Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 34
Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 ✝ HermannKristberg Sigurjónsson var fæddur í Lárkoti í Eyrarsveit 27. ágúst 1922. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vestur- lands, Akranesi, 10. febrúar 2015. Hermann var sonur hjónanna Sigurjóns Hall- dórssonar, skipstjóra og út- gerðarmanns, f. 1898, d. 1987, og Bjargar Hermannsdóttur konu hans, f. 1890, d. 1977. Á fyrsta ári fluttist Her- mann ásamt foreldrum sínum og eldri bróður, Pétri Breið- fjörð, f. 1918, d. 2011, frá Lár- koti, þegar foreldrar hans keyptu Norður-Bár í Eyrar- sveit. Yngri bræðurnir tveir fæddust í Norður-Bár, Ágúst árið 1925, og Halldór árið 1926. Þeir féllu frá langt fyrir aldur fram, Halldór árið 1979 og Ágúst árið 1982. Hálfsystur áttu þeir sammæðra, Jensínu Maríu, f. 1909. María giftist og bjó í Færeyjum til dauðadags árið 2003. Sigurjón og Björg tóku þau að sér frænku Guð- nýjar á fyrsta ári, Dagbjörtu Berglindi (Lindu), f. 16. sept- ember 1955, og ólu hana upp sem sína einkadóttur. Her- mann og Guðný bjuggu alla sína búskapartíð í Grundar- firði, lengst af á Eyrarvegi 16. Guðný lést árið 1990. Her- mann bjó síðustu tvö ár ævi sinnar á Dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði. Linda, dóttir Hermanns og Guðnýjar, giftist árið 1974 Þór Geirssyni, f. 1952. Þeirra börn eru Guðný Jóna, f. 1976, Hermann Geir, f. 1979, og Þóra Lind, f. 1984. Eldri dótt- ir Þórs er Ásthildur Dóra, f. 1974, gift Kristófer Sigur- geirssyni og eiga þau tvö börn, Helenu Sól og Örvar Mána. Guðný Jóna er gift Sig- urði Rúnari Samúelssyni. Dóttir Guðnýjar er Birta Björg Alexandersdóttir f. 2000, dætur Guðnýjar og Sig- urðar eru Sunna Björg, f. 2007, og Telma Björg, f. 2009. Hermann Geir er giftur Frey- dísi Bjarnadóttur, börn þeirra eru Breki Þór, f. 2003, Gabrí- el Ómar, f. 2004, og Heikir Darri, f. 2009. Sambýlismaður Þóru Lindar er Ingólfur Rún- ar Jónsson. Útför Hermanns verður gerð frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 21. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. voru Breiðfirð- ingar og Snæfell- ingar og bjuggu alla sína búskap- artíð í Eyrarsveit og þéttbýlinu Grundarfirði. Það gerðu synir þeirra einnig. Hermann lagði ungur stund á sjó- mennsku. Hann lærði vélstjórn og aflaði sér vélstjórnarréttinda veturinn 1941. Hann stundaði sjóinn, réri frá Reykjavík og á bátum föður síns, en í félagi við hann og fleiri keyptu þeir síðan fyrsta Farsælinn árið 1946. Farsælsútgerð Sigur- jóns, sona hans og síðar sonar- sonarins Sigurjóns, varð löng og farsæl. Hermann var lengstum vélstjóri á bátum út- gerðarinnar sem allir báru Farsælsheitið. Frá 1984 stýrði Hermann rekstri útgerðar- innar í landi, uns hún var seld árið 2011. Hermann kynntist Guðnýju Kristjánsdóttur frá Ólafsvík, f. 26. mars 1919, og giftu þau sig 28. júní 1958. Árið 1956 Elsku besti pabbi minn. Það voru forréttindi að fá að alast upp þér við hlið. Ég get ekki hugsað lífið án þín. Við áttum margar góðar stundir saman, öll ferðalögin sem við fórum í. Skemmtilegast var þegar amma Björg kom með, þá sungum við í aftursætinu og þú hlóst að okkur. Hún amma var best. Þú varst duglegur að segja skemmtilegar sögur. Og líka að fara með vísur og svo samdir þú eina og eina. Þegar ég fór að eiga börnin mín þá varðst þú besti afi í heiminum. Þau elskuðu þig út af lífinu. Þegar litlu langafabörnin fædd- ust varðst þú rígmontin og spurðir um þau alla daga, þú varðst að fá að vita hvernig þeim vegnaði. Takk fyrir að vera svona frá- bær, fallegur og góðhjartaður, elsku pabbi minn. Það er sem strengur hafi slitnað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Þín dóttir Linda og Þór. Það hallaði sumri árið 1922 og í útsveitinni fæddist þeim Sigurjóni Halldórssyni og Björgu Hermannsdóttur annar sonur. Fullveldið var tæpra fjögurra