Reykjalundur - 01.06.1950, Side 48

Reykjalundur - 01.06.1950, Side 48
trúnaðarstörfum fyrir samtök okkar allt til hinztu stundar. Með fráfalli Daníels er því brostinn einn sterkur hlekkur úr sam- takakeðju berklasjúklinga. Daníel var fæddur í Keflavík í Barða- strandasýslu, sonur hjónanna Guðrúnar Ingimundardóttur og Sumarliða Bjarna- sonar. Um fermingaraldur fluttist hann með foreldrum sínum og systkinum, til Reykjavíkur. Hann kvæntist árið 1937, eft- irlifandi konu sinni Nínu Þórðardóttur — Sveinssonar prófessors og konu lians Ellen- ar Sveinsson. Hjónaband þeirra var mjög hamingjusamt, þótt oft drægi dökk ský fyrir sólu, því heilsuleysið hélt innreið sína stuttu eftir að þau stofnuðu sitt eigið heim- ili, og herjaði aftur og aftur, þrátt fyrir marga unna sigra. Við vinir hans og samstarfsmenn hjá S.Í.B.S., og allir berklasjúklingar í heild, minnumst Daníels með miklum söknuði. Við söknum hans góða samstarfs, einlægu og öruggu baráttu fyrir málefnum okkar, hugsjóna hans og glaðværðar. En þyngstur er Jdó söknuðurinn hjá lians elskandi lífs- förunaut. öldruðu móður og öðrum ást- vinum, sem svo mikið hafa misst. Við drúpum höfði í þögulli bæn, og biðjum Guð að blessa minningu hans, og ég trúi því, að við eigum eftir að hittast aftur, pá í landi ódauðleikans, þar sem eilífur dag- ur ríkir. Þar sem blómin ekki fölna fyrir frostrósum, heldur brosa móti okkur mann- anna börnum og bjóða okkur velkomin í land friðarins og kærleikans. Við biðjum Guð að blessa hans elskaða lífsförunaut, öldruðu móður hans og aðra ástvini, en minningu hans heiðrum við bezt með því að breyta eftir orðum skáldsins sem orti: Verjumst, verjumst í stað þess að sýta, verjumst með glæsibrag; berjumst, berjumst gegn dauðanum hvíta, berjumst strax í dag; sverjumst, sverjumst í fóstbræðralag. M. H. ★ Með Daníel Sumarliðasyni er hníginn í valinn einn af beztu og ötulustu mönnum S.Í.B.S. — Maður sem ávallt var reiðubú- inn til starfa þegar um málefni berklasjúk- linga var að ræða. þótt líkamskraftar hans væru ekki ávallt miklir. Þegar ég minnist liðinna ára, er við dvöldum saman á Vífilsstöðum konra fram í huga minn mörg atvik sem mér munu ávallt verða minnisstæð. Minningar um hann, sem hafði í svo ríkum mæli tök á því, að sameina okkur sjúklingana um hin ýmsu liugðarmál, sem efst voru á baugi hverju sinni. Mannkostir hans voru með afbrigðum miklir og félagsþroski hans eigi síður, enda var hann ætíð sjálf- kjörinn forystumaður okkar, og trausti því er við bárum til hans brást hann aldrei. Af lífi og sál vann hann að málefnum okkar til hinztu stundar. Mér er í fersku minni brennandi áliugi hans fyrir allri okkar félagsstarfsemi og kemur mér þá fyrst í huga leik- og útvarps- starfsemin innan hælisins og allur undir- búningur fyrir þá starfsemi. Það voru vissulega ánægjulegar stundir þegar allir lögðust á eitt með að gera sitt bezta og ávallt var Daníel þar fremstur í flokki, því hann var hinn skapandi kraftur. En ekki er mér grunlaust um að hann með eldmóði sínum hafi lagt liarðar að sér en heilsa hans leyfði, enda var sérhlífni ekki að skapi hans. Þannig var Daníel; ávallt sístarfandi að hinum ýmsu hugðarmálum okkar, og þeg- ar verkefnin voru þrotin, þá fann hann ný viðfangsefni, svo alltaf var nóg að starfa og hugsa, og hverjum er það nauðsynlegra en einmitt þeim sem árum saman dvelja 46 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.