Reykjalundur - 01.06.1950, Side 24
Og lítum svo til þeirra, sem fórnað hafa
fé og starfi utan veggja heilsuhælanna á
síðustu nálega fimrn áratugum. Læknar og
aðrir mannvinir, hundruð og þúsund ó-
breyttra borgara, berklasjúklingar sjálfir,
sveit eftir sveit, hafa ruðzt fram, fórnað fé
og starfi í heilögu stríði gegn þeim óvini,
sem lagði heimilin í rústir á fyrstu áratug-
tnn þessarar aldar; ógnaði heiluin sveitum
og landshlutum.
Á þessu tímaskeiði liafa verið unnin þrjú
meginafrek. Á fyrsta tug aldarinnar er
heilsuhælið á Vífilsstöðum reist. Á þriðja
tug aldarinnar gera Norðlendingar sitt
mikla og snögga átak og reisa lieilsuhælið
í Kristnesi. Og á finrmta tug aldarinnar
ganga berklasjúklingar sjálfir fram fyrir
skjöldu og afreka átaki í berklavörnum með
stofnun Reykjalundar, sem vekur eftirtekt
unr öll Norðurlönd og er, eftir því sem
kunnugt er einsdæmi í sögu berklavarnanna,
lrvar sem leitað er. Og enn ber að sama
brunni um þá menn, sem lrafa orkað öllunr
þessum gífurlegu átökum. Þeir lrafa ómeð-
vitað fylgt lífsreglu Roberts Ingersoll. Þeir
liafa fórnað fé sínu og starfi eins og væri það
visið lauf, en þeir væru eigendur óþrotlegra
skóga. Starf þeirra og hugsjón lrefur verið
gætt aðalsnrarki þess æðsta nrannlegs þroska,
sem Stephan G. Stephanson lýsir: „Að telja
ekki í árum en öldunr, að alheimta ei dag-
laun að kvöldum. Því svo lengist mannsæf-
in mest.“ Því eins og það er víst, að við er-
um öll borin, til þess að lifa lrér skamma
stund og lrverfa síðan af sjónarsviðinu; eins
er það víst, að æfi þess nranns, senr vinnur
fórnarafrek til r aranlegr ar bjargar og bless-
unar öldunr og óbornunr þrýtur aldrei,
lreldur varir senr þáttur og fordæmi í lífi og
starfi óborinna kynslóða.
Tafnvíst er og hitt, að engar hindranir fá
staðizt nrátt kærleikans og fórnfýsinnar í
starfi góðra nranna. Sérlrvert lrugsjónamál,
senr gætt er og stutt slíkunr æðstu eigind-
um mannlegs þroska er ráðið til framgangs.
Þessvegna er fullur sigur í baráttu okkar
fyrir vinnuheinrilinu að Reykjalundi
skamnrt undan. Megi blessun guðs vaka yf-
ir vonum okkar og störfum, veita sjúkunr
heilsubata og okkur öllunr þrek til aukinna
átaka. — Hittumst lreil á næsta þingi.
Störfum 7. þings Sambands íslenzkra
berklasjúklinga er lokið.
Bátur á Vífilsstaðavatni
22
Rf.ykjai.undur