Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015
✝ Gylfi Helgasonfæddist á Hlíð-
arenda í Reykjavík
30. október 1942.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu á Hellisbraut 2
á Reykhólum 6.
febrúar 2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Helgi
Jónsson, f. 7. maí
1894, d. 7. apríl
1971 og Sigrún Ásmundsdóttir,
f. 4. júní 1904, d. 11. maí 1981.
Systir Gylfa var María Elísabet,
f. 12. júní 1934, d. 15. ágúst
1984. Maður hennar var Har-
aldur Einarsson og áttu þau
fjögur börn.
Eftirlifandi eiginkona Gylfa
er Ósk Jóhanna Guðmunds-
dóttir, f. 4. mars 1946. Börn
þeirra eru 1. Halla Sigrún, f. 3.
maí 1976, maki Björn Kristján
Arnarson, börn þeirra eru
Sandra Ósk, f. 2000, og Björn
Gylfi, f. 2006. 2.
Helgi Freyr, f. 1.
desember 1980, og
3) Una Ólöf, f. 20.
nóvember 1984,
maki Björn Ragnar
Lárusson, börn
þeirra eru Hrafn-
kell Máni, f. 2004,
og Hafdís Birta, f.
2008.
Gylfi kom til
Reykhóla árið 1974
þegar Þörungavinnslan var í
undirbúningi og settist þar að
með fjölskyldu sinni árið 1977.
Árið 1983 varð hann stýrimaður
á Karlsey, skipi verksmiðj-
unnar, og síðan skipstjóri frá
1985 til starfsloka árið 2009 eða
í nærri aldarfjórðung.
Útför Gylfa fer fram frá
Reykhólakirkju í dag, 21. febr-
úar 2015, kl. 14. Minningar-
athöfn fór fram frá Friðriks-
kapellu á Hlíðarenda í gær,
föstudag.
Móðurbróður minn, Jón Gylfi
Helgason, hefur kvatt þessa
jarðvist og það eru sorgartíðindi
fyrir okkur sem hafa orðið þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að vera með-
reiðasveinar hans. Gylfi var bara
ekki frændi, hann var frændinn
ásamt því að vera vinur og vel-
gjörðamaður. Það bar aldrei
skugga á samband okkar né fór
styggðaryrði á milli okkar þann-
ig að ég muni. Mínar fyrstu
minningar af Gylfa voru þegar
hann, sem ungur maður á síðu-
togaranum Ingólfi Arnarsyni,
kom af sjónum heim í litla
Skerjó og með honum skips-
hundurinn Móri. Móri var ávallt
á undan heim og kom þangað
löngu eftir að Gylfi hætti á Ing-
ólfi. En það voru ekki bara mál-
leysingjar sem sóttu í félagsskap
Gylfa, en leitun var að jafn mik-
illi barnagælu og honum. Gylfi
gaf sér alltaf tíma til að spjalla
við börnin og á þeirra forsend-
um. Ég veit að barnabörnin hans
munu sárt sakna afa síns einmitt
af þessari ástæðu. Litli Skerjó
var þá ævintýraheimur og þar
ólst Gylfi upp og þaðan komu
hans nánustu vinir sem hann
hélt sambandi við á meðan lifðu.
Þegar Gylfi ólst upp var litli
Skerjó sem þorp í miðri Vatns-
mýrinni sem myndaðist þegar
flugbrautin klauf Skildinganes.
Það var ekki bara flugvöllurinn
sem skapaði ævintýralegt um-
hverfi heldur líka Tívolí og
braggabyggðin umhverfis. Til
eru margar skemmtilegar frá-
sagnir af þeim félögum Gylfa,
Gesti og Gulla sem brölluðu
margt saman í Skerjafirðinum á
sínum ungdómsárum. Gylfi var
mikill áhugamaður um bók-
menntir og þar skipaði ljóðalist-
in stærstan sess og ég fæ honum
seint þakkað fyrir að hafa kveikt
hjá mér áhugann á snillingum
eins og Davíð Stefánssyni,
Steini Steinar, Erni Arnar og
fleirum, Gylfi fór aðra leið en
flestir því hann flutti af mölinni
og í sveitina. Í byrjun var hann í
sumarstörfum í Króksfjarðar-
nesi en síðar vann hann við upp-
byggingu á þörungarverk-
smiðju á Reykhólum. Gæfan
bankaði á dyr þegar Gylfi
kynntist Hönnu sem á ættir að
rekja vestur og þá varð ekki aft-
ur snúið. Reykhólar urðu þeirra
heimabær og bjuggu þau flest
árin í læknishúsinu þaðan sem
hægt er að njóta ægifegurðar
Breiðafjarðar út um stofuglugg-
ann. Breiðafjörðurinn hefur í
gegnum aldirnar verið matar-
kista en um 1970 höfðu menn
komið auga á nýja auðlind í firð-
inum og sú var í formi sjávar-
gróðurs, Gylfi fór aftur á sjó en í
þetta skipti til að ná í þara. Gylfi
var skipstjóri á Karlseynni frá
1985 og þar til hann hætti að
vinna fyrir fimm árum.. Það var
yndislegt að heimsækja þau og
markmiðið var að koma a.m.k.
