hvort sem þær standa einar og sér eða sem hluti af stærri heild, byggja á viðhorfi þjóðsögunnar; fagur- fræði Einars er fagurfræði sagna- skemmtunarinnar að því leyti að frá- sagnir hans eru sagðar fremur en skrifaðar, þær eru sögur en ekki texti. Sjálfur er hann þjóðsagnasafnari og „sagnaritari11; tungumálið sjálft krefst engrar athygli heldur aðeins þeir „kyn- legu kvistir" sem sögumaðurinn skipar á handahófskenndan hátt í sætin á sagna- hringekju sinni. II Þættirnir í hinni nýju bók Einars Kára- sonar eru kímnisögur; þeir snúast um eftirtektarverð persónueinkenni, uppá- komur sem í fáránleika sínum eiga að vera grátbroslegar. Persónurnar eru sem fyrr í einhverjum skilningi „óvenjulegar" - þjóðsagnapersónur „fyrir rustalíf og glæpi og orðheppni“. Einar leitast ekki við að skilgreina annarleikann upp á nýtt; hér eru kunnuglegar fýlleríssögur og það er stæk vínlykt af þessari bók; menn eru sætkenndir, sjóðmildir og illi- lega í glasi; hér er mikið drukkið og trall- að hvort sem um er að ræða áhafnir á flutningaskipum, verbúðarfólk eða verkalýðsleiðtoga á stökum jökkum í út- löndum; þættirnir eiga sér ýmist kveikju í misskilningi eða löstum á borð við þrjósku og fíkn af ýmsu tagi. Þannig eru hér frásagnir af mönnum sem eru sjúkir í ís og rækjur, eftirminnilegum uppá- komum á skáldaþingum, ósakhæfum af- brotamönnum í reiðileysi á Reykjavíkur- flugvelli og þar fram eftir götunum. Hér eru „Allskyns manngerðir: glaðlegt fólk og þumbaralegt, bjartsýnt og niðurdreg- ið, drykkfellt eða reglusamt; klepptækir dópistar í bland og jafnvel dæmdir saka- menn“ (Rækjusjúklingur, 12-13). All- margir þættirnir lúta lögmálum kímni- sögunnar og þau lögmál koma eiginlega í veg fyrir nýjar skilgreiningar á annar- leikanum enda vakir ekkert slíkt fýrir Einari með þessari bók. Þrátt fyrir að Þœttir af einkentiilegum mönnum verði vonandi seint taldir marka tímamót á rithöfundarferli Einars - í bókinni er óþægilega fátt sem kemur á óvart hvort sem litið er til efnistaka eða innihalds - þá er hér nánast ekkert sem minnir á það æsilega athafnaæði sem bar síðustu skáldsögur hans, Heimskra manna ráð og Kvikasilfur, uppi. Einu leif- ar þess er að finna í stuttum þætti undir lok bókar þar sem þrír þorpslistamenn úr lífrænni veröld Einars Kárasonar setja effir Mallorca-ferð á flot diskópramma sem síðan strandar og allt fer að sjálf- sögðu útum þúfur (Tortillafjörður). Það er dálítið táknrænt fyrir þetta safn að í því eru menn farnir að „koðna dálítið niður“, það er runninn af þeim mesti móðurinn; þeir hanga mest heima við eins og Hallur Guðmundsson í þættin- um um Glataða soninn, eða liðka davíð- urnar um borð í flutningaskipum: „Það var fátt að gera á svona stími nema standa brúarvaktir á nóttunni og gaufa svona eitt og annað smálegt á daginn, þrífa skipið hátt og lágt innvortis, dytta að og splæsa víra“ (Moskítóflugur á Grænlandi, 67). Athafnaæðinu er lokið; sögurnar eiga sér stað í einhverju milli- bilsástandi og vonandi getum við heim- fært það uppá höfundarferil Einars sjálfs; eftir kræsilegar fjölskyldusögur og glórulausa atorkusemi er táknræn klöss- un í vændum - „sex vikur með átta til TMM 1997:3 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.