Reykjalundur - 01.06.1950, Page 20

Reykjalundur - 01.06.1950, Page 20
tómur, utan livað eitthvað af bréfarusli var í honum. — Ég þarf að nota liann líka, sagði hann og brosti afsakandi — hann var geymdur þarna,-----ég þekki hann Jón, sem á búð- ina. Eftir litla stund komum við að sam- byggingu úr steini, gengurn um undirgöng og inní bakgarð. Félagi minn vísaði mér upp tröppur og inní lítið fordyri á neðri hæð, síðan gegnum eldhús og inní lítið herbergi, er sneri glugga móti austri. Hann brá upp ljósi og vísaði mér inn. Á móti okkur sló þeim heljarkulda, sem einkenn- andi er fyrir steinhús, sem sjaldan eða ald- rei eru yljuð upp. Ég virti fyrir mér her- bergið, án þess að hafa orð á því strax, að mér þætti kalt. Einsog ég gat urn var þetta lítið herbergi í austurhlið hússins, ílangt nokkuð til suð- urs og norðurs. Undir suðurgafli stóð borð, óvandað að allri gerð, hlaðið bókum o. fl„ m. a. stóðu þar tveir hitabrúsar og brauð- pakkar vafðir í dagblöð lágu hjá þeim. Tveir dívanar voru í herberginu, við aust- urvegg og vesturvegg, ennfremur tvö tré- koffort, klif uppá hest hvort, og ofnkríli í norðvesturhorni. Dyrnar innúr eldhúsinu á norðurgafli, einn gluggi, tvísettur á aust- urhlið. Annað var ekki í herberginu utan tvær fiðlur, og tóm kolafata hjá ofninum. Kunningi minn bauð mér sæti á öðrum dívaninum, fór úr frakkanum og tók af sér hattinn, sneri sér síðan að ofninum. Hann hreinsaði úr honum ösku, sem hann lét í fötuna, opnaði síðan aðra efri rúðuna á glugganum og hvolfdi úr fötunni útum hann. — Öskutunnan er beint undir gluggan- um, sagði hann til skýringar. Þá réðst hann á dósakassann, reif fyrst fjalirnar lausar og braut þær síðan í smátt á hné sér. Þvínæst tróð hann ofninn hálfan af pappírsrusli og spýtum — og opnaði síð- an þessa aristókratisku tösku, sem var full af kolum. Hann tók nokkra kolamola úr töskunni og lét þá ofaná spýturnar í ofnin- um, en losaði afganginn í fötuna, brá upp eldspýtu og kveikti í bréfaruslinu neðst í ofninum og lokaði lionum síðan. Brátt tók að skíðloga í ofninum, en þó leið löng stund, áður en nokkuð hlýnaði til muna. — Það er kalt hjá þér, segi ég. — Já, það er kalt; það kostar þrjátíu krón- ur á mánuði og við verðum að leggja okk- ur til eldsneyti. — Við? Býr einhver með þér? — Vinur minn að heiman — við gengum í fóstbræðralag í fyrra — hann er að læra á fiðlu. Við borgum fimmtán krónur og erum alltaf að drepast úr kulda. Að vísu fáum við dálítinn aur um hver mánaða- mót — en við þurfum líka að kaupa tóbak. Og þóað við keyptum ekkert tóbak, gætum við ekki keypt kol nema svona til hálfs mánaðar. 18 REYKJALUNDUP

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.