Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 101
„DORDINGULL HÉKK ÉG í LÆBLÖNDNU LOFTl" oft framið sína glæpi óáreittir, án ótta við að vera sóttir til saka. Slíka atburði er fróðlegt að greina með hliðsjón af tungumáli aðskilnaðarstefnunnar, því lýsingin er annars eðlis ef afbrotamaðurinn er hvítur og fórnarlambið svart. Mayu Angelou var nauðgað af svörtum manni þegar hún var átta ára gömul og næstu fimm árin mælti hún ekki aukatekið orð. Eldri kona segir henni að ljóð séu tónlist skrifuð fyrir mannlega rödd og þau verði því að lesa upphátt. Með lestri á Dickens, Poe, Kipling og Langston Hughes fær hún málið aftur. Slíka lýsingu á mannræktargildi bókmennta er óvíða að frnna í skáldskap hvítra karla. Kúgun gerir konur því ekki sjálfkrafa að sálarlausum viðrinum eins og ætla mætti af lýsingu Kristjáns. Fólk les ekki bækur Mayu Angelou vegna þess að hún sé sífrandi aumingi sem rétttrúnaðarsinnar hafi tekið upp á sína arma til að berja á hvítu feðraveldi. I fjórða hluta Lesbókar- greinanna deilir Kristján á þá flokkunarpólitík sem hann telur stjórna vafasömu mati fleðufræðaranna. „Gagnrýnin héraðs- hyggja“ greini einstaklinga í sundur út frá landfræðilegum mun, en í „ffá- brigðapólitík“ sé áherslan t.d. lögð á einstaklingsbundin sérkenni: Hugmyndin er þá sú að hin litla sjálfskennd eða rótfesta sem maður geti öðlast í lífi sínu sé innan þröngs félagshóps. Því beri einstaklingn- um [. . .] að vökva eigin félagslegar rætur, að minnsta kosti tilheyri maður hópi hinna jöðruðu (,,marginalized“) og öðruðu. Útkoman er skipuleg forpokun eða útúrboruháttur sem auðveldlega getur um- hverfst í þjóðernishyggju og trúarofstæki, ef ekki vill betur til. Litlir Jónar og litlar Gunnur gæla við sinn litla sannleik í litlum hópi, treysta samkenndina með félögum sínum og höndla þannig þann litla skiln- ing sem þau eiga nokkru sinni kost á. Það er hámark hinnar pm-ísku tilveru. (d 9) Gagnrýni Kristjáns á svörtu, lesbísku skáldkonuna væri hugsanlega hægt að styðja með þeim rökum að margföld jaðarsetning væri vafasöm forsenda bókmennta- eða samfélagsgreiningar. Sú rökfærsla myndi miða að því að sanna að réttara væri að greina verk hennar út ffá sjónarhorni sem legði alla menn að jöfhu. Orð Mayu Angelou, sem vitnað er í hér að ofan, vísa þannig til sammannlegrar reynslu. ,Samhygðar húmanismi' Kristjáns einkennist aftur á móti af þeirri ,jöðruðu og öðruðu' hugsun sem hann deilir á. Þótt hugtökin hafi vægi í póststrúktúralískri greiningu megum við ekki gleyma að þau voru mótuð til þess að sýna fram á takmarkanir hefðbundnari mannhyggju. Líkt og kúgun kvenna á sér lengri sögu en samnefnd bók Johns Stuart Mill voru hinir ,öðruðu‘ jaðraðir löngu áður en hugtakið sem slíkt var mótað. Kristján hafnar þeirri hugmynd að einstaklinga megi skilgreina út ffá TMM 1998:1 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.