Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 104
GUÐNl ELÍSSON líkamsrækt, af því að þeir eru að eltast við þessa annarlegu fegurð“ (Platón 465). Þannig getur fleðufræðarinn, að mati Platóns (og Kristjáns geri ég ráð fyrir), borið sigurorð af þjóni réttmætrar orðræðu ef áheyrendur eru börn, eða fullorðið fólk á sama þroskastigi. Fleðufræðin eru því ekki aðeins gagn- laus, þau vinna gegn þeim mönnum sem eru handhafar sannleikans. Kristján tengir óheillasnös bókmenntafræðanna öðrum ,ógöfugum fræðigreinum' s.s. fótboltaffæðum og auglýsingasálfræði, „grein sem sums staðar virðist snúast um fátt annað en að finna góð ráð til að blekkja fólk“ (a 258). Þessu vill Kristján breyta enda ekkert því til fyrirstöðu að fleðufræð- ingar láti af athæfi sínu, fylgi í fótspor hans og sinni samfélaginu af fullum sóma. Týnda fræðasauðnum getur lærst að hann hafi skyldum að gegna gagnvart almenningi. Með þessa hugsun að leiðarljósi vitnar Kristján í greinasafn Þorvalds Gylfasonar Hagkvæmni og réttlæti og setur fram þá kenningu að „vart hefðu jafnmargir hneigst að villukenningum kommúnista um efnahagsmál, svo dæmi sé tekið, ef hagfræðingar hefðu lagt meiri rækt við fýrirbyggjandi almannafræðslu“ (a 265-66). Gaman væri að sjá hversu langt sagnfræðingur sem rannsakaði framgang kommúnisma í Evrópu kæmist ef hann hefði slíkar forsendur að leiðarljósi. Þeir hagfræðingar sem hvöttu til kommúnísks stjórnskipulags gerðu það flestir í góðri trú. Hver á að vara ,lýðinn‘ við varhugaverðum ,lýðfræðurum‘ og hvernig greinum við góðu hirðana frá úlfunum í fleðugærunum? Kristján virðist ekki hafa áttað sig á því að: a) margir hagfræðingar voru kommúnistar og hefðu því vart varað við .hættunni’; b) kommúnismi kom upp í einræðisríkjum þannig að lítið fór fýrir frjálsum skoðanaskiptum; c) hann var oft fjöldahreyfing ólæsra öreiga sem ekki höfðu kost á að kynna sér ffæðilega úttekt á efnahagsmálum; d) kommúnísk bylting verður aðeins í samfélagi mikillar ólgu og því ólíklegt að fræðimaðurinn finni nokkurn sem sé reiðubúinn til að hlusta á hagfræðilegar vangaveltur um væntanlegt hrun efnahags; e) erlendar þjóðir sendu hersveitir inn í Rússland eftir byltingu kommúnista undir yfirskini þess sem Kristján myndi eflaust kalla fýrirbyggj- andi almannafræðslu. Ekki var hlustað á þau vígbúnu rök fremur en önnur; f) Kristján gefur villandi mynd af hugmyndum Þorvalds Gylfasonar. Eins og Þorvaldur bendir á annars staðar í riti sínu Hagkvæmni og réttlæti voru þjóðartekjur í Sovétríkjunum áætlaðar um helmingur af þjóðartekjum Bandaríkjamanna og hagvöxtur talinn meiri: „Lærðir menn spáðu því árið 1975, að Sovétmenn færu fram úr Bandaríkjunum í þjóðarffamleiðslu skömmu effir árið 2000 [.. .] Um þessa spádóma er hægt að lesa í ýmsum hagfræðibókum allt fram á síðustu ár“ (Þorvaldur 170). Hagtölurnar voru sóttar til leyniþjónustunnar CIA og á þeim bæ hefðu menn varla farið að gera veg kommúnista meiri en nauðsynlegt var, nema þá til að ala á stríðsótta. 94 TMM 1998:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.