einu sinni að sumri. Okkur
mættu alltaf opnar dyr og það
var alltaf eins og að koma heim
að koma til þeirra. Síðustu árin
var oft rólegra í stóra húsinu því
börnin þrjú voru flutt suður en
ef þau voru á staðnum með
maka og börn var Gylfi í essinu
sínu. Það var mér alltaf ómæld
ánægja að hitta frænda og
spjalla við hann. Gylfi var spjall-
ari af guðs náð, hann talaði við
alla og fann alltaf eitthvað sam-
eiginlegt til að spjalla um og oft-
ar en ekki var það þjóðlegur
fróðleikur, tónlist eða þjóðmál.
Gylfi var heiðarlegur, góður og
einstaklega glaðlyndur maður
sem ég og mín fjölskylda mun-
um sakna sárt.
Ég hugsa hversu ljúft það
yrði, þegar maður stígur út á
þann brautarpall sem eimreið ei-
lífðarinnar skilar manni að lok-
um, að gripið yrði utan um mann
og slegið þéttingsfast á bakið og
kunnugleg kveðja bærist manni:
Sæll frændi, gott að sjá þig.
Einar Gylfi Haraldsson.
Gylfi Helgason svili minn er
látinn. Ég kynntist Gylfa í upp-
hafi níunda áratugarins þegar
ég kom fyrst vestur að Gröf í
Þorskafirði. Fyrstu árin voru
aðalsamskipti okkar á haustin,
þegar við smöluðum fé saman
ásamt Guðmundi tengdaföður
mínum, Gísla mági, Sverri svila
og fleirum. Eftir smölun var oft
glatt á hjalla og spjallað mikið
við eldhúsborðið í Gröf. Komu
þá stundum þeir Samúel í
Djúpadal og Páll í Múla.
Gylfi var lengi skipstjóri á
Karlsey, skipi Þörungavinnsl-
unnar á Reykhólum, en til að
öðlast þau réttindi var hann um
stundarsakir í námi í Reykjavík
og þá kynntist ég honum betur.
Þá aðstoðaði ég hann annað
slagið í algebru. Gamlar sögur
um sjómennsku, uppvaxtarár
hans í Skerjafirðinum og alls-
konar annarskonar spekúlering-
ar og vangaveltur voru stundum
ofar í huga hans en algebran.
Heimili Gylfa og Hönnu mág-
konu stóð okkur Dísu allaf opið.
Margar góðar stundir áttum við
Gylfi fyrir vestan húsið þeirra á
Hellisbrautinni, þar sem við gát-
um virt fyrir okkur kvöldsólina
setjast í vestrinu. Þá spurði ég
hann stundum hvað fjöllin hétu
sem sæjust í vestri, en aldrei gat
ég lagt það á minnið, enda er ég
að norðan, frá Akureyri, þar sem
engin fjöll sjást í vestri nema í
mesta lagi eitt.
Bestu stundir okkar Gylfa
voru fyrir sunnan gaflinn í Gröf,
þar sem hann hafði komið upp
ofni (kamínu) úr bobbingi til að
hita okkur á síðkvöldum. Þar
sátum við og spjölluðum saman
á sumrin og haustin og ekki síst
á „Grafardaginn“ um verslunar-
mannahelgina ásamt skyld-
mennum, mökum, börnum og
barnabörnum og stundum ýms-
um gestum. Þeirra stunda með
Gylfa mun ég koma til með að
sakna mjög.
