Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Sú undarlega uppákoma varð áfundi borgarstjórnar í vikunni, að tvisvar var gert fundarhlé til að upplýsa um stöðu mála eftir að 11 ára gömul stúlka týndist eftir að hafa nýtt sér Ferðaþjónustu fatl- aðra. Og það sem gerir málið enn sérstakara er að fundarhléin voru tekin skömmu eftir að sérstökum umræðum um vanda Ferðaþjónust- unnar lauk.    Þessar umræðurfóru fram að ósk sjálfstæðismanna og í þeim sagði Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi meðal annars að borgarstjóri og aðrir fulltrúar meiri- hluta borgarstjórnar hefðu síður en svo axlað ábyrgð á því sem farið hefði úr- skeiðis í málefnum Ferðaþjónustunnar.    Alvarlegur vandihefði strax kom- ið fram en meirihlutinn hefði vísað tillögu Framsóknar og flugvall- arvina, sem fram kom í janúar, til nefndar í stað þess að aðhafast eitt- hvað. Vandinn hefði magnast og það hefði ekki verið fyrr en í febrúar sem skipuð hefði verið neyðarstjórn.    Svo gerist það sem sagt síðar áþessum sama fundi að tvívegis er gert hlé vegna þess að enn einn farþeginn týnist.    Það verður tæpast talið ofmælt aðborgarstjóri og félagar hans hafi ekki axlað ábyrgð á ósköp- unum.    En hvar eru allir þeir sem reglu-lega krefjast þess að stjórn- málamenn axli ábyrgð og jafnvel af engu tilefni? Hvers vegna er Dagur B. friðhelgur í þeirra augum? Kjartan Magnússon Ber borgarstjóri enga ábyrgð? STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Veður víða um heim 20.2., kl. 18.00 Reykjavík -1 snjóél Bolungarvík -6 alskýjað Akureyri -5 snjókoma Nuuk -10 snjókoma Þórshöfn 3 skýjað Ósló 2 léttskýjað Kaupmannahöfn 2 skúrir Stokkhólmur 3 skýjað Helsinki 2 þoka Lúxemborg 8 heiðskírt Brussel 6 skúrir Dublin 3 léttskýjað Glasgow 5 skýjað London 7 léttskýjað París 7 skúrir Amsterdam 6 skýjað Hamborg 5 skúrir Berlín 8 skýjað Vín 7 léttskýjað Moskva 2 þoka Algarve 13 léttskýjað Madríd 11 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 skýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 10 heiðskírt Winnipeg -12 snjókoma Montreal -17 skafrenningur New York -12 heiðskírt Chicago -12 alskýjað Orlando 7 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:04 18:20 ÍSAFJÖRÐUR 9:17 18:17 SIGLUFJÖRÐUR 9:00 17:59 DJÚPIVOGUR 8:35 17:47 Fjöldi umsagna við frumvarp iðnað- ar- og viðskiptaráðherra um nátt- úrupassa hefur borist Alþingi. Frestur til að skila umsögnum rann út í gær. Í meirihluta umsagna sem birtar hafa verið er lýst andstöðu við náttúrupassann en skoðanir eru skiptar. Í umsögn Ferðamálasamtaka Ís- lands segir að meirihluti stjórnar samtakanna hafi stutt hugmyndir ráðherra um náttúrupassa alveg frá upphafi en ávallt lagt á það áherslu að útfæra þurfi einstaka þætti, s.s. markaðssetningu, söluleiðir o.fl., og ítreka samtökin fyrri tillögu um val- frjálsan náttúrupassa. Kayakklúbburinn í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýna frum- varpið og lýsir klúbburinn áhyggjum af ákvæði þar sem segir að allir ferðamannastaðir í eigu eða umsjón opinberra aðila eigi sjálfkrafa aðild að náttúrupassa. „Þetta gæti varðað okkur ræðara, s.s. á Þingvallavatni, Mývatni, Langasjó, Hvítárvatni, í ám á landinu, við