Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 ✝ RagnheiðurÓsk Guðmunds- dóttir fæddist á Ísa- firði 24. október 1937 og ólst þar upp ásamt því að dvelja langdvölum í Alviðru í Dýrafirði. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Ási í Hvera- gerði 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Helgi Guðmundsson, sjómaður og síðar næturvörður hjá Símanum á Ísafirði, f. 27.4. 1897, d. 21.8. 1984, og Helga Þóroddsdóttir húsmóðir, f. 24.10. 1905, d. 26.9. 2002. Systk- ini Ragnheiðar voru þau Sól- veig, f. 23.9. 1928, d. 4.1.1930, og Þorvaldur Veigar, læknir í Reykjavík, f. 15.7. 1930. Eigin- kona hans er Birna G. Friðriks- dóttir. Hinn 22.9. 1962 giftist Ragn- heiður Theodóri Hafsteini Krist- jánssyni, f. 5. 12. 1936, d. 29. 07 2000, kennara og píanóleikara frá Bolungarvík. Foreldrar hans voru Kristján Sumarliðason, vél- stjóri og verslunarmaður í Bol- ungarvík, f. 2. 11. 1900, d. 15.5. 1987, og Soffía Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 13.3. 1904, d. 3.6 1949. Bróðir Theodórs er Guð- mundur Hafsteinn Kristjánsson, smiði, eru Drífa, f. 12.4. 1983, Freydís, f. 20.7. 1987, Óðinn, f. 13.9. 1989, og Sólveig, f. 28. 11. 1996. 5) Hálfdán, kvikmynda- gerðarmaður, f. 4.7. 1968. Hálf- dán á dæturnar Maríönnu, f. 15.6. 1989, með Kristínu Hilm- arsdóttur, og Hafrúnu, f. 16.3. 1990, með Höllu Guðmunds- dóttur lyfjatækni. Langömmubörnin eru orðin tíu. Ragnheiður lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Ísa- fjarðar árið 1953. Útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá HSÍ árið 1960. Tók framhalds- nám í heilsugæsluhjúkrun við NHS og lauk því 1981. Ragnheiður starfaði sem hjúkrunarkona við Sjúkrahúsið á Ísafirði frá 1960 til 1961og við Sjúkrahúsið á Selfossi með hléum frá 1964 til 1972. Hún hóf störf sem hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslustöð Selfoss 1972 og starfaði þar til loka árs 1981, lengst af sem hjúkrunarfor- stjóri. 1982 hóf hún störf sem hjúkrunarforstjóri við Dvalar- heimilið Ás/Ásbyrgi, Hvera- gerði, og starfaði þar til 1998, þegar hún flutti sig yfir á Hjúkr- unarheimilið Ás, sem þá var ný- stofnað. Þar starfaði hún til 2007. Ragnheiður var alla tíð virk í félagsstörfum, var m.a. með- limur í Zonta um áratugaskeið og sinnti þar trúnaðarstörfum. Útför Ragnheiðar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 21. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13. bifreiðastjóri í Bol- ungarvík, f. 19. 08. 1925, kvæntur Jón- ínu Þ. Sveinbjörns- dóttur. Börn Ragnheið- ar og Þórarins Ólafssonar læknis eru: 1) Þóroddur, þroskaþjálfi, f. 7.8. 1959. 2) Guðmundur Helgi, vélstjóri, f. 7.8.1959. Sam- býliskona Guðmundar Helga er María Hlíðberg Óskarsdóttir læknaritari. Með fyrri eigin- konu, Laufeyju Sveinbjörns- dóttur, á Guðmundur Helgi dæt- urnar Ragnheiði Ósk, f. 15.1.1980, og Halldóru Jónu, f. 23.10. 1984. Börn Ragnheiðar og Theo- dórs eru: 3) Kristján, framkvæmda- stjóri, f. 19.8. 1963. Kona hans er Pála María Árnadóttir lyfja- tæknir. Börn þeirra eru Bríet Ósk, f. 28.1. 1992, og Theodór, f. 16.5. 1994. Stjúpsonur Kristjáns, sonur Pálu, er Orri Freyr Jó- hannsson, f. 27.12. 