Blessuð sé minning Gylfa
Helgasonar.
Gunnlaugur Pétursson.
Í dag er kær vinur minn
kvaddur, sem svo skyndilega var
burt kallaður langt um aldur
fram frá fjölskyldu sinni, ætt-
ingjum og vinum.
Gylfi Helgason hefur tengst
okkur fjölskyldunni frá Króks-
fjarðarnesi í svo mörg ár, að við
höfum ætíð talið hann hluta af
fjölskyldu okkar.
Hann kom fyrst ungur að ár-
um og var í sveit hjá Bjarneyju
ömmu. Hann hélt tryggð við
fólkið og sveitina og dvaldist
mörg sumur í Nesi og vann við
ýmis störf. Gylfi var einnig mörg
sumur hjá Þuríði föðursystur
minni á Staðarfelli og var kapp-
samur og duglegur hvort sem
var við heyskap, selveiðar eða
hvað sem gera þurfti. Alltaf ríkti
mikil hlýja og vinátta á milli
þeirra, frænku minnar og hans.
Gylfi stundaði einnig sjóinn á
sínum yngri árum og var um
tíma háseti á togaranum Ingólfi
Arnarsyni. Margar og skemmti-
legar sögur heyrði ég frá tog-
araárum hans, enda var Gylfi
einstaklega skemmtilegur frá-
sagnarmaður og alveg stál-
minnugur.
Lengst af bjó Gylfi ásamt
Hönnu eiginkonu sinni og börn-
um á Reykhólum. Hann starfaði
við Þörungaverksmiðjuna og var
stýrimaður og síðar skipstjóri á
skipi verksmiðjunnar, Karlsey.
Það hlýtur að hafa verið mikið
vandaverk að stýra Karlsey milli
allra þeirra óteljandi skerja sem
eru á Breiðafirði, en alltaf sigldi
hann farsællega heim í höfn að
lokinni söfnun á þangi.
Gylfi var einstakt ljúfmenni,
svo barngóður og gamansamur
að öll börn hændust að honum
þó að ókunnug væru. Hann var
dálítið forn í hugsun og hafði
gaman af því að rifja upp liðna
tíð, fara yfir gamlar myndir og
segja manni frá liðinni tíð. Hann
var hafsjór af fróðleik og hafði
ég mjög gaman af að sitja með
honum og fara yfir þessa hluti.
Við starfslok festi Gylfi kaup
á gamla kaupfélagshúsinu í
Nesi, bæði til að forða því frá
niðurníðslu og til að finna því
eitthvert verkefni. Þetta var
örugglega meira af hugsjón en
gróðavon sem lýsir honum vel.
Eftir veikindi sem hann glímdi
við varð því miður lítið úr áætl-
unum hans. Eins og hann orðaði
það sjálfur þá gekk hann ekki á
öllum eftir þau veikindi.
Gylfa langaði mikið til að
eignast íverustað á suðrænum
slóðum og dvelja í hlýju og góðu
loftslagi og eyða þannig elliár-
unum. Þessi draumur hans rætt-
ist því miður ekki, en vonandi er
hann nú kominn á hlýjan og góð-
an stað og líður vel.
Ég vil þakka Gylfa fyrir vin-
áttu og tryggð í gegnum árin og
við Rannveig sendum Hönnu,
börnum og barnabörnum hans
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Gylfa
Helgasonar.
Bjarni Ólafsson frá
Króksfjarðarnesi.
Gylfi Helgason
Fleiri minningargreinar
um Gylfa Helgason bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
✝ Margret ErnaHallgrímsson
fæddist í Reykjavík
13. október 1953.
Hún lést 6. febrúar
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur Hall-
grímsson, stór-
kaupmaður og
ræðismaður Írlands
á Íslandi, f. 24.8.
1921 á Siglufirði, d.
21.5. 1968, og Þórunn Guð-
mundsdóttir, húsfreyja í Reykja-
vík f. 29.9. 1922 í Reykjavík, d.
18.8. 2003.
Margret Erna var yngst af
þremur systkinum: Bróðir henn-
ar er Guðmundur Hallgrímsson
verslunarmaður, f. 16.6. 1946,
eiginkona hans er Inga Sigríður
Guðbergsdóttir. Systir hennar
var Sigríður Þór-
unn Hallgrímsson,
fædd 24.6. 1948,
hún lést af slysför-
um 17.9. 1967.
