Dagrenning - 01.08.1958, Síða 25
r'
uðu þjóðimar“, undir fomstu hins sovétsinnaða Dag Hammarskjölds, verða
áfram aðaláróðurstæki Rússa, og stefna þeirra á alþjóðavettvangi, að svipta
smáþjóðirnar frelsi sínu, mun koma betur og betur í ljós. Svo virðist, sem
fyrir þeim vaki að „her sameinuðu þjóðanna“ „taki sér stöðu“ á landa-
mærum smáríkjanna til þess að „vernda“ þau þar til Sovétblokkin er til-
búin að gleypa þau fyrirhafnarlítið.
Mjög er líklegt að næsta atlagan verði gerð að Persíu — fran —. Þar
eru nú ýmsar þær blikukr á lofti, sem að óveðri geta orðið fyrr en varir.
Vegur Bandaríkjanna þar í landi hefur minnkað mjög mikið — eins og
víðast annars staðar — en vegur Rússa aukizt, og stuðningur við arabiska
lýðveldið orðið almennari. Vegna skilnaðar konungs og drottningar í íran
hefur risið upp mikill ágreiningur milli stórra og voldugra ættbálka, sem
ekki er ólíklegt að Rússar notfæri sér til að steypa núverandi keisara af
stóli og stjórn hans, með svipuðum hætti og gerðist í írak. Þegar svo er
v-------------------------------------------------------------------------------.
DAGRENNING 23