Reykjalundur - 01.06.1950, Síða 22

Reykjalundur - 01.06.1950, Síða 22
Vögguvísa. Sofðu litli ljúfur, litli pabbastúfur. Meðan heimur hrjúfur höndum fer um mig, á sveimi sólskinsdúfur svífi kringum þig. Eitt sinn hló mér heimur, handa okkur tveimur jörð og guðageimur gnóleg áttu föng. Nú er heljarhreimur í heimsins Líkaböng. Hjörtur Kristmundsson Sofðu, ljúfur, lengi, ég leik á forna strengi. Aldrei okkar gengi átti langa tíð. Grös á íslandsengi alltaf háðu stríð. Sofðu, sofðu góði, ég svæfi þig í ljóði, fornum íslandsóði, sem á að gæta þín, þótt byltist jörð í blóði og brenni gullin sín. vaknar ljúfur, Ég veit, er þá verður pabbastúfur að flýja um gil og gljúfur með gull og feðratrú, því draumsins fögru dúfur, þær deyja, er vaknar þú. 20 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.