1983. 4) Soffía, lögg. fasteignasali, f. 1.2. 1965. Maður hennar er Sveinbjörn Sveinbjörnsson byggingameistari, f. 10.7. 1955. Börn Soffíu með fyrri eigin- manni, Þresti Stefánssyni húsa- Í dag kveðjum við mömmu mína sem er að leggja af stað í sína hinstu för. Í dag er þó ekki eingöngu dagur til að kveðja í mínum huga heldur líka til að þakka. Ég vil þakka mömmu fyrir allt sem að hún hefur kennt mér í lífinu og þá helst þau gildi sem mest er um vert að kunna, það er að rækta vináttuna og að bera virðingu fyrir fólki. Þessi gildi talaði hún ekki um, heldur kenndi mér og okkur systkinun- um öllum með að vera góð fyr- irmynd. Mamma var ekki aðeins vina- mörg heldur átti hún mjög fjöl- breyttan vinahóp. Man hvað mér fannst skrítið þegar við bjuggum í sveitinni hvað sumar vinkonur mömmu voru gamlar, eins og Laufey í „Kotinu“ sem mér fannst sem krakka hundgömul örugglega komin yfir fertugt. En sú vinátta hefur verið traust í hálfa öld og nú syrgir Laufey á tíræðisaldri góða vinkonu. Einn- ig hefur sú djúpa trausta vinátta á milli mömmu og Sólveigar frænku verið eftirtektarverð þó að Sólveig sé 25 árum yngri. Það hefur verið fallegt að sjá þær saman og þann samhug og kær- leik sem ríkti á milli þeirra og þá miklu virðingu sem þær báru fyrir hvor annarri. Mér hlýnar um hjartarætur að vita að þær tvær áttu góða stund saman í síðustu viku. Það er eins og ein ung vinkona mömmu sagði að hún „ talaði við unga fólkið í kringum sig eins og það væri þess virði að tala við.“ Það á líka við eldra fólkið. Mamma nefni- lega hlustaði, hlustaði á alltaf á fólk og skoðanir þess og bar virðingu fyrir þeim, óháð aldri, kyni og uppruna. Það kunni fólk svo sannarlega að meta. Þess vegna leitaði fólk mikið til henn- ar ef eitthvað bjátaði á eða þurfti að velta hlutum fyrir sér með einhverjum. Það gerðum við systkinin óspart þegar við vorum flutt af heiman. Veit líka að það gerðu sum barnabörnin. Ég er líka þakklátur fyrir all- ar góðu stundirnar saman, ferðalögin öll sem við fórum saman til útlanda og einnig ferð- irnar sem við fórum saman á ættarmótin fyrir vestan og minnist ég sérstaklega síðustu ferðarinnar heim að vestan, þeg- ar við vorum að keyra Djúpið heim og sums staðar var mamma að segja okkur frá lið- inni tíð, en á öðrum stöðum þagði hún. Hún vissi að þetta var síðasta ferðin vestur og hún var að kveðja. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég og systkini mín gáf- um mömmu þessar síðustu vik- ur þegar hún var orðin mjög veik. Að við höfum gefið henni og ekki síður okkur, þann tíma að sitja hjá og njóta samveru með henni. Þar komu líka vin- konur hennar sterkar inn. Ég er líka þakklátur fyrir að mamma hafi ekki þurft að vera lengi veik og rúmliggjandi. Í dag geng ég í kirkju fullur þakklætis fyrir allan þann góða tíma sem við mamma höfum átt saman og segi góða ferð og takk fyrir allt. Þinn sonur, Þóroddur. Í dag kveð ég tengdamóður mína, Ragnheiði Ósk Guð- mundsdóttur, með miklu þakk- læti. Fyrstu kynni mín við Öggu voru þegar Soffía kynnti mig fyrir henni, en þá lá hún á sjúkrahúsinu á Selfossi og ég að koma úr minni árlegu skíðaferð, nýbúinn að kynnast