Reykjalundur - 01.06.1950, Page 13

Reykjalundur - 01.06.1950, Page 13
Skattfrelsi gjafa til S.Í.B.S. Það liafði oftar en einu sinni komið til máls innan S.Í.B.S. að reyna að fá því framgengt, að gjafir til vinnuheimilisins yrðu frádráttarbærar við skattaframtal. Rætt var um þetta við fjármálayfirvöld rík- isins, en það kom þá í ljós að ógerningur var að veita slíka undanþágu frá gildandi lögum. Og því er það, á árinu 1943 að nokkrir menn innan S.f.B.S. fara að vinna að því af fullum krafti að fá sett lög sem heimiluðu, að gjafir til „Vinnuheimilis S.Í.B.S.“ skyldu skattfrjálsar. Flutnings- menn fengust á Alþingi, en þeir voru Jó- hann Þ. Jósefsson, Sigurður Þórðarson og Þóroddur Guðmundsson, sem unnu af kappi miklu fyrir nrálinu. Jafnframt var af miðstj&rninni vel unnið að þessu máli, að ógleymdum Þórði Benediktssyni, sem þá var sjúklingur að Vífilsstöðum, en átti ekki sæti í miðstjórninni, en barðist fyrir máli þessu af eldmóði miklum. Mál þetta mætti nokkurri mótspyrnu í þinginu, — líklega aðallega af því, — að einmitt þá var í þing- inu stjórnarfrumvarp, sem gekk í sömu átt, en náði til allra líknarstofnana. Að lokum fór s\o að okkar mál náði fram að ganga, — en stjórnarfruinvarpið dagaði nppi — og voru samþykkt lög um skattfrelsi á gjöfum til S.Í.B.S. 13. desember 1943 og skyldu þau gildi til ársloka 1944. Þetta var slór- sigur, — bæði fyrir samtök okkar og flutn- ingsmenn málsins, sem sóttu málið af kappi miklu og skilningi, sem meðal annars má sjá af lokaræðu þeirri er Jóliann Þ. Jósefs- son flutti í þinginu, eftir að fjárhagsnefnd hafði lagt til að mál þetta yrði ekki sam- þykkt. Þessi stórmerka ræða birtist í mál- gagni sambandsins — blaðinu „Berkla- vörn“ 1944. Sigrinum í þessu máli hygg. ég, að sé fyrst og fremst að þakka, hvað fljótt var hægt að hefjast handa um byggingu Vinnuheimilisins, og hvar við nú stönd- um í þeim málum. Sem þakklætis og við- urkenningarvott íyrir þetta frábæra verk, ákvað miðstjórnin að gera áðurnefnda flutningsmenn, að heiðursfélögum, og voru þeir vel að því komnir. Ilvað ákvæði laga þessara uku mikið sjóði okkar, er ekki hægt að segja með neinni \ issu, en trúlegt er að það hafi verið a. m. k. hálf milljón króna. Valinn staður Það er svo á öndverðu ári 1944 að gerð er gangskör að því, að svipast um eftir stað þar sem Vinnuheimilið skvldi standa, — og komu nokkrir staðir til greina —, en í marzmánuði sarna ár festi miðstjórnin kaup á landi því sem við nú erum —, þar sem Reykjalundur stendur —. Síðan er það 5. apríl sem miðstjórnin samþykkir að fá þá liúsameistarana Bárð ísleifsson og Gunn- laug Halldórsson til að gera uppdrætti af liúsum og skipulagi staðarins, — þar sem talið var að samkeppni urn teikningu tæki of langan tíma. Einnig ákvað miðstjórnin að S.Í.B.S. sæi sjálft um framkvæmdir allar og mannaráðningar við byggingarnar. Sam- bandsjiing er svo kallað saman (5. maí og þar eru samjrykktar einróma allar gerðir miðstjórnarinnar í málum Jiessum. Um þetta leyti munu sjóðir sambandsins hafa verði 7 til 800 þúsund krónur, og þar sem þetta mátti heita allstórir sjóðir og lögin um skattfrelsi á gjöfum enn í fullum gangi, var Jiað einróma álit miðstjórnar og sam- bandsþings að hefjast handa um bygging- arframkvæmdir, og tel ég að hérmeð ljúki undirbúningi að byggingu Vinnuheimilis- ins, Jiví Jiað er 10 maí eða þremur dögum eftir að sambandsþingi lýkur, að mið- stjórnin kaus Jiriggja nranna byggingar- nefnd úr sínum hópi, þá: Árna Einarssrn, Odd Ólafsson og Sæmund Einarsson, en Þorlákur Ófeigsson byggingarmeistari er ráðinn til að veita verkinu forstöðu. Þeir Árni og Oddur hafa ávallt síðan átt sæti í Reykjalundur 11

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.