Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 128
RITDÓMAR kvaddar til að afrnarka líkamann og beisla hann, þvert á móti er hann upphaf og endir þeirrar tilveru sem textinn geymir og verða hugtök eins og einsemd, einlægni og ást ennþá óljósari en ella. Og reyndar leysast þau gjarnan alfarið upp þar sem engan veginn er hægt að jarð- binda þau líkt og líkamann. Þetta ferli verður öðru fremur áberandi í með- höndlun textans á hugtakinu „ást“. í upphafi textans lætur kvenmyndin í það skína að hún sé að leita að hinum eina rétta, og leitar hans í því sem eftir lifír textans. Meðan á leitinni stendur er hún sífellt að hitta fyrir hugsanlegar og óhugsanlegar ástir, sem hún getur engan veginn tengt öðru en því hvort þær hafi góð líkamlegá hrif á hana. Undir lok text- ans er lausnin síðan fundin þar sem hún ákveður einfaldlega að taka á löpp alla þá stráka sem hana langar í líkt og um mat eða aðrar þarfir sé að ræða og reynist það vera niðurstaða leitarinnar að ástinni. Kvenmyndin gerir sér far um að full- nœgja líkama sínum og um leið sjálfinu sem stendur og fellur með þörfum lík- amans. Reyndar tekur hún það fram undir lokin að hver karl hæfi hverjum degi vik- unnar, eða mismunandi dögum, og fell- ur það saman við ákveðið þema í Ertu þar sem kvenmyndin skiptir ört skapi og holdgerir umskiptin frá degi til dags. Einn daginn elskar hún alla: „það er eins og ég hafi vængi. og geti svifið og látið mig voma yfir borginni. en af því að ég er södd í bili, er enginn í hættu.“(67). Þann næsta hatar hún alla: „ég er mann- hatari í dag.... það má allt missa sín, fara til helvítis. hengja sig allt saman. éta sig og grafa sig lifandi, sama í hvaða röð það gerir það. bara að það komi sér út af kortinu.“(67). Þriðja daginn pirruð: „hvað er meira pirrandi en þurr hor und- ir borði á veitingastað?“(68), og svona mætti upp telja þangað til dagarnir í text- anum eru á þrotum. Enginn dagur er eins og enginn einn karl uppfyllir þarfir líkama hennar. Hin óljósa, rómantíska hugmynd um „ást“ fellur þannig um sjálfa sig, því að ástin er fyrst og síðast líkamlegs eðlis: föstudagur/ hvernig er þetta annars með, þú veist, ástina? hvernig verður hún til? eru aðalefnin í henni græðgi og gredda eða er þetta bara eitthvað ótrú- lega gott, eitthvað sem kemur af ein- hverjum yndislegheitum? einhverri þörf? eða þá helst einhverri nauðsyn? já, örugglega nauðsyn. eins og að ropa, prumpa, pissa og kúka og sofa og nátt- úrulega að anda. enda andar fólk dýpra ef það er ástfangið. svo að ást er bein afleiðing af súrefnisskorti! og þá líka rétt viðbrögð við súrefnisskorti. en hvað er þá þetta ástand með ástina sem fólk kvartar yfir? talar um að það hafi ekki nógu mikið pláss og að því líði eins og það sé að kafha.(65). Ástin er hér innlimuð í gróteska hringrás líkamans, þar sem súrefnisþörfin er bæði upphaf og endir þeirrar nauðsynjar að elska. „ég er mannhatari í dag“ Ég hef heyrt að mönnum þyki erfiðast að kyngja þeim meinlegu athugasemd- um sem er að finna á víð og dreif í text- anum. Mörgum ofbýður þegar kven- myndin sú arna setur sig á háan hest gagnvart minnihlutahópum eins og lesbíum og feitu fólki. Það þætti trúlega í lagi ef kvenmyndin tilheyrði hópi lesbía, offitusjúklinga eða jafhvel tvíkyn- hneigðra, en því er ekki að heilsa. Hún slengir feimnislaust fram vítaverðum fordómum sínum. Hún vill ekki þekkja feitt fólk, og þá einungis sakir vaxtarlags- ins: ég verð bara að segja þér þetta beint. þú ert allt of feitur. ert allt of stór fyrir tilveru mína. það er til allt of mikið af þér fyrir minn smekk. og þess vegna verð ég að slíta öllu sambandi við þig. 118 TMM 1998:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.