Dagrenning - 01.08.1958, Page 20
r
Bandaríkjamönnum þéttar saman og eyðir e. t. v. tortryggninni, sem var
að skapast milli þessara bræðraþjóða, sem tala sömu tungu.
1 ágætu brezku tímariti, Intelligence Digest, var í júnímánuði vikið
að þessuin málum og segir þar m. a. á þessa leið:
„Það er algjör misskilningur og hefur ávallt verið, að Nasser hyggðist
taka upp vinsamlegri stefnu gagnvart Vesturlöndum. Hann er í mjög nán-
um tengslum við Sovétríkin og ætlar sér, með hjálp Rússa að reyna eftir-
farandi:
1. Að eyðileggja Ísraelsríki.
2. Að þurrka með öllu út vestræn áhrif í Arabalöndum.
3. Að koma á fót arabisku sambandsríki, sem nær frá Teheran tif
Casablanca.
Rússar telja víst, að sú ríkjasamsteypa yrði sér vinveitt og lienni yrði í
rauninni stjórnað frá Moskvu. Vesturlönd gætu þá aðeins fengið olíu frá
þessum löndum með skilmálum, sem Rússar settu. Meðal þeirra skilyrða
yrði sameining Þýzkalands samkvæmt tillögum Rússa, niðurlagning her-
stöðva NATO víðs vegar um heim og brottflutningur brezkra og banda-
rískra hersveita úr Evrópulöndum. Rússland mundi einnig krefjast þess,
að Kvpur yrði afhent Grikklandi og að Bretar yfirgæfu Aden og Möltu. A
sama hátt mundu Kínverjar krefjast sameiningar Kóreu og setja sín skil-
yrði þar um. Þeir mundu og lieimta að Bretar færu frá Hong Kong, að
Formósa yrði afhent Kínverjum og öllum stuðningi við uppreisnarmenn
í Indónesíu yrði liætt.
Um leið og Rússland — með hjálp arabiskra þjóðernissinna — öðiast
þá aðstöðu, að ná raunvemlegri yfimmsjón með olíusvæðunum í Mið-
Austurlöndum yrði framkvæmd þessara skilyrða tiltölulega auðveid. Ef að
slíkum skilmálum vrði gengið, þýddi það algjöra uppgjöf fyrir hinar vest-
rænu þjóðir. Fyrir Bretland þýddi slíkt fullkomið fjárhagsöngþveiti, en
fyrir Bandaríkin algjöra einangmn, með Suður-Ameríku fjandsamlega sér
að sunnan, en hinar stórkostlegu árásarstöðvar Rússa ógnandi úr norðri
frá lieimsskautssvæðinu.
Slíkar eru þær ógnir, sem nú munu bráðlega fara að koma í ljós. Slíkar
eru hinar óhjákvæmilegu afleiðingar af hinni örlagaríku stöðvun hern-
aðaraðgerðanna við Súez, þar sem fórnað var síðasta tækifærinu til að
stöðva þessa útþenslustefnu. Það er rétt, að Súezvandamálið var erfitt og
óþægilegt, en samt sem áður hefðu þær aðgerðir — ef þær hefðu tekizt —
ruglað allar áætlanir Rússa.“
Nú eru þessar spár að rætast. frak, það olíulandið, sem Vesturlönd eiga
mest undir, er þegar fallið Rússum í hendur. Björninn fer sér að engu óðs-
lega. Hrammur hans hefur nú slegið þetta fórnardýr, svo að það stendur
V_______________________________________________________________________________■)
18 DAGRENNING