Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Thorsil hafði þann 28. maí í fyrra
samið við fyrirtækið Hunter Dou-
glas um sölu á hluta framleiðslu
sinnar. Sá samningur hljóðaði upp
á 67 milljarða til átta ára. Heild-
arvirði þeirra samninga sem nú
eru í höfn nema um 150 milljörðum
króna.
Núverandi eigendur Thorsil eru
Northsil með 68% eignarhlut og
Strokkur Silicon með 32% hlut.
Ekki liggur fyrir hver eignarhlut-
ur þessara fyrirtækja verður þeg-
ar fjármögnun verksmiðjunnar
lýkur en stefnt er að því að heild-
arfjárfesting nemi rúmum 30 millj-
örðum króna og að þriðjungur
þess fjár komi í gegnum nýtt eigið
fé og 20 milljarðar gegnum lánsfé.
Lánsféð verður sótt til íslenskra
og erlendra fjármálastofnana og
þá er nú unnið að því að loka
samningi við framleiðanda þess
tækjabúnaðar sem verksmiðjan
þarfnast. Heimildir Morgunblaðs-
ins herma að útflutningssjóðir í
heimaríki vélaframleiðandans muni
tryggja svokallaða útflutningsfjár-
mögnun og veita hagstæð kjör á
lánsfé.
Íslenskir fjárfestar
Thorsil hefur notið aðstoðar
Arctica Finance við fjármögnun
verkefnisins og á síðustu vikum
hefur kraftur verið settur í að fá
íslenska fagfjárfesta til að fjár-
festa í fyrirtækinu fyrir rúma 10
milljarða króna. Líklegir þátttak-
endur eru m.a. taldir lífeyrissjóðir
og tryggingafélög. Gangi áætlanir
um fjármögnun eftir mun fyrir-
tækið að fullu vera í íslenskri eigu.
Þegar Morgunblaðið leitaði upp-
lýsinga hjá Baldri Stefánssyni hjá
Arctica Finance vildi hann ekki tjá
sig um hvenær fjármögnun verk-
efnisins lyki. „Við erum bjartsýnir
á að þetta muni ganga vel í ljósi
þess hvers eðlis verkefnið er, enda
samspil væntrar arðsemi og tak-
markaðrar áhættu ákjósanlegt. Þá
er kostur að fjárfestum stendur til
boða að fjárfesta fyrir íslenskar
krónur en fyrirtækið mun hins
vegar hafa allar sínar tekjur í er-
lendri mynt.“
Thorsil semur við Dow Corning
Kísilverksmiðja Um 400 manns munu starfa við byggingu verksmiðju Thorsil.
Kaupandinn er stærsti framleiðandi heimsins á vörum gerðum úr kísilefnum
85% framleiðslunnar sölutryggð fyrir 150 milljarða Samið til 10 eða 18 ára
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Dow Corning, stærsti framleiðandi
heims á vörum gerðum úr kísil-
efnum, er samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins það fyrirtæki sem
kísilframleiðandinn Thorsil samdi
við í vikunni um kaup á framleiðslu
fyrirtækisins í væntanlegri verk-
smiðju í Helguvík. Forsvarsmenn
Thorsil hafa hins vegar ekki viljað
gefa upp við hvaða fyrirtæki samið
var. Samningurinn er til næstu 10
ára um árlega sölu á 20 þúsund
tonnum af kísildufti, kísilmálmi og
gjalli.
Eins og fyrr segir er Dow Corn-
ing stærsta fyrirtæki sinnar teg-
undar í heiminum, en tekjur þess á
síðasta ári námu 8.200 milljörðum
íslenskra króna. Samningurinn
hljóðar upp á 75 milljarða króna til
næstu tíu ára en forsvarsmenn fyr-
irtækjanna hafa þó hug á því að
lengja samninginn um 8 ár.
Framleiðslugetan 54 þús. tonn
Með hinum nýja samningi hefur
Thorsil sölutryggt 85% af heildar-
framleiðslugetu verksmiðjunnar í
Helguvík en fullnýtt mun hún
framleiða 54 þúsund tonn á ári.
!"
!
#$$
"#
!"!
##
%#%
" !
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!%
!#
$
#$
#
"#
%%
%
$!""
$
"
#$
"##
!
$"
%%
$!!#
#"
● Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar,
hefur keypt 80.972 hluti í félaginu á
genginu 21,31 dönsk króna, samkvæmt
tilkynningu til Kauphallar í gær. Verð-
mæti viðskiptanna nema tæplega 35
milljónum íslenskra króna. Gengi
Össurar var 21 dönsk króna á kauphöll-
inni í Kaupmannahöfn í lok viðskipta-
dags í gær.
