Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flug- stjóri hjá Mýflugi, segir að ástand flugvalla víða um land sé með öllu óboðlegt. Verst sé það á Norðfirði, sem sjúkraflugvél Mýflugs þurfi oft að fljúga til, vegna þess að þar er fjórðungssjúkrahúsið. Þorkell Ásgeir skrifaði blogg- færslu á Mogga-bloggið hinn 16. febrúar sl. í tilefni þess að Keflavík- urflugvöllur var valinn besti flug- völlur í Evrópu á síðastliðnu ári í viðamikilli þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á helstu flugvöllum um allan heim. Þorkel Ásgeir skrifaði m.a.: „Það er vissulega ástæða til að gleðjast með starfsfólki Isavia yfir þessum glæsilega árangri. En gleði mín tak- markast því miður við þá staðreynd að í starfi mínu sem flugmaður í sjúkraflugi á ég einatt erindi til flestra annarra flugvalla sem Isavia hefur það hlutverk að annast hér á landi. Og ég vildi að hægt væri að segja jafngóða sögu af frammistöðu Isavia, t.d. í því hversu „vel“ er gert við það einvala lið fólks sem ég og kollegar mínir þurfum að kveðja til aðstoðar á öllum tímum sólarhringsins, í öllum veðrum, hátíðisdaga sem aðra, allan ársins hring.“ Ekki hægt að kalla flugbraut Þorkell sagði í samtali við Morgunblaðið að þótt ástand flug- valla úti á landi væri víða slæmt væri það sýnu verst á Norðfirði. „Ástand- ið þar er svo slæmt að það er ekkert hægt að kalla þetta flugbraut. Þetta er bara ræma sem verður ekkert annað en drulla þegar það kemur sól- bráð á veturna. Brautin er bara brúkleg fyrir okkur á veturna, ef hún er frosin, en samt sem áður ekki allt- af því ef það liggur klakabrynja ofan á brautinni sem menn leggja ekki í að ryðja burt, vegna hættunnar á að ryðja um leið yfirborðinu. Þá getum við ekki notað brautina. Vitanlega er þetta mjög bagalegt fyrir okkur í sjúkrafluginu, vegna þess að við fáum tíð útköll til og frá Norðfirði, vegna þess að þar er fjórðungs- sjúkrahúsið. Þess vegna lendum við oftar á Egilsstöðum en Norðfirði þegar við erum að flytja sjúklinga til og frá Norðfirði,“ segir Þorkell. Þorkell segir að víða um land séu erfiðir flugvellir, þar sem ekkert sé gert til þess að viðhalda flug- brautum, eins og t.d. á Raufarhöfn og Kópaskeri. Þegar útköll séu á þá staði séu sjúklingar einfaldlega keyrðir til Þórshafnar eða Húsavík- ur. Slæmt ástand brauta á þessum stöðum komi hins vegar ekki jafn- mikið að sök og á Norðfirði, vegna þess að þar séu útköll mun færri heldur en á Norðfirði. Þorkell segir að flugbrautin á Hólmavík sé einnig mjög varasöm. „Við fáum mjög sjaldan útköll þaðan, og ef ástand brautarinnar er slæmt eigum við engan annan kost en að kalla út þyrlu sem við höfum alla vega þurft að gera tvisvar sinnum.“ Þorkell segir að þetta vandræða- ástand hafi oft verið rætt við Isavia, án þess að nokkrar úrbætur hafi orð- ið. Ástand flugvalla úti á landi víða bágborið  Verst á Norðfirði  Brautin drulluræma í sólbráð Morgunblaðið/RAX Sjúkraflug Þorkell Ásgeir Jóhannesson, flugstjóri hjá Mýflugi, segir ástand flugbrauta víða um land óviðunandi. Verst sé þó brautin á Norðfirði. Fyrirtækið Kræsingar, áður Gæða- kokkar, hefur verið sýknað af ákæru sem tengdist því að ekkert nautakjöt fannst í nautabökum frá fyrirtækinu. Dómari taldi ekki nægilegt að rann- saka aðeins eitt sýni úr bökum og að ekki væri hægt að útiloka að um óhapp hefði verið að ræða. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands, en ákært var fyrir misræmi á milli innihalds og innihaldslýsingar kjöt- bakanna. DNA-rannsókn sem gerð var hjá Matís leiddi í ljós að ekkert var af nautakjöti í tveimur bökum sem rannsakaðar voru. Fyrir dóminn voru lagðar niðurstöður annarrar rannsóknarinnar, sem var gerð í kjölfar hrossakjötshneykslis sem skók Evrópu 2013. Að sögn Jóns Hauks Haukssonar, sækjanda í mál- inu, gerði dómari athugasemdir við rannsókn málsins því ekki hefðu nægilega mörg sýni verið rannsökuð. Sýknað vegna skorts á nautakjöti Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ferðafólk á leið um Borgarfjörð get- ur á næsta ári baðað sig í vatni úr vatnsmesta hver Evrópu. Bræður frá Deildartungu II eru ásamt kon- um sínum að hefja uppbyggingu á náttúrulaugum á landi sínu, skammt frá hvernum. „Við höfum gælt við það í mörg ár að byggja eitthvað upp hérna. Hug- myndin um að gera náttúrulaugar hefur orðið til á síðustu mánuðum,“ segir Dagur Andrésson, garð- yrkjubóndi frá Deildartungu. Hann er að undirbúa uppbyggingu nátt- úrulauganna ásamt Báru Ein- arsdóttur, konu sinni, Sveini bróður sínum og Jónu Ester Kristjáns- dóttur konu hans. Meira að sækja í Borgarfjörð Þau horfa til þess að ferðafólki sem kemur að Deildartunguhver fjölgar ár frá ári og hefur gert frá því Deildartunguhver var virkjaður á árinu 1981. Áður var hann ekki að- gengilegur. „Við sjáum að það er að verða sprenging í ferðamannastraumnum hér í Borgarfirði, fjöldinn vex ár frá ári,“ segir Dagur. Hann hefur það frá forsvarsmönnum ferðaskrifstofa að þeir vilji beina ferðum sínum meira til Vesturlands enda séu áfangastaðir þar ónumið land í þessu tilliti. Hann nefnir að íshellirinn sem verið er að grafa í Langjökli hafi örugglega mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn sem og hótel í Húsafelli og því liggi straumurinn meira en áður um uppsveitir Borg- arfjarðar. Náttúrulaugarnar verða byggðar á landi Deildartungu II og verða innan við hundrað metra frá hvern- um. Pottarnir verða byggðir úr nátt- úrulegum efnum og vatnið tekið beint úr hvernum og blandað með köldu vatni til að fá hæfilegan hita. Það verður brennisteinslykt af vatn- inu og gestir þurfa því ekki að efast um að þeir séu að baða sig í vatni sem komi beint úr hvernum. Eina þjónustan sem gestir geta fengið við Deildartunguhver er að kaupa grænmeti í sjálfsölu. Fyrir því standa Sveinn og Jóna Ester en þau eru garðyrkjubændur í Víði- gerði sem er rétt við hverinn. Það mun breytast með uppbygg- ingunni í Deildartungu því í þjón- ustuhúsinu sem verður 470 fermetr- ar að gólfflatarmáli, verða búningsaðstaða fyrir 140 manns, af- greiðsla, veitingasalur og minja- gripasala. Fólk getur örugglega áfram fengið keypt grænmeti frá garðyrkjubændunum. Við pottana verður síðan hvíldarherbergi og gufuböð fyrir gestina. Verið er að hanna mannvirkin og er stefnt að því að hefja verklegar framkvæmdir með vorinu. Vonast er til að hægt verði að opna aðstöðuna fyrir gestum áður en aðal-ferða- mannatíminn hefst vorið 2016. Teikning/Brynhildur Guðlaugsdóttir Útlit Þjónustubyggingin í Deildartungu II verður 470 fermetrar að gólfflatarmáli. Áætlað er að allt að tuttugu starfsmenn verði við reksturinn, þegar mest verður um að vera, og opið allt árið. Laugar með vatni úr Deildartunguhver  Tvenn hjón undirbúa byggingu náttúrulauga við vatnsmesta hver Evrópu og tilheyrandi þjónustu  Hátt í 200 þúsund gestir koma þangað árlega  Engin þjónusta hefur verið veitt á staðnum Ljósmynd/Skessuhorn Við hverinn Bára Einarsdóttir, Dagur Andrésson, Sveinn Andrésson og Jóna Ester Kristjánsdóttir standa að uppbyggingu náttúrulauganna. Ferðafólki við Deildartunguhver fjölgar ár frá ári og er áætlað að í ár hafi komið þangað hátt í 200 þúsund manns. Enga þjón- ustu er að hafa en hægt að upp- lifa kraftinn í þessum mikla vatnshver sem raunar var virkj- aður fyrir rúmum þremur ára- tugum. Skoðunin er þeim tak- mörkunum háð. Kolbrún Sjöfn Árnadóttir, móðir garðyrkjubændanna Dags og Sveins, skráði niður allar rút- ur sem þangað komu í sumar og hversu stórar þær voru. Áætlað er að annar eins fjöldi komi á einkabílum og niðurstaðan er að hátt í 200 þúsund gestir hafi lagt leið sína þangað. Mamman taldi rúturnar FJÖLDI FERÐAFÓLKS Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.