Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Mallorca Vikulegt flug í allt sumar Verð frá79.900 kr.* *Flugsæti til Palma – báðar leiðir. VITA – Skógarhlíð 12 – Sími 570 4444 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hjónin Einar Guðmundsson og Ás- dís Svava Hrólfsdóttir frá Bolungar- vík, tryggir áskrifendur Morgun- blaðsins, unnu í gær Volkswagen e-Golf, að verðmæti 4.490.000 kr., í áskrifendahappdrætti Morgun- blaðsins. Dregið var úr nöfnum áskrifenda að viðstöddum fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík. „Þetta er henni að þakka, hún vildi ekki segja Morgunblaðinu upp á meðan við skruppum til Kanarí,“ sagði Einar þegar þau hjónin tóku við lyklunum að vinningsbílnum. Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmda- stjóri Árvakurs hf., hafði þá hringt í Einar fyrr um daginn og tilkynnt honum um vinninginn. „Ég stóð þegar ég fékk frétt- irnar og sagði að ég þyrfti að setj- ast, ég hélt að það væri að líða yfir mig,“ sagði Einar. Ásdísi brá þegar hún heyrði það og óttaðist að eitt- hvað slæmt hefði komið fyrir. Þá sagði Einar henni þau gleðitíðindi að þau hefðu unnið í happdrætti. Einar og Ásdís störfuðu lengi við sjávarútveg og fiskverkun. Ein- ar var til sjós, svo var hann verk- stjóri í frystihúsi Einars Guðfinns- sonar í 20 ár og í þrjú ár hjá Norðurtanganum á Ísafirði. Ásdís vann aðallega í frystihúsi Einars Guðfinnssonar auk þess sem hún vann í verslun um tíma. „Við höfum verið áskrifendur að Morgunblaðinu mjög lengi. Mér finnst það langbesta blaðið. Þess vegna kaupi ég það,“ sagði Einar. Hann sagði að þau hefðu spilað í happdrætti alla ævi, en aldrei fengið nema litla vinninga af og til. „Við höfum unnið í lífsins happ- drætti, við eigum svo stóra fjöl- skyldu. Hún er okkar ríkidæmi,“ sagði Ásdís og Einar tók undir það. Þau eiga sjö uppkomin börn, 19 barnabörn, 15 barnabarnabörn og von er á 16. og 17. barnabarna- barninu. Þrír synir þeirra og tvær dætur búa fyrir vestan og tvær dæt- ur í Kópavogi. Synirnir gera út þrjá báta frá Bolungarvík. Áskrifendahappdrætti Morg- unblaðsins heldur áfram og verður nýr vinningur kynntur til sögunnar næstkomandi föstudag. Tryggir áskrifendur í Bolungarvík unnu Volkswagen e-Golf í áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins „Hélt að það væri að líða yfir mig“ Morgunblaðið/Kristinn Til hamingju Vinningshafarnir Ásdís Svava Hrólfsdóttir og Einar Guðmundsson ásamt Haraldi Johannessen, ritstjóra og framkvæmdastjóra Árvakurs. Dregið F.v.: Rúnar Hreinsson, markaðsstjóri Heklu, Haraldur Johannessen, rit- og framkvæmdastjóri, og Sigurður G. Hafstað, fulltrúi sýslumanns.  Nýr vinningur kynntur næstkom- andi föstudag Velkomin Davíð Oddsson ritstjóri og Magnús E. Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Árvakurs, buðu hjónin velkomin. Eimskipafélag Íslands hefur gengið frá kaupum á þremur lóðum á hafn- arsvæðinu við Grundartanga. Sam- tals eru lóðirnar 22.410 fermetrar. Þá hefur einnig verið gengið frá kaupum á tveimur hafnarkrönum og verður annar þeirra staðsettur á svæðinu þar sem hann mun þjónusta álver Norðuráls. Heildarfjárfesting Eimskips í verkefnunum er um 1,2 milljarðar króna. Hinn kraninn mun leysa af eldri krana á Mjóeyjarhöfn í Reyðarfirði en sá krani verður fluttur til Reykja- víkur þar sem hann mun leysa af Jakann í Sundahöfn á meðan sá krani fer í reglulegt viðhald, áður en hann verður svo sendur til Færeyja til að mæta auknum umsvifum félagsins þar í landi. Kranarnir tveir verða stærstu hafnarkranarnir á Íslandi og eru þeir þeim eiginleikum gæddir að geta lyft tveimur 20 feta gámum samtímis. Við þetta á að skapast hag- ræði við losun lesta og skipa. Kranarnir eru rafknúnir og því umhverfisvænni en eldri olíukranar. Í tilkynningu frá Eimskipafélaginu segir að fjárfestingin í nýju krönun- um sé í samræmi við umhverfis- stefnu félagsins sem miði að því að lágmarka koltvísýringsútblástur í starfseminni. Þá koma kranarnir einnig til með að auka rekstrar- öryggi við losun og lestun skipa fé- lagsins. Eimskipafélagið byggir upp á Grundartanga  Kaupir þar þrjár lóðir  Einnig tvo nýja hafnarkrana Ljósmynd/Eimskip Kranar Báðir nýju kranar Eimskipa- félagsins ganga fyrir rafmagni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.