Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 7
Aðgengi að verslun og þjónustu við Austurveg 9, 11, 13 og 15 Hjáleið þungaflutninga SÍMI - 480 1900 Hjáleið ummiðbæ Framkvæmdasvæði HJÁLEIÐIR VEGNA FRAMKVÆMDA VIÐ TRYGGVAGÖTU Á SELFOSSI Lokun á þjóðvegi 1 við gatnamót Austurvegar og Tryggvagötu á Selfossi. Vegagerðin og Sveitarfélagið Árborg auglýsa lokun á þjóðvegi nr. 1 vegna framkvæmda á gatnamótum Austur- vegar og Tryggvagötu á Selfossi. Gatnamótunum verður lokað þann 25.febrúar nk. og verða þau lokuð í allt að 6 vikur. Vegfarendum er bent á eftirfarandi hjáleiðir: - Hjáleið þungaflutninga verður um Eyraveg, Fossheiði og Langholt. - Hjáleið annarra ökutækja um miðbæ verður um Sigtún, Árveg og Bankaveg. Vegna framkvæmdanna verður röskun á aðkomu frá Austurvegi að verslun og þjónustu við framkvæmdasvæðið á meðan verktíma stendur. Aðgengi að Austurvegi 9, 11 og 13 - 15 verður um Tryggvagötu frá Árvegi en þar eru til húsa verslanirnar Sportbær, Hjólabær, Karl R. Guðmundsson úrsmiður og Motivo, auk hárgreiðslustofunnar Verónu, Snyrtistofu Ólafar, Tannlæknastofu Þorsteins og Jóns, Íslandsbanka og Sjúkraþjálfunar Selfoss. Næg bílastæði eru norðan við Austurveg 9 og 11. Aðgengi að Austurvegi 6, 8 og 10 er um bílastæði húsanna frá Sigtúni en aðkoma frá Tryggvagötu lokast. Þar eru til húsa: Landform, TM, Sparisjóðurinn Suðurlandi, Fasteigna- salan Árborgir, Kjarna-bókhald ehf., JP lögmenn, Sunn- lenska, Verkís hf., VÍS, Arion banki, Tannlæknaþjónustan.is og Staður fasteignasala. Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda norðan Austur- vegar verður um lóð Sportbæjar, norður fyrir Hjólabæ og Karl R. Guðmundsson úrsmið. Þá verður komið fyrir rampi við Sportbæ til þess að stuðla að aðgengi fyrir alla. Íbúar og aðrir vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða vegna framkvæmdarinnar og eru hvattir til að sýna aðgát og tillitsemi og virða merkingar til að umferð geti gengið slysalaust fyrir sig. Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda Gönguleið Norðan Austurvegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.