Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 56
BIRNA BJARNADÓTTIR Eftir ávarpið létti manninum, en honum hafði hitnað í hamsi, og hann geiflaði sig ógurlega á ný og hugsaði: „Nei, svona bænir ná engri átt. Þetta er eymingjaleg framkoma og guð væri alger asni ef hann tæki mark á mér.“ Eftir þetta var eymd mannsins alger, hann gat ekki trúað neinum íyrir því sem honum bjó í brjósti, bæði vegna þess að þar ríkti eintómur óskapnaður sem var á sífelldri hreyfingu og breyttist stöðugt, og svo trúði hann hvorki ákaft né innilega á neitt. Maðurinn starði vanmáttugur og lítill ffam fyrir sig á hina auðu veggi, hann gat ekki rætt við guð og fyllt tómið í kringum sig og kom ekki orðum að eymd sinni af því orðin urðu ósönn og óeðlileg og fölsk; en allar lærðar bænir til guðs eru fastmótaðar og hafa fæðst hjá öðrum og í annars konar huga en hans sjálfs, á löngu liðnum og óskyldum tímum, og þær krefjast að þær séu settar fram á skipulegan hátt og oft af ósannri undirgefni. En maðurinn þekkti af reynslu að þegar örvænt- ingin grípur huga fólks og guðs er kannski þörf, þá liðast öll form sundur og hin sanna bæn ætti því að vera sundurlaust taut og bull. Af þessu þráir hinn ráðlausi að geta leitað andartak til skapara og skipu- leggjara lífsins, svo hann komi einhverri heillegri mynd á ólguna í þeim huga sem borinn er villuráfandi og ruglaður fyrir hann. Þá líkist hugsanaólgan helst mislitri bandaflækju úr ótal hespum sem hinn hrjáði kann ekki að vinda saman í hnykil, enda finnur titrandi hugur hans hvergi enda. Einmitt þess vegna fer sá sem biður í raun og sannleika ekki með bæn í venjulegum skilningi heldur með rugl, en hinn sem biður af ráðnum huga og með rólegri hugsun er gæddur ísmeygilegri ágirnd og heimtar gjafir af guði án þess hann gefi nokkuð sjálfur í staðinn nema kannsi hégómleg orð og einskisnýt loforð. (87-88) Allt frá gleðidögum fjölskyldulífs í unaði sjoppunnar til dreggja þess í skilnaði, kallast söguleg nauðsyn efnis á við hugsanir mannsins um flárátt eðlið. Væri maður til friðs, hvort heldur í hjónabandi eða utan þess, ætti tilraun kristni að hafa heppnast, þessi hugmynd að trúin á guð eyði vantrú manns á sjálfum sér, öðrum og sambandinu þar á milli. Fylgdarmaðurinn veit líka af þeirri sefjun: „Guði sé lof að minn innri maður er horfinn og hefur svifið sína leið, sagði hann lágt og þunglega.“ (90). Eftir situr þó eldri hugmynd, þessi hugmynd um sálina og ævarandi flökt hennar, hver geti átt hana og hvernig maður lifi með öðrum í skugga hennar. Slíkt er efni sögunnar, spyrji maður um frásögn af raunveruleika innra lífs og þann farveg sköpunar sem þar má finna. Og ástin? Váleg höf, innra lífið, hugsi maður hjálparlaus um möguleika tilfinninga. En maðurinn fær ekki lifað öðruvísi þrátt fyrir aðvörun og önnur heilræði vina og vandamanna. Frá upphafi sögu kemur hann sér fyrir í þeim ótvíræðu og nafnlausu 46 TMM 1998:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.