Reykjalundur - 01.06.1950, Page 11

Reykjalundur - 01.06.1950, Page 11
landsins. Sem betur fór var þessi liugsun ekki lengi í huga neins manns, því allir skildu fljótt, hvert við stefndum. Og full- trúar þjóðarinnar á Alþingi viðurkenndu samtök okkar mjög fljótt og hin ákjósan- legasta samvinna hefur ávallt verið milli heilbrigðisyfirvaldanna og okkar. í dag er- um við líka hér til að gleðjast yfir enn meiru en fimm ára aldri óskabarns okkar. Aðalbyggingin tekin til starfa Við gleðjumst yfir öðrum stórsigri í vinnu- heimilismálinu. Öðrum stór-áfanga í því er náð, en frá þessum degi, fyrsta febrúar 1950, er aðalbygging þessa staðar — Reykja- lundar — tekin til fullrar notkunar. Að vísu er ekki allur húsbúnaður kominn í það horf sem vera skal og við liefðum helzt ósk- að, en — því miður — liefur fjárhagurinn ekki leyft }:>að enn sem komið er, en ég trúi því, að þess verði ekki langt að bíða, og við ykkur vini mína sem nú dveljið í þessari byggingu vil ég segja: Það er ekki af viljaleysi, heldur hreint út sagt getuleysi, að enn hafið þið ekki þann aðbúnað sem vera á, en við öll vonum að hans verði ekki langt að bíða, — getan er takmörkuð en viljinn mikill —. Aðdragandinn að stofnun vinnuheimilisins Ég álít, að urn svo merkan atburð í starfi og sögu samtaka okkar sé hér að ræða, að mér þykir hlýða að rekja að nokkru tildrög og gang þessa stórmáls — en svo hygg ég að megi nefna það með réttu —, er samtök berklasjúklinga ákváðu og hrintu í fram- kvæmd fyrsta „vinnuheimili á íslandi". Ég mun leitast við að vera stuttorður, — sem að vísu er nokkuð erfitt —, og því mun ég aðeins stikla á því stærsta, en ég vil benda þeim á, sem áhuga hefðu að kynna sér mál þetta frekar, að það er að finna í „ágripi Reykjalundur af sögu S.Í.B.S." sem skráð er í málgagni okkar — Reykjalundi — 1948. Strax og samtök berklasjúklinga, þ. e. a. s. S.Í.B.S. var stofnað, lá Jrað í loftinu, að eitt fyrsta og stærsta viðfangsefni þess yrði að koma- upp „vinnuheimili“ fyrir berkla veikt fólk, — Jjá sem nokkra vinnuorku liefði — enda hafði }i>að mál verið hugsað um margra ára skeið, af |>eim er dvöldu í heilsu- hælum landsins. Um haustið 1939 er fyrsti fjársöfnunar- dagur S.Í.B.S. og söfnuðust þá um 5000 krónur. Það er svo veturinn 1939—40 að miðstjórn sambandsins leitar álits sam- bandsfélaganna um, hvernig verja skykli fjármunum þeim er sambandið hafði eign- azt og kynni að eignast í framtíðinni. Var það álit manna, að féð skyldi geyma og stefnt að Jrví að koma upp vinnuheimili fyrir brautskráða sjúklinga, þegar ástæður leyfðu. Og á sambandsjringinu 1940 segir forseti sambandsins, — Andrés Straumland —, þá er hann í skýrslu sinni ræddi um væntanlegar framkvæmdir sambandsins, að aðal baráttumálið í framtíðinni yrði vinnu- hælismálið. Og á Jiví Jringi er svo sam- Jrykkt eftirfarandi ályktun: „Að einbeita kröftum S.I.B.S. til fjáröflunar fyrir vinnu- heimili íslenzkra berklasjúklinga og vinna að skjótum framgangi þess máls að öðru leyti.“ Ennfremur: „að fela miðstjórninni frekari fyrirgreiðslu í vinnuheimilismál- inu.“ Og í ávarpi frá miðstjórn S.Í.B.S. í „Berklavörn“, málgagni sambandsins, — þá um haustið, segir svo: „Takmarkið sem vér stefnum að með fjársöfnuninni, hefur nú fengið á sig fastara mót. Á öðru þingi S.Í.B.S., sem háð var að Vífilsstöðum 31. ágúst og 1. sept., var ákveðið að koma á fót svo fljótt sem auðið er, einskonar vinnu- heimili fyrir brautskráða berklasjúklinga. — Ekkert slíkt heimili er til hér á landi, og er því hér um merkilegt nýmæli að ræða.“ Þessari tilkynningu var fylgt eftir m. a. með 9

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.