Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 101
„DORDINGULL HÉKK ÉG í LÆBLÖNDNU LOFTl"
oft framið sína glæpi óáreittir, án ótta við að vera sóttir til saka. Slíka atburði
er fróðlegt að greina með hliðsjón af tungumáli aðskilnaðarstefnunnar, því
lýsingin er annars eðlis ef afbrotamaðurinn er hvítur og fórnarlambið svart.
Mayu Angelou var nauðgað af svörtum manni þegar hún var átta ára gömul
og næstu fimm árin mælti hún ekki aukatekið orð. Eldri kona segir henni að
ljóð séu tónlist skrifuð fyrir mannlega rödd og þau verði því að lesa upphátt.
Með lestri á Dickens, Poe, Kipling og Langston Hughes fær hún málið aftur.
Slíka lýsingu á mannræktargildi bókmennta er óvíða að frnna í skáldskap
hvítra karla. Kúgun gerir konur því ekki sjálfkrafa að sálarlausum viðrinum
eins og ætla mætti af lýsingu Kristjáns. Fólk les ekki bækur Mayu Angelou
vegna þess að hún sé sífrandi aumingi sem rétttrúnaðarsinnar hafi tekið upp
á sína arma til að berja á hvítu feðraveldi.
I fjórða hluta Lesbókar- greinanna deilir Kristján á þá flokkunarpólitík sem
hann telur stjórna vafasömu mati fleðufræðaranna. „Gagnrýnin héraðs-
hyggja“ greini einstaklinga í sundur út frá landfræðilegum mun, en í „ffá-
brigðapólitík“ sé áherslan t.d. lögð á einstaklingsbundin sérkenni:
Hugmyndin er þá sú að hin litla sjálfskennd eða rótfesta sem maður
geti öðlast í lífi sínu sé innan þröngs félagshóps. Því beri einstaklingn-
um [. . .] að vökva eigin félagslegar rætur, að minnsta kosti tilheyri
maður hópi hinna jöðruðu (,,marginalized“) og öðruðu. Útkoman er
skipuleg forpokun eða útúrboruháttur sem auðveldlega getur um-
hverfst í þjóðernishyggju og trúarofstæki, ef ekki vill betur til. Litlir
Jónar og litlar Gunnur gæla við sinn litla sannleik í litlum hópi, treysta
samkenndina með félögum sínum og höndla þannig þann litla skiln-
ing sem þau eiga nokkru sinni kost á. Það er hámark hinnar pm-ísku
tilveru. (d 9)
Gagnrýni Kristjáns á svörtu, lesbísku skáldkonuna væri hugsanlega hægt að
styðja með þeim rökum að margföld jaðarsetning væri vafasöm forsenda
bókmennta- eða samfélagsgreiningar. Sú rökfærsla myndi miða að því að
sanna að réttara væri að greina verk hennar út ffá sjónarhorni sem legði alla
menn að jöfhu. Orð Mayu Angelou, sem vitnað er í hér að ofan, vísa þannig
til sammannlegrar reynslu. ,Samhygðar húmanismi' Kristjáns einkennist
aftur á móti af þeirri ,jöðruðu og öðruðu' hugsun sem hann deilir á. Þótt
hugtökin hafi vægi í póststrúktúralískri greiningu megum við ekki gleyma
að þau voru mótuð til þess að sýna fram á takmarkanir hefðbundnari
mannhyggju. Líkt og kúgun kvenna á sér lengri sögu en samnefnd bók Johns
Stuart Mill voru hinir ,öðruðu‘ jaðraðir löngu áður en hugtakið sem slíkt
var mótað.
Kristján hafnar þeirri hugmynd að einstaklinga megi skilgreina út ffá
TMM 1998:1
91