Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 120
RITDÓMAR dómkirkjutröppur" (73) þá eru persón- urnar í raun ekki svo mjög einkennilegar vegna þess hve hefðbundinn hinn hug- myndafræðilegi grundvöllur einkenni- leikans er í þessu safni; einkennileikinn er einfaldlega of fyrirsegjanlegur og ástæðan er sú að hann á rætur sínar í gömlu formi kýmnisögunnar. Og það segir sína sögu að bátsmaðurinn er ef til vill „einkennilegastur“ allra persóna í þessu safni þrátt fyrir að þau einkenni nái ekki nema til útlitsins, enda vekur hann stormandi lukku um borð í Græn- landsfarinu og það er eins og Einar fari ekki fram á meira: „Þetta var það grát- hlægilegasta sem maður hafði séð. Manni varð hreinlega illt um allan skrokkinn af hlátri; allir aðrir þarna inni voru farnir að frussa, stappa niður fót- um, berja höfðinu við vegginn; einum svelgdist á svo að kaffiboginn stóð útúr honum, annar barðist við að ná andan- um“ (73). III Einar Kárason rígheldur sér í goðsögn- ina um íslendinga sem sagnaþjóð, um sögueyjuna þar sem áhugaverð sagna- efni eru á hverju strái og ekki þarf annað að gera en færa þau til ffásagnar án þess að velta of mikið fyrir sér miðluninni eða tungumálinu sjálfu. Til þess að ffásagn- irnar virki verður lesandinn að sam- þykkja þessa goðsögn án undanbragða; hann má ekki efast eitt augnablik um eþos ffásagnarinnar - hin nánu tengsl einkennilegra manna og ffásagnar sem eru ekki aðeins rótgróin í höfundarverki Einars heldur einnig í íslenskum bók- menntum en eru nú í seinni tíð orðin heldur lýjandi eða kalla í það minnsta á róttæka nýsköpun. 1 þessari hefð réttlæt- ir „vonlausasta fólk“ tilvist sína með því að blístra íslenska þjóðsönginn á óvið- jafnanlegan hátt eða ráfa um borgina með skjalatösku fulla af gömlum dag- blöðum. Þannig kaupa hinir einkenni- legu menn sæti í sagnahringekjunni en án hennar eru þeir dæmdir til gleymsku og dauða: „Þarmeð var hann bæði kom- inn með viðurnefni, eða hreinlega titil, og að auki réttlætingu á tilveru sinni“, segir sögumaður um rækjusjúklinginn í samnefndum þætti eftir að upp kemst um fíknina (14). Þrátt fýrir öll þau eindæmi sem hér eru saman komin á einni bók er rödd „sagnameistarans“ þó ætíð háværust. Þessi rödd er aldrei dregin í efa; sem aldrei fýrr finnum við fyrir þrúgandi ná- lægð höfundarins sem „segir sjálfur ffá“ því lesandinn er staddur á „sagnakvöldi“, hann situr við fótskör meistarans í Nor- ræna húsinu. En röddin er hins vegar oftast í hæfilegri fjarlægð ffá annarleik- anum líkt og rödd Erasmusar í Lofi heimskunnar, sögumaðurinn horfir á hið einkennilega mannkyn af Ólympstindi frásagnarinnar og hlær þar hinum óslökkvandi hlátri guðanna. Þættirnir eiga það sameiginlegt að söguefhi þeirra er algjörlega sjálfgefið vegna þess að þeir sækja réttlætingu sína í fyrrnefnda goð- sögn; efnið þarfnast hvorki formála né raunsæislegrar réttlætingar af nokkru tagi af því að Einar gengur að veruleik- anum vísum eins og glögglega kemur ffam í lokaorðum þáttarins um Skara og Kobba þar sem segir af afdrifum þess fyrrnefnda: „Ef þetta væri skáldskapur, og persónulýsing hans ætti að öðlast ein- hverja dýpt, þá myndi ég láta hann gera eitthvað óvænt á fullorðinsaldri; starfa að mannúðarmálum eða sem barnasál- fræðing. En veruleikinn er hversdagsleg- ur: Skari rekur bara tannlæknastofu, í kaupstað úti á landi" (11). Þessi sjálfgefhi nær kannski undarlegu hámarki sínu með Þorgeiri Þorgeirsyni fyrir ffaman sjónvarpið á hótelberbergi í Hamborg að horfa á beina útsendingu ffá leik Frank- furter Sportverein og Bayer Uerdingen þar sem „hann Lárus Guðmundsson skoraði eitt af mörkunum“ (Skáldaþing, 17) eða þegar sögumaðurinn, Einar Kárason sjálfur, rekst á Thor Vilhjálms- son í Norræna húsinu. Einar sækir hér 118 TMM 1997:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.