Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 26

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 26
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201526 AðdrAgAndi þemAnáms í KennArAhásKólA íslAnds Við svo búið taldi samstarfsnefnd sér ekkert að vanbúnaði að skila áliti. Samdist svo um að hún felldi meginsjónarmið sín um breytingar á skipan og inntaki náms við KHÍ í form draga að ályktun sem yrðu lögð fyrir skólastjórnarfund er halda átti 10. maí. Fundurinn samþykkti drög nefndarinnar með lítils háttar breytingum (ÞÍ. Skólaráðsfundur 10. maí 1978, bls. 186–187). Í ályktuninni var m.a. ákveðið að hefjast handa um endurskipulagningu kennaranámsins á grundvelli almennra hugmynda er settar hefðu verið fram af samstarfsnefnd nemenda og kennara þar sem áhersla væri lögð á að „setja upp ákveðin meginþemu er feli í sér samþættingu einstakra náms- greina“. Enn fremur var ályktað að í júnímánuði, sem fór í hönd, mundu kennarar og fulltrúar nemenda vinna saman að breytingastarfinu. Þar skyldi einkum komist að niðurstöðu um það hvaða breytingar yrðu framkvæmanlegar á næsta skólaári sem og um skipulag náms og kennslu næsta skólaár. Með ályktun skólastjórnar færðist hugmyndin um þemanám í KHÍ af stigi átakakenndrar umræðu og bollalegginga yfir á áþreifanlegt undirbúnings- og framkvæmdarstig.6 saMantEKt Og ályKtanir Af þessu yfirliti yfir bakgrunn og aðdraganda þemanáms í KHÍ, sem hófst haustið 1978, má draga nokkrar ályktanir. Sambýli hins gamla og nýja skipulags kennaramenntunar innan veggja KHÍ á fyrstu starfsárunum stuðlaði að hefðarfestu í starfsháttum og var að öðru leyti mótdrægt nýbreytni í innra starfi hans. Fyrstu starfsár skólans höfðu lektorar, sem ráðnir höfðu verið við skólann, í reynd ekki síður skyldum að gegna við þá nemendur sem höfðu hafið nám í KÍ fyrir 1971 en við B.Ed.-nema í KHÍ. Meðan hinir síðarnefndu voru lítill minnihluti allra nemenda skólans áttu gagnrýnin viðhorf til náms og kennslu örðugt uppdráttar enda hópvitund þeirra lítt þroskuð. En eftir því sem B.Ed.-nemum fjölgaði og meiri reynsla fékkst af starfi hins nýja skóla sköpuðust hagfelldari skilyrði til að vega það og meta gagnrýnum augum. Allt frá skólaárinu 1974–1975 áttu nemendur frumkvæði að opinskárri gagnrýni á starfs- og kennsluhætti í skólanum og voru sá aðili sem knúði öðrum fremur á um breytingar á þeim. Kennarar brugðust misjafnlega við en að undangengnu prófverk- falli nemenda samsinntu flestir þeirra í raun nauðsyn umbóta með því að ganga til samstarfs við nemendur um að fá framgengt vissum breytingum á kennsluskipan og námsháttum í skólanum. Að undanskildu ákvæði reglugerðar um KHÍ um tíma- sóknarskyldu – sem nemendur andæfðu – byggðu þeir gagnrýni sína framan af á bókstaf laga og reglugerðar um skólann sem þeir töldu misbrest á að væri framfylgt í ýmsum greinum. Að þessu leyti var andóf nemenda á þessu fyrsta stigi yfirleitt mjög reglumiðað (legalistískt) í eðli sínu. Frá þeim tíma er KHÍ varð nokkurn veginn einsleitur kennaraháskóli, með tilliti til samsetningar nemendahópsins, færðist umræða um æskilegar breytingar á kennara- náminu á nýtt stig. Viðmiðunin var ekki lengur svo mjög lög og reglur KHÍ heldur starfshlutverk væntanlegra grunnskólakennara eins og það var skilgreint í opinberum plöggum. Á þeim grunni reisti forystulið nemenda kröfu um uppeldisfræðivæðingu kennaranámsins á kostnað hefðbundinnar, faggreindrar námsskipanar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.