ára, jafn gamalt eldri syni þeirra hjóna, Pétri Breið- fjörð, sem fæðst hafði í Lárkoti daginn fyrir fullveldisstofn- unina. Heimsstyrjöld var yfir- staðin, kreppan handan við hornið og sumarið 1922 voru enn 22 ár í stofnun lýðveldis. Engu að síður var ný öld í dög- un. Við erfiðar aðstæður voru Íslendingar í óðaönn að byggja upp atvinnulíf og innviði; að umbreyta samfélagi. Fjölskylda Hermanns átti eftir að verða virkir þátttakendur í þeirri miklu uppbyggingu. Vorið 1923 keyptu Sigurjón og Björg jörðina Norður-Bár og á fyrsta ári sigldi Hermann með fjölskyldu sinni yfir fjörð- inn til nýrra heimkynna í fram- sveitinni. Í Norður-Bár fædd- ust yngri bræðurnir Ágúst og Halldór, nýtt íbúðarhús reis og hagur fjölskyldunnar vænkað- ist. Vegna sjósóknar Sigurjóns varð hlutur Bjargar í uppeldi sonanna drýgri, eins og títt var þá. Engum duldist þó að synina prýddu mannkostir beggja for- eldra. Björg í Bár var eindæma bóngóð, gestrisin, rausnarleg og barngóð. Hermanni syni hennar má lýsa á sömu lund. Sigurjón var rólyndismaður, ákveðinn en tranaði sér ekki fram, miklaðist ekki af eigin gerðum. Þá lýsingu má sömu- leiðis heimfæra á Hermann. Saman ráku Sigurjón, syn- irnir og síðar sonarsonur Far- sælsútgerðina í áratugi. Allir áttu þeir bræður hlut að máli, beint og óbeint. Í eldhúsinu í Oddshúsi í Grafarnesi voru málin rædd og ákvarðanir tekn- ar yfir kaffibolla eða límonaði- glasi, um minni og stærri hluti. Skipin stækkuðu, tækni fleygði fram og afkastageta jókst. Að- staða um borð batnaði og það sama gerði hafnaraðstaða í Grundarfirði. Framlag Far- sælsútgerðar til uppbyggingar í ungri sjávarbyggð var dýr- mætt. Sjósókn og hlutur út- gerðar varð enda ein mikilvæg- asta undirstaða breytinganna sem urðu á íslensku samfélagi á 20. öld. Hermann föðurbróðir minn valdi sjómennskuna að ævi- starfi. Hann var vélstjórinn. Kannski endurspeglar það val hans hvað best persónu hans sjálfs. Vélstjórinn er baka til, niðri í vél og ber ekki mikið á honum. Engu að síður er það undir vélstjóranum komið að skipið sé sjófært og að skips- höfnin geti sinnt sínu starfi. Þannig varð hlutverk Her- manns. Jafnvel þótt hann hafi rúma tvo síðustu áratugina stýrt útgerðinni í landi var nálgun hans hin sama. Hjá Hemma var ætíð stutt í glettnina, hann hafði gaman af góðum sögum og kunni ógrynni af vísum sem hann kastaði fram þegar við átti. Hann var einstakt snyrtimenni og þau hjónin bjuggu sér fallegt heim- ili. Það var líka aðalsmerki þeirra Farsælsmanna að hirða vel um alla hluti. Hemmi var höfðingi heim að sækja og ég furðaði mig oft á því hvernig hann færi að því að eiga alltaf til Nóakonfekt og gos í gleri. Umfram annað var hann þó ljúfmenni og sérlega trygglyndur. Við áttum einlæga og góða vináttu sem ég mat mikils, mörg og dýrmæt samtöl um liðna tíð sem ég mun búa að. Við fjölskyldan sendum Lindu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu góðs drengs. Björg Ágústsdóttir. Ég var unglingur vestur í Grundarfirði, þegar ég kynntist Hermanni í gegnum Lindu vin- konu. Þá strax myndaðist ein- hver ósýnilegur strengur milli okkar, strengur sem aldrei slitnaði. Þvílíkur öðlingur sem hann var. Svo yndislegri mann- eskju er sjaldgæft að kynnast á lífsleiðinni. Í mínum augum var hann gull og gersemi. Aldrei þreyttist Hermann á að fræða mig um ættirnar fyrir vestan, tengja ættartrén okkar og upplýsa mig um skyldleika okkar í gegnum Björgu móður sína og Ólínu ömmu mína. Hermann var mikið snyrti- menni. Það sást á húsi hans og heimili, en ekki síst á bátnum Farsæli, sem mér hefur alltaf fundist fallegasti báturinn í ís- lenska flotanum. Síðustu árin voru Hermanni erfið, þegar hann flutti upp á elliheimili, heilsunnar vegna og komst ekki lengur niður í skemmu að vinna. Fyrir utan fjölskylduna var vinnan honum dýrmætust. Það var fallegt hve vel Linda og Tóti, börnin þeirra og