Soffíu. Í sl. mánuði átta árum síðar kvaddi ég Öggu áður en ég fór í í mína hefðbundnu ferð og var hún þá aftur komin í sama sjúkrarúmið. Þegar hún hélt í hendur mínar og var að kveðja mig, minntist ég síðasta handabands míns við föður minn. Ég var mjög heppinn að fá að kynnast og eiga Öggu sem tengdamóður sl. átta ár. Hún vildi ekki láta hafa mikið fyrir sér og þrátt fyrir veikindi sín var hún glöð og brosmild kona. Þau fáu skipti sem ég fékk að gera henni greiða var hún alltaf jafn þakklát og vonandi ánægð með tengdasoninn. Síðustu stundirnar með henni hafa markað djúp spor í sálu mína. Í sorginni má þó finna fyrir gleði og þakklæti, að hún hafi fengið lausn frá þrautum sínum svo og trú hennar um að hitta sinn elskaða eiginmann og aðra ást- vini í Sumarlandinu. Soffía mín, mágar og aðrir ástvinir, ég votta ykkur öllum innilegustu samúð mína. Sveinbjörn (Denni). Við Ragnheiður vinkona mín og mágkona kveðjumst nú – í bili. Eftir 58 ára samleið sem aldrei bar skugga á. Við kynnt- umst í Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og urðum mjög góðar vinkonur. Þarna áttum við góða og skemmtilega daga við nám og störf. Við bjuggum í heimavist á Landspítalalóðinni og þar fór vel um okkur. Örlögin höguðu því svo að Þorvaldur Veigar bróðir hennar varð eiginmaður minn. Ég hætti námi og sinnti manni og börnum í nokkra áratugi eftir það eins og altítt var í þá daga. Ragn- heiður lauk náminu með sóma. Reyndar með blessunarlegri töf, sem eru þeir tvíburarnir Þór- oddur og Guðmundur Helgi. Og svo kynntist hún og giftist hon- um Tedda sínum! Honum Tedda sem var svo margt til lista lagt og fór svo alltof snemma frá okkur! Hann lést eftir erfið veik- indi 29. júlí 2000. Þau settust að á Selfossi og þar bættust Kristján og Soffía í hópinn. Þau fluttust svo í Vill- ingaholtsskóla þar sem Teddi var ráðinn skólastjóri. Og þar kom Hálfdán til sögunnar. Eftir árin í Villingaholti fluttu þau í Hveragerði. Teddi stund- aði þar kennslu á meðan heilsan leyfði og Ragnheiður vann við heilsugæslu en lengst af var hún hjúkrunarforstjóri á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási. Þau voru bæði farsæl í sínum störf- um. Teddi einstakur kennari sem hafði lag á börnum. Hann hlustaði á þau af ósviknum áhuga og sýndi þeim virðingu. Ragnheiður var mjög greind kona sem átti auðvelt með að greina vandamál og finna á þeim lausnir. Þau voru félagslynd og eignuðust marga vini. Teddi var tónlistarmaður af Guðs náð og óteljandi eru þær ánægjustundir sem hann hefur veitt öðrum með sínum píanóleik. Þau voru bæði fædd og uppalin í „faðmi fjalla blárra“, Ragnheiður á Ísafirði og Teddi í Bolungarvík. Böndin við Vestfirði voru sterk og margar ferðir farnar vestur. Þriggja ára gömul greindist Ragnheiður með berkla og var lögð inn á sjúkrahúsið á Ísafirði og átti ekki þaðan afturkvæmt fyrr en að þremur árum liðnum. Þor- valdur Veigar, tíu ára, veiktist einnig og var lagður inn sama dag. Sjúkrahúsvist hans var eitt ár. Þau voru einu börn foreldr- anna sem tíu árum áður höfðu misst fyrsta barn sitt. Á fullorðinsárum Ragnheiðar tóku afleiðingar berklanna að gera vart við sig og mörg síð- ustu