Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Viðar Ævarsson, íbúi í Norðlinga- holti, segir að fólk í hverfinu sé orðið þreytt á því hve hægt Reykjavíkur- borg standi að uppbyggingu þar. Jafnframt séu fjölmargar auðar lóðir sem notaðar séu til úrgangs- losunar og sem geymslustaður. Það geri það að verkum að ásýnd hverfisins sé ekki nægjanlega góð. Honum er spurn hvort Reykjavíkurborg sé stætt á að hefja uppbyggingu á nýjum hverf- um, eins og í Vogahverfi, þegar upp- bygging á eldri hverfum gangi eins hægt og raun beri vitni. Hægagangur Viðar hefur búið í Hólavaði í Norðlingaholti frá árinu 2006. „Frá árinu 2003 hafa framkvæmdir við hverfið gengið mjög hægt fyrir sig. Það er alveg sama hvað það er, hvort sem það er frágangur á gang- stígum og svæðum í hverfinu, eða uppbygging á grunnskólum og leik- skólum,“ segir Viðar. Hann bendir á það að lóðin við annan leikskólann af tveimur í hverfinu hafi verið kláruð á síðasta ári en skólinn sjálfur hóf störf fyrir 2-3 árum. Foreldrar í hverfinu hafi margir lent í vanda af þeim sökum og þurft að fara með börnin sín í leikskóla í öðrum hverf- um. Þá hafi frágangur á grunnskól- anum verið mjög hægur og börnum hafi verið kennt í skúrum um nokkra hríð. Síðar þóttu þessir sömu skúrar ekki hæfir undir rekst- ur frístundaheimilis í Vesturbænum og voru þeir fljótlega fjarlægðir þaðan eftir mótmæli íbúa. „Síðast- liðið ár hefur verið unnið í gang- stéttum en það er ekki allt búið enn,“ segir Viðar en vonir standa til þess að þeirri vinnu ljúki árið 2015, að sögn hans. Þá bendir hann á að eina verslun- in í hverfinu sé bensínstöð og að dýrt sé að versla í henni. Tiltölulega lítið hverfi Að sögn Viðars má finna reiti um allt hverfið þar sem ekki hefur verið staðið nægilega vel að frágangi. „Þetta snýr sérstaklega að óbyggð- um lóðum. Maður veltir því fyrir sér hvers vegna leyft er að nota þær sem losunarstaði og víða er drasl á lóðunum sem er lýti á hverfinu,“ segir Viðar og kallar hann eftir því að byggingarfulltrúi sinni eftirliti með þessum reitum betur. Hann bendir á að Norðlingaholt sé tiltölulega lítið hverfi en þar búa um 3.000 manns. Því ætti uppbygg- ing ekki að taka svo langan tíma. „Maður veltir því fyrir sér hvort borgin sé yfirhöfuð í stakk búin til þess að taka að sér uppbyggingu á nýjum hverfum,“ segir Viðar. Hann tekur dæmi af nýrri brú sem tengir Árbæjarhverfi og Norð- lingaholt. Áætluð verklok voru í des- ember á síðasta ári, en nú í febrúar er ekki enn hafin steypuvinna að brúnni og þá er ótalin frágangsvinna í kringum hana. „Er sanngjarnt gagnvart íbúum Norðlingaholts að þurfa að búa við þennan hægagang í 12 ár? Eins hvernig staðið hefur verið að upp- byggingu þjónustu í hverfinu. [....] Íbúar hér greiða gatnagerðargjöld og önnur gjöld eins og aðrir íbúar borgarinnar. Því ættum við að sitja við sama borð og aðrir,“ segir Viðar. Ókláruð brú Áætluð verklok á brú sem tengir saman Árbæ og Norðlingaholt voru í desember á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá verktaka á skilti nærri brúnni. Nú í febrúar er enn ekki hafin steypuvinna og ekki hefur verið unnið að brúnni síðustu daga. Vinnuskúr Á lóðum í hverfinu hefur víða safnast drasl. Á þessari lóð við Norðlingabraut hefur drasl legið í nokkur ár að sögn Viðars. Hann segir að byggingaverktaki noti lóðina sem geymslustað og telur hann að eftirliti byggingafulltrúa sé ábótavant. Liggur niðri Hér má sjá girðingu sem liggur niðri við óbyggða lóð í Hóla- vaði. „Á lóðinni er allt mjög druslulegt að sjá,“ segir Viðar. Flestar lóðir hverfisins eru hins vegar ógirtar. Sumar eru notaðar sem geymslustaðir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Norðlingaholt Um 2.500 manns búa í Norðlingaholti. Uppbygging hófst þar árið 2003. Nú 12 árum síðar telja sumir íbúar að heldur hægt gangi að klára frágang á hverfinu. Í hverfinu eru tugir lóða þar sem engin uppbygging hefur átt sér stað. Eru sumar þeirra notaðar sem losunar- eða geymslu- staður. Eina verslun hverfisins er Olís-bensínstöð. Seint gengur að klára Norðlingaholtshverfi  Spyr hvort borgin sé í stakk búin til þess að hefja upp- byggingu nýrra hverfa þegar öðrum hverfum er ólokið Losunarstaður Hér má sjá vörubíl sem er að losa efni á einni lóð í hverfinu árið 2012. Að sögn Viðars þyrlaðist ryk og drulla yfir aðrar lóðir. Hann seg- ir of algengt að óbyggðar lóðir séu notaðar sem losunarstaður. Viðar Ævarsson Söngskólinn íReykjavík Síðasta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 2. marsSÖNGNÁMSKEIÐ Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga•www.songskolinn.is Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi! Hvert námskeið stendur í 7 vikur og lýkur með prófumsögn og tónleikum. • Fyrir fólk á öllum aldri: Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám Tómstundagaman fyrir söngáhugafólk á öllum aldri • Kennslutímar: Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar • Söngtækni: Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur • Tónmennt: Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.