Dagrenning - 01.08.1958, Síða 16
f
Bandaríkjamenn reyna að telja sér trú um, að það, sem nú hefur gerzt,
með landgöngu bandarískra hersveita í Libanon, sé allt annars eðlis en
afskipti Breta og Frakka af Súezdeilunni 1956. En það er hinn mesti mis-
skilningur. Þá hafði brotizt út ófriður milli ísraels og Egyptalands og
Nasser rofið alþjóðasamninga um Súezskurðinn, og samkvæmt þeim samn-
ingum bar Bretum og Frökkum að blanda sér í málið. Þeir gerðu það og
hefðu komið í veg fyrir mikil vandræði, ef Bandaríkin liefðu þá ekki met-
ið meira ímyndaða hagsmuni olíufélaga sinna, en frelsi og velferð Vestur-
Ianda.
Og nú er þessi spurning á allra vörum: Fara Bandaríkin aftur frá Liba-
non? Eisenhower hefur lýst því yfir, að þau muni gera það, þegar friður sé
kominn á og „Sameinuðu þjóðimar" hafi þar nægilega öflugt lið til
gæzlu. En fari Bandaríkin aftur frá Libanon, ívit en sundrað hefur verið
yfiráðaáformum Nassers og Rússa þar eystra, hefði verið betra að þau
hefðu aldrei þangað farið. Þá verður nákvæmlega sama skyssan gerð þar
og gerð var við Súesskurðinn. Rússar vilja ekki styrjöld við Bandaríkin —
þora ekki enn að leggja í þá áhættu. Þess vegna munu þeir nota hina að-
ferðina, að reyna með fundahöldum og samningum, sem svo verða sviknir,
að þvæla málin þar til allir gefast upp. Þeir munu ala á látlausum
innanlands óeirðum og fjandskap, þar til Bandaríkin samþykkja að fara
burtu með her sinn — og þá er markinu náð. — Þá gefast þeir upp, sem
fylgja liinum vestræna málstað og verða drepnir eða verða að flýja land.
Sennilega hefjast þá í Libanon hreinar ofsóknir á hendur kristna hlut-
anum þar, því að örskammt er niður á trúarofstækið í slíku andrúmslofti
sem nú er í löndunum við Miðjarðarhafsbotn.
ENGINN GETUR TREYST VESTURLÖNDUM!
Það er ein ömurlegasta staðreynd sögunnar, að hinum svokölluðu
Vesturlöndum getur enginn treyst, sízt af öllu síðan Sameinuðu þjóðirn-
ar komu til sögunnar. Með Vesturlöndum er fyrst og fremst átt við Bret-
land, Bandaríkin og Frakkland, en í þeirra tölu eru einnig Norðurlönd
og önnur vestræn ríki.
Það er eins og það séu álög á þessum þjóðum, að þær þora aldrei að
ganga hreint til verks. Þær eru alla tíð að semja og semja og fóma þá
bæði ríkjum og einstaklingum, sem hafa treyst þeim og trúað.
Við lok heimsstyrjaldarinnar síðari sviku Vesturveldin öll smáríkin í
Austur- og Mið-Evrópu og skildu þau varnarlaus og magnlaus eftir undir
járnliæl rússneskra kommúnista, þar á meðal Pólland, sem þau fóm í
stríðið til „að bjarga“ að sjálfs sín sögn. Á hinn lúalegasta hátt, sem um
v-----------------------------------------------------------------------
14 DAGRENNING