Eftirlifandi eigin-
maður Margretar
er Friðgeir Bjarni
Skarphéðinsson við-
skiptafræðingur, f.
24.7. 1960. Sonur
þeirra er Ríkharður
Friðgeirsson, f.
24.2. 1992, unnusta hans er Eva
Rós Sverrisdóttir, f. 4.9. 1991.
Friðgeir á af fyrra sambandi
Höllu Rán Friðgeirsdóttur, f.
18.6. 1980, eiginmaður hennar er
Hallfreður Ragnar Björgvinsson.
Þau eiga Anítu Mjöll, f. 2006, og
Loga Snæ, f. 2006.
Útför Margretar fór fram í
gær, 20. febrúar 2015.
Hún minnti á Marilyn Monroe,
talaði seiðandi röddu og lygndi
aftur augunum, konan sem gaf
mér sápu og konan sem gaf mér
blóm, sápu úr rósum og blómum
sem uxu í álfheimum, og hún vildi
vera vinkona mín en nú er ég að
bera kistuna hennar, hún sem var
búin að bjóða mér í tígrisrækjur
og hvílíkt borð hún hefði lagt á,
hvítan dúk, silfurhnífapör og
kristalsglös og svo hefði hún
hlegið þessum kisulega hlátri og
sýnt mér þessa aðdáun, hún vildi
vera vinkona mín og við vorum
kannski báðum jafn einangraðar,
ég veit það ekki, en nú rétti ég út
höndina til hennar. Hún dó eina
nóttina, hún var líka alltaf svo
veik, þótt hún mætti alltaf á fund-
inn og færi út að ganga með
hundinn, alltaf svo veik svo ég
skildi ekki hvernig hún gat hringt
í mig daglega og lesið fyrir mig
ljóð, og það voru sko ekki veik
ljóð, þau voru hraust, þessi ljóð
voru hraustleikamerki, fyndin,
sterk, birtu heim á sínum eigin
forsendum, heim sem enginn
annar átti en hún Greta. Og ef ég
ætti að lýsa henni eða heiminum
hennar í einu orði þá er það: Ilm-
andi, hvort sem það voru sápa,
rósir eða ljóð.
Elísabet Kristín
Jökulsdóttir.
Leiðir okkar Gretu lágu fyrst
saman þegar við vorum 18 ára í
London. Greta var þá að læra
hraðritun og mig vantaði stað til
að búa á. Greta var fljót að bjóða
mér að deila íbúð með henni og
öðrum stelpum sem ég og þáði.
Greta var afar fögur og sterkur
persónuleiki, uppalin í höfuð-
borginni. Hún var mikil heims-
dama og hafði þróað með sér
smekk fyrir öllu því sem fagurt
er. Í London skoðuðum við lista-
söfn og hún opnaði augu mín fyrir
hinum ýmsu lystisemdum borg-
arinnar. Vinátta okkar átti eftir
að endast allt þar til hún kvaddi
jarðlífið eftir stutt en hörð veik-
indi.
Þegar mín góða vinkona er
horfin reikar hugurinn til baka og
minnist ég þeirra stunda þegar
við hittumst á Öldugötunni ungar
og fjörugar, mamma hennar bauð
oft í mat og átti ég ekki orð yfir
hve allt var fallegt hjá þeim, ég
hafði aldrei séð annað eins. Greta
kynnti mig líka fyrir klassískri
tónlist og löngum stundum sátum
við í herberginu hennar og hlust-
uðum á píanókonserta Rachman-
inoffs og sötruðum martíní, oft lá
leiðin síðan út á hið ljúfa líf. Leið-
ir okkar skildi um tíma er ég fór
til útlanda en Greta fór aftur til
London til að mennta sig frekar,
síðar til Parísar og Lúxemborgar.
Tungumál lágu vel fyrir Gretu.