sögulegar eyjar s.s. Viðey, Engey, Skrúð og Flatey á Breiðafirði svo dæmi séu nefnd,“ segir í umsögn Kayakklúbbsins. Segjast forsvarsmenn hans óttast fordæmi í túlkun fyrir landeigendur, „þannig að borga þyrfti fyrir að róa til dæmis í Rauðseyjar, Akureyjar, Brokey, Rifgirðingar, Purkey, Þern- ey, Elliðaárnar, Tungufljótið“. Lýst er áhyggjum af því að ferða- mannastaðir í eigu annarra en op- inberra aðila geti sótt um aðild að náttúrupassa. „Mætti þá krefjast náttúrupassa eða sambærilegra upp- lýsinga um fyrirframgreiðslu fyrir róður þar sem land er í einkaeigu, s.s á innfjörðum eins og Mjóafirði í Ísa- fjarðardjúpi, á vötnum svo sem Leg- inum á Héraði eða Hestvatni í Grímsnesi, eða ef farið er í Vigur, Æðey eða eyjar á Breiðafirði? Róið við Hvammsvík í Hvalfirði? Mörkin eru hér engan veginn skýr.“ Landssamtök landeigenda leggj- ast ekki gegn setningu laga um nátt- úrupassa „þrátt fyrir að það sé mat þeirra að lagasetningin sé að mestu óþörf og frekar til þess fallin að gera innheimtu aðgangseyrisins flókna og viðurhlutamikla“, segir m.a. í um- sögn samtakanna, sem gera fjöl- margar athugasemdir við ákvæði frumvarpsins. Styðja skynsamlega útfærslu ASÍ tekur undir mikilvægi þess að fjárfesta í uppbyggingu ferðamanna- staða en telur að tillagan um nátt- úrupassa sé síst af þeim leiðum sem færar séu. Stjórn Útivistar kveðst styðja hugmyndir um skynsamlega úrfærslu á gjaldtöku af ferðamönn- um til uppbyggingar ferðamanna- stöðum en leggst hins vegar gegn út- færslum á náttúrupassanum sem ráðherra hefur lagt fram. Í ítarlegri umfjöllun Rannsókna- miðstöðvar ferðamála segir að nátt- úrupassi sé ekki heppileg leið til að afla tekna til uppbyggingar innviða. „Það er ekkert við íslenska ferða- þjónustu sem skapar þá sérstöðu að hér verði að fara aðrar leiðir en farn- ar eru annars staðar í tekjuöflun vegna heimsókna ferðamanna. Gisti- náttagjald/skatt er þess virði að skoða betur […].“ omfr@mbl.is Náttúrupassi gagnrýndur  Andstöðu lýst við náttúrupassa í meirihluta umsagna  Kayakklúbburinn óttast að greiða þurfi þegar róið er á vötnum, ám og fjörðum og við sögulegar eyjar Morgunblaðið/Kristinn Kajakræðarar Kayakklúbburinn telur vel á fimmta hundrað félaga. Í dag fer fram ráðstefna í menningar- miðstöðinni Gerðubergi um skólastarf og fjölmenningu. Verður m.a. rætt um hæfni kenn- ara og þau úr- lausnarefni sem bíða í skólum þar sem nemendur eru af mörgum þjóðernum. Ráðstefnan hefst kl. níu og stendur til fjögur síðdegis. Meðal fyrirlesara eru Jacek Pyzalski, prófessor við háskólann í Poznan, Póllandi, Monika Sienkie- wicz, skólastjóri Pólska skólans í Reykjavík, og Elín Einarsdóttir, ráðgjafi í Álfhólsskóla. Meðal umræðuefna eru þær áskoranir sem foreldrar af ólíku þjóðerni standa frammi fyrir þegar kemur að félagslífi nemenda. Ráðstefna um fjöl- menningu í skólum Monika Sienkiewicz Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Síðasta sýningarhelgi Allir velkomnir Várlongsul · málverkasýning Listmuna uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Síðustu forvöð til að koma með verk á næsta uppboð er 23. febrúar Finleif Mortensen 6. - 22. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.