Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 119
RITDÓMAR eða Húsafells-Snorra á þeirri átjándu. Kristur var að vissu leyti einkennilegast- ur allra manna; hann kaus að umgangast geðsjúklinga og djöfulóða menn til að sýna ffam á að í manninum byggi engin sú ómennska sem ekki væri við bjarg- andi. í íslenskri frásagnarhefð eru furðu- fuglarnir og ff ásögnin tengd órofa bönd- um; oft á tíðum er um einhverskonar kristshetjur að ræða; ffá skandalnum er jú stutt yfir í opinberunina sem ljær slík- um frásögnum í senn merkingu og kraft. Slíkri merkingu er þó ekki fyrir að fara í þáttum Einars Kárasonar þótt skandall- inn og athlægið séu upphaf þeirra og endir; persónurnar verða sér til skamm- ar í hlálegu bríaríi en oft á tíðum er það sögumaðurinn einn sem hlær; „þjóð- sagnasafnarinn“ er í „þrusustuði" - svo miklu raunar að honum hættir til að gleyma lesandanum sem er einskonar boðflenna á þessu „sagnaþingi" jafhvel þótt hinn alltumlykjandi sögumaður hvísli að honum „Og fjórir aðrir stutt- ir .. .“ með glott á vör undir lok bókar. Akkillesarhæll þessarar bókar er sá að athlægið ristir aldrei djúpt; það hefur ekki aðra merkingu en þá sem felst í tilætluðum hlátrinum sem þó lætur á sér standa af því hann er hlátur íslenskrar fyndni sem hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Þessi fyndni tilheyrir annarri samfélagsgerð en þó umfram allt öðrum merkingarheimi og einkennist af nost- algíu - þrá eftir gósentímum ffásagnar- innar. Hinir einkennilegu menn ís- lenskrar bókmenntasögu glata hér merkingu sinni á táknrænan hátt og nú er ekkert eftir nema fimm ósakhæfir af- brotamenn „í alltof stuttum buxum, holdugir af lyfjaáti“ (47), líkt og í sögu eftir Einar Má, og einfeldningar á fylliríi með Færeyingum í útlöndum. Eins og áður segir ristir óskynsemi þessarra þátta ekki djúpt. Skandallinn leiðir ekki annað af sér en mis-velheppn- aðan vandræðagang, hvort sem um er að ræða fulla kalla í útlöndum eða báts- mann sem verður illilega fyrir barðinu á moskítóflugum á Grænlandi. Þátturinn Kvöldkaffi í flóanum snýst um veikburða tilraunir ráðherra til að koma í veg fýrir skandal þegar fimm ósakhæfir afbrota- menn koma til landsins til vistunar á nýrri stofnun sem reynist ómönnuð þeg- ar til kastanna kemur. Og Hallur Guð- mundsson í þættinum Glataður sonur gerir sig að fífli eftir að hann fær hring- ingu frá manni sem segist vera sonur hans. Hámarki nær þessi skandalshugs- un í þættinum Vér pamperar. Þar segir af ferð tveggja verkalýðsfrömuða á „pamperaþing“ í Kaupmannahöfh. Sögumaðurinn er uppburðarlítill og hégómlegur formaður sem upplifir eitt- hvað sem frá hans sjónarhorni er hræði- legur skandall þegar hann í lok sögunnar rekst eftir þunga drykkju á tvo íslenska kollega sína á transvestítaklúbbi. Sagan fer ágætlega af stað; lýsingarnar á hall- ærisgangi félaganna - terlýnbuxum, yrj- óttum jökkum og olnbogabótum - eru skemmtilegar, sömuleiðis sjúklegur ótti sögumanns við að skandalísera, en eins og fleiri sögur í þessu safni líður hún fýrir slæma byggingu; hámarkið verður lítil- fjörlegt og því endar sagan eiginlega í lausu loff i. Það sama má segja um söguna „Flýja land“ þar sem segir af einstæð- ingnum Karli Hrollaugs sem ætlar að flytja til Færeyja þar sem hann hefur heillast af fjölskyldulífi færeysks póst- meistara eftir að í ljós kemur að hann fær ekki að fylgja skipi sínu í klössun í Ham- borg með öllu því stuði sem slíkum ferð- um fýlgir. Ferðin leysist hins vegar upp í fýllerí - lengra nær einkennileikinn eig- inlega ekki - og öll sú saga er ólíkindaleg með eindæmum og verður að teljast ein- hver alversta saga sem Einar hefur nokkurn tíma sett á bók. Þótt bátsmað- urinn í þættinum Moskítóflugur á Grænlandi hafi eftir fýrri Grænlands- ferðina orðið svo „hræðilega afskræmd- ur“ að hann gat ekki einu sinni gengið með tölvuúrið sitt, andlitið holdugt og útblásið „einsog á japönskum glímu- manni: [. . .] undirhökurnar einsog TMM 1997:3 117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.