Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þau eru oft undurfurðuleg,tengslanetin og þær tilviljanirsem færa mann að ákveðinni tónlist. Ég heyrði fyrst um Söshu Siem í gegnum stórvin minn Borgar Magnason bassaleikara, þar sem ég var á ósköp hefðbundnu fésbókar- rölti. Borgar lék inn á væntanlega plötu hennar, Most of the Boys, en plötuna vann hún í Gróðurhúsi/ Greenhouse Valgeirs Sigurðssonar, sem sá um upptökustjórn. Borgar deildi laginu „So polite“ á veggnum sínum og eyrun sperrtust upp. Lag- línan þar hendist til og frá, fram- vindan bundin dásamlegum skringi- legheitum og yfir og undir ágengt bassaplokk, strengir og rafhljóð. Um leið er tónlistin næm og áferðar- falleg, dansar á milli klassíkur og popps og bedroom community-áran, sem er útgáfa Valgeirs og fleiri, svíf- ur um. St. Vincent og Fiery Furnaces komu m.a. upp í hugann. Gott stöff! Skapandi Svo fór ég að pæla í einhverju öðru eins og gengur. Þar til annar stór- vinur minn, Færeyingurinn og tón- listarséníið Jens Ladekarl Thomsen, poppaði upp á Fésbókinni (hvar ann- ars staðar) og sagðist vera að spila með Söshu á nokkrum tónleikum á næstunni. Hann bauð vinum og kunningjum að senda sér skilaboð, hefðu þeir áhuga á að mæta. Ég renndi yfir tónleikadagskrána og viti menn, þau voru að spila í Edinborg, ekki bara Glasgow eins og svo oft þegar tónlistarmenn heiðra okkur Skotana með nærveru sinni. Og ekki nóg með það, tónleikarnir voru settir á afmælisdaginn minn, 18. febrúar! Ég greip þetta tákn frá guðunum að sjálfsögðu á lofti og smellti mér ásamt heitkonunni niður á Electric Circus, hvar atið fór fram. En aðeins um fortíð listamannsins áður en áfram verður haldið. Sasha Siem er sprenglærður tónlistar- maður, með gráður frá Guildford, Harvard, Cambridge og verk fyrir … og flestallir strákarnir Öryggi Sasha Siem veit hvað hún vill og veit líka hvað hún er að gera. Sinfóníusveit Lundúna. Meðal ann- ars. Söknuður eftir söngnum rak hana svo í að fara að semja á téða plötu, sem lítur dagsins ljós í upphafi mars. Sasha (veit ekki af hverju ég nota fornafnið, en hvað um það) hefði hæglega getað haldið sig við heim klassíkurinnar, ferilskrá hennar þar er afar tilkomumikil, en er sýnilega ein af þeim sem geta ekki annað en fylgt hjartanu. Mica Levi/Micachu er annað gott dæmi um þessa afstöðu, þar sem allt er galopið, tónlistin sjálf ræður. Þetta eru skapandi andar sem illt er að halda niðri. Hjartað Sasha Siem stóð því hnarreist á skítugu sirkussviðinu, upphitunar- atriði í þokkabót, en augun glóðu og öryggið var algert. Strákarnir, þar á meðal vinur minn Jens, sáu svo um að galdra fram tónaseiðinn. En augu allra beindust að Söshu, sem vafði mannskapnum um fingur sér. Þetta verður eitthvað eins og sagt er. Eftir tónleikana héngum við dágóða stund saman, í baksviðsherbergi á stærð við kústaskáp, og ræddum um heima og geima, m.a. norræna tónlist sem Sasha þekkti inn og út. Jens kvaddi ég með miklum virktum, en hann er eiginlega genginn úr bandinu, þarf að sinna eigin sveit, ORKU. Það er þetta með að fylgja hjartanu skilj- iði …  Hin norsk-breska Sasha Siem vekur athygli  Vann væntanlega plötu sína á Íslandi » Laglínan þar hendist til og frá, framvindan bundin dásamlegum skringileg- heitum og yfir og undir ágengt bassaplokk, strengir og rafhljóð. „Þetta er heilmikil uppsetning og ætti ekki að ganga upp – en þetta er allt að koma,“ sagði Tumi Magn- ússon myndlistarmaður þegar hann var ásamt starfsfólki Hafnarborgar að leggja lokahönd á sýningu sína, Largo – presto sem verður opnuð í dag klukkan 15. Titillinn er sóttur í stóra