Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 97
„DORDINGULL HÉKK ÉG í LÆBLÖNDNU LOFTÍ“
Kristján telur sig geta greint í hverju kreppa ýmissa fræðigreina liggur. Gjána
milli fræðanna og fólksins í landinu megi rekja til þess að hinir lærðu eiga
„til að lokast inni í fílabeinsturni eða fiskabúri" (a 263).
Ég hefði haldið Shakespearefræðinginn, sem Kristján setur fleðuffæður-
unum til höfuðs, líklegri íbúa filabeinsturnsins en þá kennara sem svarað
hafa kröfum samfélagsins með námskeiðum um svartar skáldkonur. Þeim
fyrrnefnda hefur löngum verið lýst (og oft að ósekju) sem fulltrúa rykfall-
inna fræða. Erindi Kristjáns snýst að miklu leyti um samfélagslega velferð og
því má spyrja hvort það sé svo óskiljanlegt að svartir nemendur vilji lesa
bækur eftir svarta rithöfunda um svartar persónur? Mér þætti gaman að sjá
hvernig Kristján tæki þeirri hugmynd að kenna aðeins bækur danskra eða
norskra höfunda um íslenska menningu og þjóðerni. Menn geta rétt ímynd-
að sér hversu alvarlegar afleiðingar slíkt hefði fyrir sjálfsvitund íslendinga.
Námskeiðin sem Kristján gagnrýnir svo harðlega eru afleiðing áratuga bar-
áttu svarta minnihlutahópsins fyrir félagslegu og lagalegu jafnrétti. Fyrir
réttum fjörutíu árum var aðskilnaðarstefnan landlæg í suðurríkjum Banda-
ríkjanna. Svartir voru útilokaðir fr á opinberu samneyti við hvíta, fengu ekki
aðgang að sömu veitingastöðum, langferðabifreiðum og háskólum. Svona
mætti lengi telja. Aðskilnaðarstefnan mótaði vitaskuld einnig námskeiðaval
og kennslu menntastofnana og ekki var farið í launkofa Tómasar ffænda með
að sá frjálsi húmanismi sem þar var prédikaður tilheyrði aðeins útvöldum.
Fræðimanninum ber skylda til að spyrna við þeirri hugmyndafræði sem
útilokar stóra samfélagshópa í nafni almannahags. Slík menningarsýn verð-
ur aldrei boðuð í nafni raunverulegs frelsis og er í raun réttri aðeins andlegur
þrældómur.
Margir af þeim bókmenntakennurum sem Kristján deilir á móta kennslu-
fræði sína á forsendum sem hann heldur á lofti í erindi sínu. 1 menningar-
fræðum er þannig rík áhersla lögð á að menntamaðurinn haldi úr
filabeinsturninum út í samfélagið. Sem ,pólitískur baráttumaður’ berst hann
gegn ,kæfandi hugmyndafræði' og greinir m.a. þau hagsmunakerfi sem móta
akademíuna. f áherslunni á tengsl þekkingar og valds verður menningar-
fræðingurinn að koma sér upp gagnrýnni þekkingu, en um leið má hann
ekki gleyma að gagnrýna þessa þekkingu sína. Margir álíta eflaust slíkar
kenningar um félagslegt hlutverk fræðimanna barnslega einfaldar í upp-
hafhingu sinni. En er ekki ósanngjarnt að tengja þær félagslegu sinnuleysi
og ,sjálfsgælusýn‘ eins og Kristján gerir?
Bandaríski marxistinn Fredric Jameson segir í grein sinni „On Cultural
Studies“ öfund og viðbjóð vera helsta einkenni í samskiptum ólíkra menn-
ingarhópa (Jameson 629-33). Henry Giroux hefur leitað leiða til þess að
bæta úr skilningsleysinu með kennslufræði þar sem þau neikvæðu sam-
TMM 1998:1
87