Dagrenning - 01.08.1958, Page 46

Dagrenning - 01.08.1958, Page 46
fyrstu Mósebók, gaf Guð Jakob það fyrirheit, að „fjöldi þjóða“ skyldi frá honum koma. I spádómum Mósebóka er það hvað eftir annað sagt, að þessi „fjöldi þjóða“ á að koma fyrst og fremst frá ættkvísl Jósefs, þeim Efraim og Manasse, sem eiga að verða „mikil þjóð“ og „fjöldi þjóða“. Það er víst og áreið- anlegt, að allt til þessa dags hefir þessi spádómur ekki rætzt á því fólki, sem í dag er nefnt Gyðingar eða ísrael. Það er hvorki „mikil þjóð“ né „fjöldi þjóða“. Ef vér tökum gilda falskenningu zionista, sem „Kristilegt vikublað“ hef- ir tekið upp á arma sína, um að Gyð- ingar nútímans séu allur Israel, er aug- ljóst, að þetta fyrirheit Drottins hefir ekki rætzt og mun ekki rætast um ófyrirsjáanlega framtíð. Gyðingar eru smáþjóð — taldir um 16 milljónir alls og þar af aðeins 1—2 milljónir í Pale- stínu. Ef hins vegar hin kenningin er rétt, að hinar tíu ættkvíslir ísraels séu enn til og gangi undir ýmsum nöfnum, séu þjóðir og jafnvel þjóðasamfélög, eins og brezka heimsveldið, er þetta fyrirheit Drottins nú að rætast fyrir augum vorum. Hún er vægast sagt dæmalaus blindni þess fólks, sem kallar sig kristið, en fær þó ekki komið auga á það, að Biblí- an er með öllu óskiljanleg nema þetta undirstöðuatriði hennar sé rétt túlkað, og fyrirheitin, sem þar eru gefin, er með öllu útilokað að geti rætzt, nema sá ísrael, sem enn er „týndur“ sögunni og menningunni, finnist á ný. Allt ann- að leiðir til rangtúlkunar og farísea- háttar, sem endar í fullkomnum ógöng- um. Niðurlagsorðin í grein „Kristilegs vikublaðs“ eru blaðinu sjálfu og höf- undinum til minnkunnar og greinin öll rangtúlkun og útúrsnúningar á ummæl- um Heilagrar ritningar. I þær ógöngur er þar komið strax í fyrstu lotu. Höf. þjónar ekki sannleikanum, held- ur er hann flæktur í net blekkinga og ósanninda, sem hinn pólitíski zionismi hefir með einhverjum dularfullum hætti lagt fyrir hann. Ég óska höf. þess, að hann megi vitk- ast og öðlast styrk til þess að hugsa sjálfstætt og þora að bera sannleikan- um vitni, hver sem hlut á að máli, en tyggja ekki hugsunarlaust upp þær kenningar, sem enga stoð eiga í Heil- agri ritningu, en hún segir það alveg afdráttarlaust, að við endalokin muni allur ísrael sameinast. Því svo segir Herrann: „Sjá ég tek staf Jósefs, sem er í hendi Efraims og þeirra ættkvísla Isra- els, sem eru í bandalagi við hann, og gjöri þá að staf Júda, svo að þeir verði einn stafur í hendi Júda.“ Það er þessi sameining, sem enn hef- ir ekki átt sér stað, og getur ekki orðið fyrr en menn gera sér fulla grein fyrir „Efraim og þeim ættkvíslum Israels, sem eru í bandalagi við hann“. 44 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.