tengdabörn önnuðust hann. Þau umvöfðu hann ást og vænt- umþykju alla tíð. Elsku Linda og Tóti, börn og fjölskyldur, missir ykkar er mikill, ég votta ykkur mína dýpstu samúð við fráfall Her- manns. Hann var gull og gersemi sem ég nú set sem perlu á minningabandið mitt. Rannveig Sigurð- ardóttir (Ranný). Hermann Sigurjónsson Nágranni okkar og vinur, Guðbjörn Bjarni Arnórsson, varð bráðkvaddur á heimili sínu og móður sinnar, Svanfríðar Ingunnar Arnkelsdóttur, í Blá- sölum 22 í Kópavogi 11. þ.m. Svanfríður Ingunn er ættuð úr Húnavatnssýslum en eiginmaður hennar, Arnór Aðalsteinn Guð- laugsson, var af vestfirsku bergi brotinn, fæddur 1912 og dáinn 2003. Guðbjörn Bjarni var stolt- ur af foreldrum sínum og ætt, en áhugi hans á ættfræði og sögu var eitt af því sem einkenndi hann ásamt barnslegri einlægni, tryggð, góðsemi og trúmennsku við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Í fjölbýlishúsum eins og Blá- sölum, þar sem búa jafn margir Guðbjörn Bjarni Arnórsson ✝ GuðbjörnBjarni Arnórs- son fæddist 31. ágúst 1958. Hann lést 11. febrúar 2015. Útför Guð- björns Bjarna fór fram 19. febrúar 2015. og í sumum sveit- arfélögum úti á landi, þarf margs við. Það þarf að fylgjast með bréf- um og öðrum pósti, sem ekki hefur rat- að á réttan stað, leiðbeina gestum og gangandi og fylgj- ast með íbúum og hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Allt þetta innti Guðbjörn Bjarni af hendi með góðvild og um- hyggjusemi sem honum var í blóð borin. Hann var í reynd vörður hússins sem á hverju kvöldi hringgekk húsið og gætti þess að allar dyr væru lokaðar og læstar. Fyrir þetta og annað starf hans varð húsið betra hús og samfélagið þar betra sam- félag. Við leiðarlok þökkum við Guð- birni Bjarna samfylgdina. Við erum ríkari eftir að hafa kynnst honum. Móður hans, systkinum og öðrum ættingjum vottum við samúð við fráfall góðs drengs. Margrét Eggertsdóttir, Tryggvi Gíslason. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR kennari, Þrastarlundi 1, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 27. febrúar kl. 13. . Tryggvi Eyvindsson, Halldóra Tryggvadóttir, Ingólfur Kristinn Einarsson, Eyvindur Tryggvason, Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir, Oddur Björn Tryggvason, Hanna Lillý Karlsdóttir og barnabörn. Okkar ástkæra, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Stóra-Lambhaga, síðast búsett á Höfða Akranesi, lést á sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 18. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 11. . Sigurður Ferdinandsson, Guðrún Matthíasdóttir, Reynir Jóhannsson, Inga Rún Garðarsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir mín og amma, HREFNA HRAFNFJÖRÐ, lést á Landspítalanum mánudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, . Sævar Jósep Gunnarsson, Sigrún Hrefna Sævarsdóttir, Rakel Ýr Sævarsdóttir. Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN VALMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fimmtudaginn 19. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . börn hinnar látnu. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, VILFRÍÐUR GUÐRÚN DAVÍÐSDÓTTIR, húsmóðir og matráðskona, lést á heilbrigðisstofnuninni á Húsavík miðvikudaginn 18. febrúar. . Davíð Þorsteinsson, Birgir Sævarsson, Sylvía Dögg Ástþórsdóttir, Davíð Gunnarsson, barnabörn og bræður. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL GUÐMUNDSSON, fyrrverandi skólastjóri Unnarbraut 10 Seltjarnarnesi lést á Landspítalanum föstudaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. . Unnur Ágústsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Gunnar Þorvaldsson, Lára Pálsdóttir, Sveinn Kjartansson, Ingibjörg Pálsdóttir, Gunnar Hermannsson, Guðrún Pálsdóttir, Þórir Baldursson, Unnur Pálsdóttir, Sigfús Bjarni Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.