Reykjalundur - 01.06.1950, Page 42

Reykjalundur - 01.06.1950, Page 42
Þnðjfi laifdsþiog T. H. O. Landsþing T.H.O. (Tuberkulöses Hjelpeorganisasjon) í Noregi var að þessu sinni haldið í Trondheim dagana 17.—20. júní. Fulltrúum allra Norðurlandanna á þingi D.N.T.C. var boðið að sitja þingið sem áheyrnarfulltrúar og gestir. Við, sem vorum þarna mættir fyrir S.Í.B.S., notuð- um þetta sérstæða tækifæri til að kynnast sem flestum af hinum glæsilegu fulltrúum norsku samtakanna og störfum þeirra. Við dáðumst að liinum mikla áhuga og liinni almennu þátttöku í störfum þingsins, á- gætri og öruggri fundarstjórn og röggsam- legri afgreiðslu mála á þinginu, og síðast en ekki sízt að hinum ágæta undirbúningi undir þingstörfin og góðri skipulagningu. Okkur varð þegar ljóst, að við gátum margt lært af þessum frændum okkar og hefðum gjarnan viljað dvelja lengur með þeim og kynnast þeim nánar. Þeir menn og konur, senr önnuðust undirbúning þessa þings og stjórnuðu störfum þess, voru áreiðanlega starfinu vaxnir. Þingið hófst á sunnudagsmorgun. Það var haldið í byggingu, sem kölluð er Singsa- Ver Studentarhjem, og bjuggu fulltrúarnir þar líka. Það er stúdentaheimili á veturna, en hótel á surnrin, líkt og Garður hjá okk- ur. Þetta er mjög vistlegt hús, byggt á stríðsárunum. Fyrir framan aðalinngang- inn var komið fyrir fánum Norðurlanda- þjóðanna 5 og blöktu þeir þar meðan þing- ið stóð, sem tákn um norræna samvinnu og bræðralag. Auk þeirra var svo fagurt flagg með merki norsku samtakanna. Síð- asta verk þingsins var svo að draga niður þessa fána. í aðalstjórn T.H.O. voru kosnir: Knud Willock, Oslo, formaður, Karl Halvorsen, Drannnen, varaformaður, Anne Marie Thingstad, Oslo, Björn Hanséen, Oslo og Margit Bakke, Halden. Við erum norskum félögum okkar þakk- látir fyrir boðið og góðar móttökur og við- kynningu, og árnum þeim alls góðs í kom- andi framtíð. Björn Guðmundsson. Haukascn sykehus. Eitthvert glæsilegasta og fullkomn- asta hæli fyrir berklaveika, sem til er í Noregi, enda alveg nýbyggt, hefur starfað tæpt ár. Sviar gáfu til þess efni, sem var að verðmæti um 300 þús. kr. og veittu auk þess tæknilega aðstoð, en alls kostaði liúsið 4,2 millj. krónur. í því eru rúm fyrir 108 sjúklinga, auk vinnustofa, bókasafns, lesstofu o. fl. Efsta hæð hússins, hliðin sem fram snýr, er e. k. veranda eða sól- byrgi, enda er hliðin eintómir gluggar. Allt er húsið mjög vistlegt og rúmgott. Yfirlæknirinn, dr. Bratt, er mjög alúðlegur niaðtir og nýtur rnikils trausts. — B. G. 40 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.