Reykjalundur - 01.06.1950, Blaðsíða 43

Reykjalundur - 01.06.1950, Blaðsíða 43
TILCFNPNa Sannar skopsögur Sigurbjörn Sveinsson skáld var um inargra ára skcið kennari í Vestmannaeyjum. Kenndi liann m. a. krist- in fræði. Mörgum árum eftir að liann hætti við kennslustörfin, mætti hann eitt sinn ungum sjómanni, alldrukknnm, á götu í Eyjum. Pilturinn vatt sér að honum með miklum elskulegheitum, umfaðmaði hann og sagði: „Gamli, góði kennari og vinur; Þegar cg var ungur, kenndir þú mér kristin fræði, elsku vinur. og ég er þér þakklátur fyrir það, að þú gerðir það svo dásamlega, að ég bíð þess aldrei bætur." • Fyrir mörgum árum voru tveir iðnaðarmenn i Vcst- mannaeyjum að koma frá Reykjavfk með Lyru og voru vel þéttir á leiðinni. Skipið lagðist á ytri höfn- ina (Víkina) og farþegarnir flykktust niður i bátinn. Annar Vestmannaeyingurinn var kominn niður ( bát- inn, en liinn missti fótanna í stiganum og steyptist á bólakaf ( sjóinn. Sló þá felmtri miklum á þá, sem á liorfðu og hugðu þeir manninum eigi líf. Brátt skaut honum þó upp við skipshliðina og náði hann handfestu í bátnum. Félagi hans þreif ( hárið á honum með fáti miklu og spurði, hvað eiginlega væri á seyði. „Blessaður, vertu rólegur," svaraði hinn, „ég skrapp bara niður í kjallara eftir meiri snabba." Tók hann að því mæltu whiskípela upp úr rassvasanum, fékk sér einn ómældan og rétti svo vini sínum. • í smábæ einum úti á landi var eitt sinn haldið kveðjusamsæti fyrir gamlan embættismann, sem var ( þann veginn að flytja búferlum ( annað byggðarlag. Voru eingöngu karlmenn í samsætinu og var allfast drukkið. Gerðu menn sér það til skemmtunar m. a. að kasta fram stökum og var brátt svo komið, að allir höfðu ort eitthvað nema Þjóðverji, sem þarna var, en hann hafði verið búsettur i bænum um margra ára skeið og talaði ekki sem bezta (slenzku. Var mjög á hann skorað að yrkja eina vísu. Lét hann loks tilleið- ast, stóð upp og mælti fram vísu þessa: Allir, sem hér eru inni eru nú að skemmta sér. Þegar brennivínið er búinn, fara allir heim til liún. Þótti mönnum ekki vel ríma saman „búinn" og „hún" og höfðu orð á þvi við höfundinn. Tók liann þá upp blað og blýant, sat við skriflir nokkra stund, fór aftur með vísuna og nú var botninn svona: Þegar brennivínið er búinn, fara allir heim til frúinnl • Fyrir mörgum árum fór alþekktur lögregluþjónn hér í bænnm til Hafnarfjarðar með strætisvagni. Rétt hjá lionum sátu tveir Þjóðverjar ásamt Lofti Guðmunds- syni (nú rithöf. og blaðam.), og voru þeir allir þr(r dökkir á brún og brá og sólbrenndir að auk. Þóttist lögregluþjónninn viss um, að þetta væru útlendingar og hcyrði raunar brátt, að þeir tóku að mæla á þýzku. Varð hann þó hissa, er hann lieyrði I.oft tala nokkur orð á íslenzku við mann, sem sat rétt hjá honum. Þeg- ar lögregluþjónninn steig út úr vagninum í Hafnar- firði mætti hann kunningja sínum, sem spurði hann, hvaða kumpánar þetta væru — og átti þá við Loft og Þjóðverjana. „O, þetta eru Þjóðverjar," svaraði hann, „en einn þeirra kann svolítið í íslenzku." • Hinn landskunni hagleiks- og listamaður, Baldvin Björnsson gullsmiður stundaði lengi iðn sina ( Vest- mannaeyjum. Þegar liann fór úr Eyjum, hélt iðnað- armannafélag Vestmannaeyja honum kveðjusamsæti mikið, og var það aðeins fyrir iðnaðarincnn. Mætti Baldvin í samsætið með vini sínum, Sigurbirni Sveins- syni skáldi og kvaðst bjóða honum sem gesti sínum. Gunnar Marel, þjóðkunnur skipasmiður var þá for- maður Iðnaðarmannafélagsins og tók á móti þeim félögum í dyrunum. Kvaðst liann ómögulega geta vcitt Sigurbimi aðgang, þar eð samsætið væri eingöngu fyrir iðnaðarmenn — en ekki fyrir skáld. Varð af þessu stapp nokknrt þarna við dyrnar og lá við vandræðum, Revkjalundur 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.