Við eignuðumst okkar fjöl-
skyldur og fylgdumst vel hvor
með annarri þótt landsfjórðungar
skildu okkur að. Greta var alla tíð
mikill listunnandi og var vel að
sér í listasögu og bar heimili
hennar þess vitni en þar var hvert
smáatriði þaulhugsað. Hún stóð
alltaf þétt við hlið eiginmanns
síns og það var aðdáunarvert
hvað þau gerðu úr lífi sínu. Þau
ferðuðust mikið til útlanda litla
fjölskyldan og er mér sérstaklega
minnisstæð ferðin sem þau fóru
saman til Parísar. Lengi mun ég
muna þegar hún hringdi í mig
þegar heim var komið og átti ekki
til orð yfir hótelið sem Baddi og
Rikki höfðu valið. Baddi gat alltaf
komið henni á óvart í utanlands-
ferðunum, hann gaf henni falleg-
ustu gjafir og hún var svo einlæg
og ástfangin þegar hún deildi
með mér ferðasögunni. Ég sé
hana fyrir mér í París heimsdöm-
una með stóru sólgleraugun,
barðastóra hattinn, alltaf svo
klassísk til fara, talandi mál inn-
fæddra.
Greta elskaði fallega hluti og
hóf innflutning á töskum, slæð-
um, peysum og fleiru. Hún þráði
að stofna sitt fyrirtæki og gerði
það í nokkur ár. Það voru dásam-
lega fallegar vörur sem hún flutti
inn.
Ég kveð þig kæra vinkona og
hugsa til allra kaffibollanna sem
við drukkum saman og þú að
leggja englaspilin sem voru aldrei
langt undan. Það var alltaf falleg
og góð spá sem ég fékk og núna
ert þú fallegasti engillinn.
Ég votta Badda og Rikka og
fjölskyldu og einnig Siggu og
Garðari vinum þeirra í Svíþjóð
mína dýpstu samúð, missir ykkar
er mikill.
Þín vinkona
Stefanía Erlingsdóttir.
Samferða í lífinu vorum við
Margrét slíkar vinkonur að hitt-
ast af og til í okkar fámenna þjóð-
félagi. Margrét mun í minning-
unni vera mér slík sem kynni
okkar bar að og með þeim hætti.
Í leikritinu Gullna hliðinu eftir
Davíð Stefánsson og undir leik-
stjórn Lárusar Pálssonar, sem
sett var upp í Þjóðleikhúsinu 1965
og gekk í 52 sýningar við almenna
hylli áhorfenda, vorum við nokkr-
ar stúlkur úr ballettskóla Þjóð-
leikhússins sem Colin Porter
æfði.
Madonnuna og friðarfrúna lék
Sigríður Þorvaldsdóttir, leikkon-
an fagra, og annaðist hún okkur
af stjúpmóðurkærleik og velvild.
Tiplandi danssporin okkar inn á
sviðið undir tónlist og stikkorðum
komum við drengja-táturnar.
Leikrænar uppstillingar, einkum
okkar stúlknanna, voru helgi-
myndalegar og við höfðum
blómakrans á enninu, vorum í
léttum kirtlum með siffonvængi
og leiktjöldin voru eins og glans-
myndir í kristilegri einlægni
bænarinnar. Þannig mun vinkona
mín Margrét alltaf vera uppstillt
og máluð í minningunni. Hvíl í
Jesú friði.
Edda Geirsdóttir.
Margret Erna
Hallgrímsson
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
Innilegar þakkir, elsku ættingjar og vinir,
fyrir ómetanlegan stuðning og samhug
vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
ÁSGEIRS MARKÚSAR JÓNSSONAR
flugvirkja,
Bugðutanga 5,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir viljum við færa Eiríki Jónssyni yfirlækni, Óskari
Þ. Jóhannssyni krabbameinslækni, Kolbrúnu E. Sigurðardóttur
hjúkrunarfræðingi og öðru starfsfólki Landspítalans við
Hringbraut sem annaðist hann af einstakri umhyggju í
veikindum hans. Félagsfólki í KFUM og KFUK, Gídeonfélaginu
og stjórn Vatnaskógar eru einnig færðar þakkir ásamt sr. Jóni
Dalbú Hróbjartssyni, kórfélögum hans í Karlakór KFUM og
stjórnandanum Laufeyju Geirlaugsdóttur.
Guð blessi ykkur öll og launi ríkulega.
.
María Marta Sigurðardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Ástkær móðir mín og systir,
ÞÓRANNA GUÐLAUGSDÓTTIR,
Kirkjubraut 19,
Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
mánudaginn 2. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Guðlaugur Smári Nielsen
og Soffía Guðlaugsdóttir.