innsetn- ingu sem byggist á reglubundnum hljóðum og hreyfingu; ólíkir taktar, hægir og hraðir, sameinast og verða að mótsagnarkenndri upplifun í sí- bylju og kyrrð. Tumi segir verkið í samtali við önnur af svipuðum meiði sem hann hefur sýnt á síðustu árum, meðal annars í Listasafni ASÍ og Hverfis- galleríi en þar voru símtöl sem voru í raun mislöng sýnd öll í sömu tíma- lengd. „Ég fylli salinn af hljóð og mynd,“ segir hann. „Hér gefur að líta átta vídeó- og hljóðupptökur af viðburðum sem gefa frá sér takt. Til dæmis fótatak, ásláttur á borð, hamarshögg og bátavél en í upptök- unni er takturinn eðlilega mis- hraður. Það er hinsvegar allt sett í sama rytma, sem gengur gegnum allt rýmið; fótatakið, bátavélin og allt hitt slær í takt. Verkið hefst á hægasta taktinum, hliði sem slæst til í vindinum, þá herðist aðeins á honum, stig af stigi, þar til komið er í hraðasta taktinn en það er báta- vélin. Á einum stað í ferlinu er hver mynd á raunhraða.“ Tumi er einn athyglisverðasti myndlistarmaður sinar kynslóðar, með bakgrunn í „nýja málverkinu“, og hefur frá upphafi ferilsins unnið með hversdagslega hluti og athafnir sem hann sýnir þó ekki á hvers- dagslegan hátt. Auk innsetningar- innar sýnir hann prentverk í hliðar- salnum. Sýningin verður sett upp í sam- tímalistasafninu í Montevideo í Úrugvæ í haust. Hún er styrkt af Danska myndlistarsjóðnum, Stat- ens Kunstfond. efi@mbl.is „Fylli salinn af hljóð og mynd“  Tumi Magnússon sýnir Largo – presto í Hafnarborg Morgunblaðið/Kristinn Listamaðurinn Tumi Magnússon fyllir salinn með taktvissu hljóðverkinu. leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Lau 21/2 kl. 19:30 22.sýn Lau 28/2 kl. 19:30 24.sýn Lau 7/3 kl. 19:30 26.sýn Fös 27/2 kl. 19:30 23.sýn Fös 6/3 kl. 19:30 25.sýn Sun 15/3 kl. 19:30 27.sýn Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Konan við 1000° (Stóra sviðið) Fim 26/2 kl. 19:30 Aukas. Fim 5/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 14/3 kl. 19:30 Aukas. Aukasýningar á Stóra sviðinu. Karitas (Stóra sviðið) Sun 22/2 kl. 19:30 34.sýn Sun 1/3 kl. 19:30 35.sýn Sun 8/3 kl. 19:30 36.sýn Allra síðustu sýningar. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 21/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 22/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 1/3 kl. 13:00 11.sýn Lau 21/2 kl. 15:00 6.sýn Lau 28/2 kl. 13:00 9.sýn Sun 1/3 kl. 15:00 12.sýn Sun 22/2 kl. 13:00 7.sýn Lau 28/2 kl. 15:00 10.sýn Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 21/2 kl. 16:00 2.sýn Lau 7/3 kl. 14:00 5.sýn Lau 14/3 kl. 16:00 8.sýn Lau 28/2 kl. 14:00 3.sýn Lau 7/3 kl. 16:00 6.sýn Lau 28/2 kl. 16:00 4.sýn Lau 14/3 kl. 14:00 7.sýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Hrikalegir (Aðalsalur) Fös 27/2 kl. 21:00 Lau 28/2 kl. 21:00 Eldbarnið (Aðalsalur) Sun 22/2 kl. 14:00 Sun 1/3 kl. 14:00 Martröð (Aðalsalur) Lau 21/2 kl. 21:00 Skepna (Aðalsalur) Sun 1/3 kl. 20:00 AUKASÝNING Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 22/2 kl. 20:00 Umræður í forsal eftir sýningu sunnudaginn 22.feb Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 21/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Lau 21/2 kl. 17:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Síðustu sýningar Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Sun 22/2 kl. 20:00 Fim 26/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Sun 22/2 kl. 20:00 4.k. Fim 26/2 kl. 20:00 5.k. Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk Dúkkuheimili –★★★★ , S.B.H. Mbl. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.