árin hafa verið erfið. Og nú er þessu lokið. Það er margt sem mig langar til að segja og hefði viljað segja þessari góðu vinkonu minni áður en hún kvaddi! Hún var svo óvenju heil- steyptur persónuleiki sem öllum vildi gott. Ég veit ekki til þess að hún hafi nokkurn tímann sagt styggðaryrði við eða um nokk- urn mann. Og þótt stundum liði langur tími á milli þess sem við sáumst eða töluðumst við þá vissi ég alltaf að til hennar gæti ég leitað hvenær sem væri og hjá henni fengi ég holl ráð. Og þetta hefði ég auðvitað átt að segja henni sjálfri og þakka henni fyrir alla hennar tryggð. Elsku Agga mín, þú ert komin í faðminn hans Tedda sem nú hefur glaður tekið á móti þér og var aldrei nema hálfur maður ef þú varst ekki nálægt. Guð blessi og varðveiti ykkur bæði. Birna Friðriksdóttir. Fyrir áratugum síðan var stofnaður í Hveragerði leshring- ur sem hlaut nafnið Bee-flug- urnar. Ragnheiður Ósk var ein stofnfélaga hringsins og kjölur hans og kápa allar götur síðan. Ragnheiður bauð fram húsnæði sitt til fundanna, fyrst í Kamba- hrauninu og síðan í Réttarheið- inni og þar voru fundir haldnir hálfsmánaðarlega. Það var ljúft að sitja í stofunni hennar, and- rúmsloftið frjálst og óþvingað, hún hafði þannig áhrif á gesti sína. Undir hennar þaki hitt- umst við og ræddum um bækur- nar sem við höfðum lesið, lásum framhaldssögu eða smásögu upphátt, horfðum á góðar bíó- myndir og drukkum te frá öllum heimshornum. Nefnum við eina bók sem hafði mikil áhrif á okk- ur, Alkemistann eftir Paulo Co- elho sem rædd var fram og til baka. Þar segir hann á einum stað „þegar allir dagar eru eins þá stafar það af því að fólk er hætt að taka eftir góðu hlut- unum sem gerast í lífi þeirra meðan sólin siglir um himininn“. Hjá Ragnheiði voru engir dagar eins, hún kom alltaf auga á það góða hjá fólkinu í lífinu. Oft bar líka margt á góma sem efst var á baugi í samfélaginu, bæði nær og fjær, sem kryfja þurfti til mergjar. Ragnheiður fylgdist vel með og hafði áhuga á samfélag- inu. Hún var menningarlega sinnuð, einstaklega minnug, vel lesin og fróð kona með gott vald á íslenskri tungu. Fólk kemur og fer og erum við orðnar þónokkuð margar konurnar sem höfum verið í Bee-flugunum en Ragnheiður var ávallt sannur leiðtogi hóps- ins. Með árunum hefur myndast hlý og mikil vinátta meðal okkar. Ekki hvað síst að frumkvæði Ragnheiðar höfum við nokkrum sinnum farið í leikhús saman og á hverju vori endum við vetr- arstarfið með menningarferð. Þá förum við út fyrir bæjarmörkin og skoðum eitthvað markvert s.s. Gljúfrastein og sögusvið „Ljósmóðurinnar“ á Eyrarbakka sem við lásum í fyrra. Síðasta haust hófum við starfið með ánægjulegri heimsókn í Konu- bókastofuna á Eyrarbakka. Þrátt fyrir heilsuleysi Ragnheið- ar kom hún með okkur í þá ferð og hafði gaman af. Hún var stað- ráðin í því að láta ekki veikindi sín hindra sig í að vera með og tókst því að mæta á nokkra fundi í vetur. Síðustu árin hallaði hægt og sígandi undan fæti hjá Ragn- heiði og nú er komið að leið- arlokum. Við Bee-flugurnar kveðjum nú kæra vinkonu og minnumst hennar með þakklæti og mikilli hlýju. Hún mun verða með okkur í anda og hlusta með