Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 45
í GUÐLAUSU FJAÐRAFOKI I. Hugsi maður umfegurð ... horfðu ekki, heldur leggðu aftur augun og breyttu um sjóngáfu og vektu þá sem allir hafa en fáir nota.1 Það var Plótínos (205-270?) sem sagði fegurðina verða til með þátttöku manns. Þátttaka hans sjálfs var slík að hann blygðaðist sín fyrir að vera í líkama og vildi ekkert láta uppi um foreldra sína, ætterni, eða land sitt. Óvíst er því um uppruna hans, en hann er talinn hafa fæðst í Egyptalandi og flutt til Rómar um eða eftir miðjan aldur. Þar rak hann skóla og er sagður einn frumlegasti hugsuður þeirrar stefnu í heimspeki sem kölluð er nýplatonismi. Það var líka hann sem vildi reisa borg í Rómaveldi, byggða á hugmyndum Platons úr Ríkimt. Frægur er hann fyrir Níundir sínar, ritgerðasafh byggt á sex hlutum og hefur hver um sig níu ritgerðir að geyma. Ritgerðin „Um fegurðina" er ein þeirra og er hún til á íslensku í þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar. Ef spurt er um áhrif hugmynda Plótínosar í heimspeki og bókmenntum Vesturlanda, verða þekkt nöfn á vegi manns. í röðum kristinna platonista skjóta upp kollinum Ágústínus (354—430) og Bóethíus (ca. 480-524), en í formála að þýðingu sinni fjallar Eyjólfur um áhrif Plótínosar og nýplaton- isma á helstu kennismiði kristinnar guðfræði, sem og seinni tíma hugsuði og skáld. Ritgerðin um fegurðina, ásamt annarri ritgerð Plótínosar um sama efni, „Um hina huglægu fegurð“, er í stuttu máli sögð hafa sett varanlegt mark á hugmyndir vestrænna manna „um eðli fegurðarinnar og stað hennar í tilverunni."2 í huga Ágústínusar eru hugmyndir Plótínosar reyndar sagðar marka svo djúp spor að þegar kemur að túlkun hans og tjáningu á sjálfum sér í heiminum, sprengi hann af sér hugmyndaheim kristni.3 Einnig er sagt að um leið og Ágústínus lauk upp keisaradæmi kristni hafi hann opnað hliðið að ríki hins innra lífs, því sem hann hélt opnu um aldir.4 En hver er fegurðin sem verður til með þátttöku manns? í níundu ritgerð fimmtu Níundar fjallar Plótínos sérstaklega um hana, hvernig líf allra manna er frá fæðingu frekar bundið sviði skilningarvita en vitsmuna og hvernig fólk svarar af nauðsyn kalli efnis. Sú hræring sem fær hann til að álykta um að fegurðin verði til með þátttöku manns er hreyfingin frá ánægju til andúðar, eða hvernig sama efni vekur á víxl ánægju manns og andúð. Og sú hugsun sem leiðir Plótínos áfram er að fegurð efnis sé fengin að láni. En hvað svo? Fólk sem glímir á víxl við sæta og súra ávexti skynjunarinnar; það góða og það vonda og finnst lífi sínu vel varið í að eigna sér hið fyrra en skella hurðum á hið síðara, er líkt og þungu fúglarnir sem hafa samsamað sig um of jarðlífinu: Þrátt fyrir þá vængi sem náttúran hefur gefið þeim, hefja þeir sig TMM 1998:1 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.