Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 52. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sváfu á uppblásnum dýnum 2. Hörmuleg mannleg mistök 3. Gaf barninu ekki brjóstamjólkina 4. Langaði aldrei að verða sjúklingur  Kvikmyndahátíðin Stockfish er nú hafin í Bíó Paradís. Þess má til gam- ans geta að þegar hátíðinni lýkur fer kvikmyndin Flugparken inn í verk- efnið Stockfish kvikmyndahátíð á hjólum, Stockfish on the road, og verður hún þá sýnd í kvikmynda- húsum á landsbyggðinni. Flugparken á ferð og flugi um landið  Alls 625 nem- endur, aðallega úr leik- og grunn- skólum Kópavogs, tóku þátt í nýrri fræðslu- og upp- lifunarsýningu í Gerðarsafni í byrj- un árs, Stúdíó Gerðar. Sýning- unni lýkur á morgun en í dag, frá klukkan 14 til 16, fer fram vinnu- smiðjan Skúlptúrgarðurinn sem er sérstaklega sniðinn fyrir börn á aldr- inum 8 til 12 ára og fjölskyldur þeirra. Sýning og vinnu- smiðja í Gerðarsafni  Í kvöld verður efnt til listgjörninga á Dansverkstæðinu við Skúlagötu í Reykjavík en þar munu Ragnar Ísleif- ur Bragason, Kristín Anna Valtýsdótt- ir, Ugla Egilsdóttir, Karl Ágúst Þor- bergsson og Steinunn Ketilsdóttir flytja sólógjörninga. Viðburðurinn ber nafnið Súper Sóló Nights og er þetta í fjórða skiptið sem hann er haldinn. Húsið verður opn- að klukkan 20 og gjörningarnir hefjast klukku- tíma síðar. Sólógjörningar á Dansverkstæðinu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austanátt seinnipartinn. Austan 13-20 og snjókoma á sunnanverðu landinu seint í kvöld, en mun hægari og þurrt norðan- og austanlands. Á sunnudag Austan og norðaustan 18-23 m/s og víða snjókoma, en 13-18 og él á NA- verðu landinu. Hiti frá frostmarki syðst, niður í 10 stiga frost í innsveitum NA-lands. Á mánudag Norðan 10-18 m/s, en 18-23 austast framan af degi. Þurrt á S- og SV-landi, annars snjókoma eða él. Frost 0 til 10 stig, mildast við suðausturströndina. ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson á ágæta möguleika á að verða í hópi þeirra fimmtán sjöþrautarmanna sem boðin verður þátttaka í Evr- ópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fer í Prag um aðra helgi. Einar fékk 5.862 stig í sjöþrautarkeppni sem lauk í Laugar- dalshöllinni í fyrrakvöld og bætti ár- angur sinn um 156 stig. »4 Einar Daði á ágæta möguleika Útilokar ekki að spila fyrir Ísland Bikarúrslitaleikirnir í körfubolta fara fram í Laugardalshöllinni í dag. Þar mætast Keflavík og Grindavík í kvennaflokki og síðan Stjarnan og KR í karlaflokki. Bjarni Þór Magnússon segir að hvorki KR né Stjarnan hafi sýnt stöðugleika undan- farið en ef bæði spili af eðlilegri getu eigi KR að vinna. Andri Þór Krist- insson segir erfitt að spá um leik Keflavík- ur og Grindavíkur en Keflavíkurliðið sé þó líklegri aðilinn. »2-3 Bikarúrslitin í Laugar- dalshöllinni í dag Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Unnur Guðjónsdóttir á margar ferð- ir að baki til Kína undanfarna áratugi og á morgun opnar hún Kínasafn sitt völdum gestum en safnið verður síð- an opið almenningi um helgar frá og með næstu helgi auk þess sem hægt verður að panta tíma fyrir hópa á virkum dögum. Í ferðum sínum til Kína hefur Unnur sankað að sér kínverskum munum. Á menningarnótt fyrir nokkrum árum var hún með opið hús á Njálsgötu 33 í Reykjavík, þar sem hún býr. Hún segir að þá hafi fólk haft á orði að heimilið væri eins og safn. Hún segist aldrei hafa litið sitt kínverska heimili slíkum augum, en þegar hún keypti bakhúsin fyrir um þremur árum og byrjaði að gera þau upp hafi hugmyndin öðlast líf. „Þar sem var byggt hesthús 1908 er nú fyrsta Kínasafn landsins,“ segir hún. Áhugi Unnar á Kína á sér langa sögu. Þegar hún var í dansháskóla í Svíþjóð kom gestakennari frá Kína og kenndi nemendunum Tai-Chi. Draumur að veruleika Hún heillaðist af þessari kínversku leikfimi og einsetti sér að fara til Kína. Hún útskrifaðist 1967 og 1983 varð draumurinn að veruleika. Hún fór svo í annað sinn til Kína 1991, stofnaði Kínaklúbb Unnar 1992 og síðan þá hefur hún farið með hópa ár- lega til Kína, samtals með yfir 500 manns. 36. ferðin verður í júní og 37. ferðin í ágúst á þessu ári. Unnur segir að listfengi Kínverja sé sérstakt. „Þetta eru svo miklir listamenn og þeir búa til svo fallega hluti,“ segir hún. „Ég hef líka gaman af Kínverjum, því þeir eru svo líkir okkur.“ Til útskýringar segir hún að þeir séu í senn hranalegir og vin- gjarnlegir og kunni sig ekki alltaf. Fjöldi muna er í safni Unnar, með- al annars stór lokrekkja, rúmlega 200 ára gömul. Unnur keypti hana í Kína fyrir um tveimur árum og seg- ist hafa mikið dálæti á henni, enda bæði sérstök og dýrmæt. „Yfirsmið- urinn hjá mér sagði að ég ætti kannski að skipta um skrá eftir að lokrekkjan kom í hús,“ segir hún og bætir við að hún leggi upp úr því að eiga vandaða hluti. „Ég vil bara sýna það albesta sem þeir geta búið til.“ Unnur segir að sérfræðingar hafi látið vel af safninu og hún voni að með þessu framtaki geti hún opnað augu almennings fyrir kínverskri list. „Þetta er nýr heimur og sér- staklega áhugaverður fyrir börn og unglinga,“ segir hún og leggur áherslu á að skólar geti pantað tíma fyrir heimsóknir nemenda. „Ég lét jafna lóðina og fjarlægja þröskulda þannig að hér er líka aðgengi fyrir fólk í hjólastólum frá gangstéttinni inn í salinn.“ Kínasafn í gömlu hesthúsi  Unnur Guðjóns- dóttir opnar húsið fyrir almenningi Morgunblaðið/RAX Dýrgripur Unnur Guðjónsdóttir hefur sérstakt dálæti á kínversku lokrekkjunni í safninu. Munir Á safninu eru flíkur og útskurður, m.a. krakkar í feluleik. Leynist framtíðarleikmaður fyrir íslenska kvennalands- liðið í fótbolta í norska bæn- um Klepp? Þar spilar María Þórisdóttir með liði staðar- ins í norsku úrvalsdeildinni, undir stjórn Hafnfirðingsins Jóns Páls Pálmasonar. Hún leikur nú með norska 23 ára landsliðinu en útilokar ekki að gefa kost á sér í A- landslið Íslands ef eftir því yrði leitað. »1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.