ánægju á upplestur úr góðri bók. Við sendum fjölskyldu Ragnheiðar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bee McEvoy, Alda Dagmar Jónsdóttir, Guðný Gísladótt- ir, Pálína Sigurjónsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Sigrún Arndal og Steinunn Þórarinsdóttir. Ragnheiður Ósk, Agga eins og hún var kölluð, hefur kvatt þennan heim eftir langvarandi veikindi. Það er erfitt að horfast í augu við þessa staðreynd þó að hún hafi verið mjög heilsutæp síð- ustu árin og oft hætt komin. Það hefur enn fækkað í hópn- um okkar sem hóf hjúkrunar- nám fyrir 59 árum. Við vorum fyrsti hópurinn sem flutti inn í nýbyggðan Hjúkrunarskóla Íslands og bjuggum þar í heimavist. Þannig mynduðust góð og náin kynni. Ragnheiður var alltaf svo glöð og skemmtileg, það var ekkert vol og væl í henni þó að líf henn- ar hafi ekki alltaf verið létt. Missir Theódórs, mannsins hennar, fyrir nokkrum árum var henni mjög þungbær. Theódór var öðlingur og listamaður á tón- listarsviðinu sem sannarlega gaf lífi hennar lit, þau voru miklir félagar og hamingja í hjóna- bandinu. Ragnheiður var félagslynd og andlega sterk, hafði gott skop- skyn, hláturinn hennar var skemmtilegur og geislandi glettni í svipnum. Hún var stál- minnug og góður sögumaður. Þess nutum við hollsysturnar ekki síst í ógleymanlegri ferð okkar til Píran við Adríahafið fyrir nokkrum árum Við eigum eftir að sakna hennar verulega úr okkar hópi .Hún var traust manneskja og tryggur vinur. Við sendum börnum hennar, afkomendum og skyldmennum innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg og söknuði og blessa þeim allar dýrmætu minningarnar. Fyrir hönd hollsystranna, Rannveig Sigurbjörnsdóttir. Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þinn sonur, Guðmundur Helgi. Ég skrifa hér fáeinar lín- ur til þín, elsku Ragnheið- ur. Við fjölskyldan söknum þín svo mikið en það er þó huggun að vita af þér í faðmi Tedda. Það er skrýtið að hugsa til þess að heimsóknirnar verði ekki fleiri, í bili. Það var nefnilega svo vinalegt að kíkja við hjá þér. And- rúmsloftið var hlýlegt þar sem hægt var að spjalla um heima og geima, yfir góðum kaffibolla. Í nærveru þinni leið mér vel og ég tel að heimurinn væri betri stað- ur ef fleiri hefðu þína hlýju og þitt jafnaðargeð. Elsku Ragnheiður, ég græddi ekki bara góða vinkonu þegar ég kynntist þér, ég græddi auka ömmu. Bless- uð sé minning þín, Ólafur (Óli).  Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Ósk Guð- mundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónusta í 20 ár Hinrik Valsson Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G.Guðmundsson Vistvænar íslenskar kistur, krossar og duftker Þjónusta allan sólarhringinn Hinrik: Sími 892 0748 / Gísli: Sími 482 4300 www.fylgd.is • fylgd@fylgd.is Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA VIKTORÍA HÖGNADÓTTIR, Kambahrauni 6, Hveragerði, lést miðvikudaginn 18. febrúar á Landspítalanum í Fossvogi. Jarðarförin auglýst síðar. . Brynjólfur S. Hilmisson, Hulda Vigdís Brynjólfsdóttir, Eyþór Gunnar Gíslason, Árni Ágúst Brynjólfsson, Jóhanna Katrín Jónsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.