Jón á eftir viðskiptin 539.806 hluti
sem eru að verðmæti rúmlega 226
milljónir íslenskra króna ef miðað er við
gengi félagsins í lok dags í gær. Eftir
fyrrgreind kaup á Jón kauprétt á allt að
1.250.000 hlutum.
Forstjórinn kaupir
fyrir 35 milljónir
í Össuri
STUTTAR FRÉTTIR ...
Það getur reynst erfitt fyrir konur
sem eru með fyrirtæki í rekstri að fá
fjármögnun til að láta fyrirtæki sín
vaxa. Þetta kom fram á fundi um
fjármögnun fyrirtækja kvenna sem
FKA, Félag kvenna í atvinnulífinu,
hélt í fyrradag. Stefanía Katrín
Karlsdóttir, stofnandi og stjórnandi
í Matorku ehf., sem var einn af
frummælendum á fundinum, sagði í
samtali við Morgunblaðið að það
væri tiltölulega auðvelt að fá fjár-
magn í fyrstu skrefum í stofnun fyr-
irtækis en þegar þau ættu síðan að
vaxa þá væri fjármögnun nánast
ekki til.
„Eigið sparifé og smástyrkir er
helsta fjármögnunin á fyrstu skref-
um enda yfirleitt ekki mikil áhætta.
En þegar kemur að því að koma fyr-
irtækinu áfram með fleira starfsfólki
og meiri skuldbindingum þá verður
þetta erfið ganga. Ég kalla þetta
dauðafasann þar sem líkurnar á því
að fyrirtækið nái að vaxa til að kom-
ist á næsta þrep minnka verulega.“
Stefanía sagði að á fundinum hefði
komið fram að erfiðlega gengi að
byggja upp fyrirtæki nema eigendur
skrifuðu undir sjálfsskuldarábyrgð
og að líklegra væri að konur vildu
ekki leggja heimili sín undir sem veð
fyrir rekstrinum þó margar hverjar
hafi gert það.
„Í ljósi þess að flestallir íslenskir
launþegar vinna hjá litlum og með-
alstórum fyrirtækjum ætti að hlúa
betur að því umhverfi þannig að lítil
fyrirtæki geti orðið meðalstór og
meðalstór geti orðið stór. Mörg fyr-
irtækjanna detta fram af bjargbrún-
inni því þau fá ekki tækifæri til vaxt-
ar,“ segir Stefanía.
Ef hins vegar fjármögnun næst
þurfa stofnendur að láta stóran
hluta af félaginu í skiptum fyrir fjár-
magnið og þynna þar með eignar-
hlut sinn verulega. margret@mbl.is
Erfitt að fjármagna vöxt
fyrirtækja í eigu kvenna
Hlúa þarf betur að rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Morgunblaðið/Eggert
Fjármögnun Rætt um fjármögnun
fyrirtækja kvenna á fundi FKA.
Sy ru sson Hönnunar hús
Síðumúla 33
Funi
Staflanlegur
Verð frá ISK 44.800,-
Mikið úrval áklæða og leðurs
Syrusson alltaf með lausnina
Ein þekktasta og eitt sinn stærsta fasteignasala landsins er að hefja
starfsemi á ný!
Um er að ræða fasteignasölu með yfir 20 ára farsæla rekstrarsögu, fast-
eignasalan er mjög vel þekkt um allt land.
Núverandi eigendur, leita að einum til fjórum öflugum meðeigendum, um
er aðræða sölu á um 49% hlutafjár, mjög sveigjanlegir skilmálar og sann-
gjarnt verð. Unnið verður eftir sanngjörnu skiptakerfi og potti, einnig verður
leitast við að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi sem og öflugan jákvæðan
starfsanda og heilbrigða samkeppni.
Æskilegt að nýir hluthafar hafi löggildingu fasteignasala eða hyggst fá sér
slík réttindi fljótlega. Sölusinnaðir einstaklingar kærkomnir.
Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir rétta aðila að vera með í upp-
byggingu góðrar fasteignasölu frá upphafi.
Með allar fyrirspurnir verður farið með sem algjört trúnaðarmál. Áhuga-
samir sendi fyrirspurn sína á netfangið orustustadir@gmail.com.
Ath. öllum alvöru áhugasömum aðilum sem senda okkur nafn, kennitölu, síma
og stutta kynningu á sjálfum sér, verður svarað.
Til sölu hlutafé - meðeigendur óskast:
TÆKIFÆRI
SEM BÝÐST EKKIAFTUR