Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Dagur Ragnarsson sigraðimeð glæsibrag í elstaaldursflokki Norður-landamóts einstaklinga þar sem keppendur voru fæddir á árunum 1995-1997, og fram fór í Klakksvík í Færeyjum um síðustu helgi. Dagur haut 5 vinninga af sex mögulegum, tefldi betur em nokkru sinni fyrr og sýndi mikla keppnishörku. Dagskráin var þétt sex, kappskákir á þrem dögum og þar við bættist ferðalagið til Klakksvíkur og raunar ein kapp- skák frá kvöldinu fyrir ferðina til Færeyja. Með þessu móti, Skák- þingi Reykjavíkur og Gestamóti Hugins og Skákdeildar Breiðabliks liggur fyrir að Dagur mun hækka meira á milli stigalista en dæmi er um af íslenskum skákmanni frá því að FIDE tók að birta stigin mán- aðarlega. Hann verður með í kringum 2.315 elo-stig á listanum sem birtist í byrjun mars. Dagur var eini gullverðlaunahafi okkar í fimm aldurslokkum en til silfur- verðlauna unnu Jón Kristinn Þor- geirsson í aldursflokki þeirra sem fæddir voru 1998 og 1999 og Óskar Víkingur Davíðsson vann til silf- urverðlauna í aldursflokki E, yngsta aldursflokknum þar sem kependur eru fæddir 2003 og 2004. Íslendingar hafa unnið keppni Norðurlandaþjóðanna tvö síðustu árin þar sem vinningar allra þátt- takenda hverrar þjóðar eru lagðir saman. Ekki tókst okkur að verja titilinn að þessu sinni, Danir hlutu 36½ vinning en stefnt verður að ís- lenskum sigri á næsta ári þegar keppnin fer fram í Svíþjóð. Eldri keppendurnir stóðu sig vel en misjafnt var gengi þeirra yngri. Sumir þeirra hafa verið ansi drjúg- ir á þessum vettvangi tvö síðustu árin. Teflt var í fimm aldurs- flokkum, tveir keppendur frá hverju landi. Dagur Ragnarsson vann þrjár fyrstu skákir sínar og svo kom erf- itt jafntefli við Svíann Joar Olund, annað jafntefli í 5. umferð og loks sigur í síðustu umferð gegn Mikha- el Jóhanni Karlssyni. Sigur hans yfir Norðmanninum Lobersli í 3. umferð er gott dæmi um kraftmik- inn stíl hans: Henrik Oie Lobersli – Dagur Ragnarsson Hollensk vörn 1. d4 f5 2. c4 Rf6 3. Rf3 g6 4. g3 Bg7 5. Bg2 0-0 6. 0-0 d6 7. Rc3 De8 Dagur hafði rekist á bók um hol- lenska vörn heima hjá afa sínum, Hermanni Ragnarssyni en valið að leika 7. … Rc6 á Skákþingi Reykjavíkur á dögunum. 7. …. De8 er margslungnari leikur runninn undan rifjum Úkraínumannsins Malanjúk. 8. d5 Ra6 9. Rd4 Bd7 10. b3 c5! 11. dxc6 bxc6 12. Bb2 Rc5 13. Dc2 e5 14. Rf3 e4 Það verður ekki annað sagt en að byrjunin hafi gengið vel upp. Frumkvæði er greinilega í höndum svarts. 15. Re1 g5 16. Dd2 Dh5!? Það kom sterklega til greina að treysta varnir d6-peðsins en peðs- fórnin býður upp á ýmsa mögu- leika. 17. Dxd6 Rb7 18. Dd2 Hfe8 Framrás e-peðsins í loftinu og hvítur reynir að sporna við henni. Það eru mistök. 19. e3? Eftir 19. Had1! þarf hvítur ekki að óttast 19. … e3. Eftir 20. fxe3 Rg4 kemur einfaldlega 21. h3! og hvíta staðan er mun betri. 19. … Had8 20. De2 Dg6! Nú er allt tilbúið fyrir framrás f- peðsins. 21. Ra4 f4 22. exf4 gxf4 23. gxf4 Bg4 24. De3 Rd6! Riddarinn sem vék sér til hliðar um stundarsakir er kominn aftur og er á leiðinni til f5. 25. Dc5 Rf5 26. f3 exf3 27. Rxf3 Re4 28. Da5 Drottningin rekst úr einum stað í annan og svartur á nú einfalda vinningsleið. 28. … Bxf3! 29. Hxf3 Hd2! – og hvítur gafst upp. Dagur varð Norðurlanda- meistari í Klakksvík Skák. Helgi Ólafsson helol@simnet.is - með morgunkaffinu Er einhver þarna úti sem getur sagt mér og okkur hvað „vogunarsjóður“ er. Og hvað er „jöklasjóður“ og hvernig urðu þessir sjóðir til? Við, sauð- svartur almúginn, vitum ekkert hvað þetta er. Gaman væri ef einhver fræðingur gæti tekið sig til og útskýrt þetta fyrir okkur, þó að ekki væri til annars en halda okkur sæmilega upplýstum. Gott væri að sjá svar hér í Velvakanda. Verkakona. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Útskýrið þetta fyrir okkur Peningar Bankamál getur verið hið mesta torf. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. 565 6000 / somi.is Skelltu þér út að borða. Við bjóðum spennandi matseðil. Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst YFIR 100 FRÍAR SJÓNVARPSSTÖÐVAR með gervihnattabúnaði frá okkur 25ÁRA 1988-2013 Engin áskrif ta- gjöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.