Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 „Þetta er gamall draumur og menn sýna þessu mikinn áhuga,“ segir Haukur Már Haraldsson, sem er í undirbúningshópi fyrir stofnun Prentsöguseturs, sem nú er að verða að veruleika. Hald- inn verður stofn- fundur Prent- sögusetursins kl. 13 í dag í fund- arsal Lands- bókasafns í Þjóð- arbókhlöðunni. Hópur áhuga- fólks hefur und- anfarin misseri kannað mögu- leika á að setja á stofn safn eða setur til að halda á lofti þróun prentlistar á Íslandi, frá stofnun prentsmiðjunnar á Hólum í Hjalta- dal fyrir miðja sextándu öld til dagsins í dag. Á kynningarsíðu hafa nú liðlega 150 einstaklingar lýst áhuga sínum á þessu verkefni. Starf þessa hóps hefur nú leitt til þess að talið er tímabært að stofna formlega Prentsögusetur, sem ætlað er að gera skil þróun í setningu, skeytingu, prentun og bókbandi, þ.e.a.s. prentverki og bókagerð. Haukur Már segir að nú sé búið að útvega húsnæði fyrir Prentsögusetrið á Eyrarbakka, í gamla frystihúsinu og verður setr- ið hluti af annarri starfsemi. Þar er nú í gangi uppbygging húsnæð- isins fyrir fjölbreytta starfsemi, sem er ekki síst miðuð við ferða- menn. Á Haukur Már von á að þar geti allt verið tilbúið eftir eitt og hálft til tvö ár. Væntanlegt Prent- sögusetur verði þannig hluti af lif- andi og ferðamannamiðaðri starf- semi, í samvinnu við verkefnið Bókabæirnir austan fjalls og aðra starfsemi. Markmið og framtíðarsýn þeirra sem unnið hafa að málinu gera ráð fyrir aðstöðu til fræðslu- og rann- sóknarstarfa og að í setrinu verði notuð fullkomin tækni til að sýna verklag og þróun. Mun Björn Björnsson sýna ýmsa möguleika til þess á stofnfundinum í dag. Hauk- ur Már segir að í safninu megi m.a. sýna mörg gömul tæki og verkfæri sem hafa verið varðveitt en menn séu ekki síður með í huga að geta sýnt prentgripina. „Segja má að þetta sé saga bókarinnar sem byrjar með prentsmiðjunni á Hólum um 1540,“ segir hann. omfr@mbl.is Gamall draumur verður að veruleika  Prentsögusetur stofnað í dag Haukur Már Haraldsson Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Vegurinn hefur verið stofnbraut í rúm 50 ár. Það hefur ekkert breyst og er ekkert að fara að breytast,“ segir Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni, en nýverið skiluðu íbúar við Mosfellsdal mótmælum á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar þar sem áformum Vegagerðarinnar, um að Þingvallavegurinn verði stofnbraut til fram- tíðar, var mótmælt. Jóhann Bjarni segir að umgjörðin sé að breytast en ekki vegurinn. Deilur vegna Þingvallavegar hafa verið ára- tugalangar og sáttatónn lítill hjá íbúum sem vilja helst losna við veginn. Jarðvegur fyrir samvinnu Nú er hinsvegar byrjað að setja deili- skipulag á blað og er verið að undirbúa jarðveginn fyrir samvinnu Vegagerðarinnar og íbúa. „Þannig að framtíðarsýnin sé sam- eiginleg,“ segir Jóhann Bjarni. Þingvalla- vegur hefur lengi verið í umræðunni og hafa íbúar í Mosfellsdal aldrei tekið veginn í sátt. Hafa þeir kvartað yfir að þarna sé mikill hraðakstur stundaður og að gestir landsins sem ætla að skoða Gullna hringinn fari í gegnum dalinn. Ein tillagan snýr að því að fá hraðahindrun í dalinn. „Það er algjör neyðaraðgerð eins og er til dæmis í gegnum Borgarnes. Þar var enginn önnur lausn en fyrst og fremst er þessi veg- ur án hraðahindrana vegna neyðarbíla – að þeir geti ekið án hindrana.“ Hann bendir á að hringtorg komi til greina nálægt gatna- mótunum við Gljúfrastein. „Það er ofarlega í forgangslistanum að setja hringtorg þar sem er stór þvervegur sem liggur að nokkrum heimilum. Hring- torg væri heppilegt til að ökumenn áttuðu sig á því að þarna er verið að koma inn í öðruvísi byggð,“ segir Jóhann Bjarni. Hringtorg en ekki hraðahindrun Morgunblaðið/Ómar Mótmælt Íbúar í Mosfellsdal mótmæla hraðakstri um dalinn árið 2013. Morgunblaðið/Ernir Hámark Í dalnum er 70 kílómetra hámarkshraði sem sjaldan er virtur að sögn íbúa. Nú skiptir hvert kíló máli Sími: 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is 15% afsláttur af tauferðatöskum Ítarlegar upplýsingar á drangey.is/ferdatoskur SEPP St. 42cm ED St. 38cm SAGGO St. 37cm OM St. 35cm Við borðum áhyggjurnar þínar! ÁHYGGJUÆTUR NÝTT POLLI St. 42cm FLINT St. 33cm Fæst í Hagkaup www.nordicgames.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.