Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 120
RITDÓMAR
dómkirkjutröppur" (73) þá eru persón-
urnar í raun ekki svo mjög einkennilegar
vegna þess hve hefðbundinn hinn hug-
myndafræðilegi grundvöllur einkenni-
leikans er í þessu safni; einkennileikinn
er einfaldlega of fyrirsegjanlegur og
ástæðan er sú að hann á rætur sínar í
gömlu formi kýmnisögunnar. Og það
segir sína sögu að bátsmaðurinn er ef til
vill „einkennilegastur“ allra persóna í
þessu safni þrátt fyrir að þau einkenni
nái ekki nema til útlitsins, enda vekur
hann stormandi lukku um borð í Græn-
landsfarinu og það er eins og Einar fari
ekki fram á meira: „Þetta var það grát-
hlægilegasta sem maður hafði séð.
Manni varð hreinlega illt um allan
skrokkinn af hlátri; allir aðrir þarna inni
voru farnir að frussa, stappa niður fót-
um, berja höfðinu við vegginn; einum
svelgdist á svo að kaffiboginn stóð útúr
honum, annar barðist við að ná andan-
um“ (73).
III
Einar Kárason rígheldur sér í goðsögn-
ina um íslendinga sem sagnaþjóð, um
sögueyjuna þar sem áhugaverð sagna-
efni eru á hverju strái og ekki þarf annað
að gera en færa þau til ffásagnar án þess
að velta of mikið fyrir sér miðluninni eða
tungumálinu sjálfu. Til þess að ffásagn-
irnar virki verður lesandinn að sam-
þykkja þessa goðsögn án undanbragða;
hann má ekki efast eitt augnablik um
eþos ffásagnarinnar - hin nánu tengsl
einkennilegra manna og ffásagnar sem
eru ekki aðeins rótgróin í höfundarverki
Einars heldur einnig í íslenskum bók-
menntum en eru nú í seinni tíð orðin
heldur lýjandi eða kalla í það minnsta á
róttæka nýsköpun. 1 þessari hefð réttlæt-
ir „vonlausasta fólk“ tilvist sína með því
að blístra íslenska þjóðsönginn á óvið-
jafnanlegan hátt eða ráfa um borgina
með skjalatösku fulla af gömlum dag-
blöðum. Þannig kaupa hinir einkenni-
legu menn sæti í sagnahringekjunni en
án hennar eru þeir dæmdir til gleymsku
og dauða: „Þarmeð var hann bæði kom-
inn með viðurnefni, eða hreinlega titil,
og að auki réttlætingu á tilveru sinni“,
segir sögumaður um rækjusjúklinginn í
samnefndum þætti eftir að upp kemst
um fíknina (14).
Þrátt fýrir öll þau eindæmi sem hér
eru saman komin á einni bók er rödd
„sagnameistarans“ þó ætíð háværust.
Þessi rödd er aldrei dregin í efa; sem
aldrei fýrr finnum við fyrir þrúgandi ná-
lægð höfundarins sem „segir sjálfur ffá“
því lesandinn er staddur á „sagnakvöldi“,
hann situr við fótskör meistarans í Nor-
ræna húsinu. En röddin er hins vegar
oftast í hæfilegri fjarlægð ffá annarleik-
anum líkt og rödd Erasmusar í Lofi
heimskunnar, sögumaðurinn horfir á hið
einkennilega mannkyn af Ólympstindi
frásagnarinnar og hlær þar hinum
óslökkvandi hlátri guðanna. Þættirnir
eiga það sameiginlegt að söguefhi þeirra
er algjörlega sjálfgefið vegna þess að þeir
sækja réttlætingu sína í fyrrnefnda goð-
sögn; efnið þarfnast hvorki formála né
raunsæislegrar réttlætingar af nokkru
tagi af því að Einar gengur að veruleik-
anum vísum eins og glögglega kemur
ffam í lokaorðum þáttarins um Skara og
Kobba þar sem segir af afdrifum þess
fyrrnefnda: „Ef þetta væri skáldskapur,
og persónulýsing hans ætti að öðlast ein-
hverja dýpt, þá myndi ég láta hann gera
eitthvað óvænt á fullorðinsaldri; starfa
að mannúðarmálum eða sem barnasál-
fræðing. En veruleikinn er hversdagsleg-
ur: Skari rekur bara tannlæknastofu, í
kaupstað úti á landi" (11). Þessi sjálfgefhi
nær kannski undarlegu hámarki sínu
með Þorgeiri Þorgeirsyni fyrir ffaman
sjónvarpið á hótelberbergi í Hamborg að
horfa á beina útsendingu ffá leik Frank-
furter Sportverein og Bayer Uerdingen
þar sem „hann Lárus Guðmundsson
skoraði eitt af mörkunum“ (Skáldaþing,
17) eða þegar sögumaðurinn, Einar
Kárason sjálfur, rekst á Thor Vilhjálms-
son í Norræna húsinu. Einar sækir hér
118
TMM 1997:3