Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 125

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 125
RITDÓMAR hér sé á ferðinni dæmigert dagbókar- form. Og þá dagbók konu ef marka má nöfnin tvö „erta“ og „didda“. Undireins á fyrstu síðu eru þó ýmis teikn á lofti um að áherslan á dagbókarformið þjóni einkum þeim tilgangi að grafa undan þessu formi. Fyrst verður vart við und- arlega tímaskynjun, þar sem enga tíma- setningu er að finna í verkinu. Tíma- skynjun dagbókarritara er hringlaga, vikudagarnir líða án tölulegra tímasetn- inga. Línuleg tímaskynjun hlýtur að telj- ast aðall dagbókaformsins, og öðlast hringlaga tímaskynjunin róttækan merkingarauka þegar henni er stefnt gegn ævisögulegu formi. Hringlaga tími þjónar þannig öðrum þræði þeim til- gangi að veitast að þeim línulega sem dagbókarformið hlýtur óhjákvæmilega að vekja væntingar um. Og ekki er nóg með að línulegu tímatali sé varpað fýrir róða, heldur verður hinn rammhefð- bundni og heildstæði dagbókarskrifari fljótlega að flöktandi og jafnvel tvístruðu sjálfi. Það er aldrei að vita hverskonar sjálf dúkkar upp í dagbókarfærslunum, ólík- ustu „ég“, „hann“, „hún“, „hin“ og „þau“ yfirtaka vitund textans til skiptis og er engan veginn hægt að kveða eitt í kútinn á kostnað annars. Leitin að einu yfirskip- uðu dagbókarsjálfi ber engan árangur. Ólíkustu frásagnartegundir koma sömuleiðis upp úr kafinu og stíllinn hreinlega stökkbreytist á stundum. í sumum færslunum eiga sér stað dramat- ísk samtöl tveggja einstaklinga, afbrigði- legar reynslusögur karla eru afhjúpaðar af þriðju persónu sögumanni í öðrum færslum, eintöl ólíkra kvenpersóna í fýrstu persónu frásögn er víðs vegar að finna, og jafnvel færslur sem innihalda spakmæli eins og: „fimmtudagur/ til- gangur lífsins er ekki að vita, heldur slefa.“(68). Eitt af þessum mörgu sjálfum sem tala, eða brot af einu þeirra, er að finna í ljóðum sem annað veifið yfirtaka dagbókarfærslurnar og umbreyta þeim í ljóðform: „miðvikudagur/ mig langar að biðjaþig bónar/og best er hve lítil hún er/ taktu tillit til betri sjónar/ og settu poka yfir hausinn á þér.“(78). Enn og aftur er formið síðan afbyggt með átökum þessa tvístraða sjálfs, sem glímir ekki einungis við sálartetrið og umhverfið heldur rými bókarinnar, þar sem það er í óðaönn við að búa sig til: „get kannski átt í samskiptum við þessa bók, sé til.“ Þannig hefst textinn og vekur ekkert sérstakt traust hjá þeim lesanda sem af gömlum vana væntir einlægrar og áreiðanlegrar sjálfsveru. Með því að efast um samband sitt við bókina veikir sjálfið þann grunn sem dagbókarformið byggir á samkvæmt aldagömlum viðmiðum bókmenntastofnunarinnar. Sjálfið virð- ist að minnsta kosti gefa í skyn að „dag- bókin“ sé fordómafullt og samfélagslega skilyrt fyrirbæri sem því er hugsanlega fýrirmunað að eiga í samskiptum við. I sömu andrá eru viðtökurnar gerðar að áhyggjuefni. Hvernig lítur sjálfið út þeg- ar það er orðið að texta og hver les text- ann og á hvaða forsendum? Formið í Ertu er afbyggt með hring- laga tíma, tvístraðri sjálfsmynd og margskonar bókmenntategundum sem er blandað saman, eins og ljóðum, frös- um og leikþáttum. Allt ber þetta grótesk- unni vitni, og álít ég hana grundvalla þetta allt og að sama skapi grundvallast hún af þessu öllu. Hreyfiaflið, eða þroskaferlið í Ertu virðist einkennast af því að neita viðtakanda um hefðbundna sjálfsleit og samsömun við textann. Þessi skáldsaga hlýtur ávallt að bregðast hefð- bundnum væntingum um bæði upp- byggingu og ásættanlega kvenmynd í dagbókarformi, af því einfaldlega að hvorutveggja er gróteskt. Kvenmynd sem heldur dagbók er þannig skýrt afmörkuð formgerð að nákvæmlega sama marki og sjálft dagbókarformið sem gerir ráð fýrir línulegum tíma, trúnaðartrausti og einni heilsteyptri sjálfsmynd. í Ertu virðist mér sem allar formgerðirnar séu afbyggðar TMM 1998:1 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.