Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 35
Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 ✝ Sverrir Gísla-son múrara- meistari fæddist í Reykjavík 14. októ- ber 1931. Hann lést á Borgarspít- alanum 8. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Gísli Jóhann Jónsson loft- skeytamaður, f. 25. maí 1910, d. 8. apríl 1941 og Jóna Pálsdóttir, hús- freyja, f. 24. júlí 1913, d. 27. október 1942. Systur Sverris sammæðra eru: Þuríður, f. 1935, Ásta, f. 1936, og Ásthildur, f. 1940. Bræður Sverris samfeðra eru: Sigurður, f. 1935, Gunnar, f. 1937, d. 1969, og Brynjólfur, f. 1934, d. 1955. Sverrir kvæntist 11. júní 1955 Ólafíu Sigríði Birnu Bjarnadótt- ur, f. 11. júní 1935, d. 8. desem- ber 2013. Börn Sverris og Ólafíu eru: 1. Jóna Elísabet, f. 16. mars aðist Sverrir Sigríði Helgu Sverrisdóttur, f. 25. október 1964, hennar börn eru: Kristján Ari, f. 1987 og Helena, f. 2005. Barnabarnabörnin eru átta. Sverrir ólst upp í Heydal við Ísafjarðardjúp og fluttist ungur til Reykjavíkur. Hann útskrifast úr Iðnskólanum sem múrari árið 1959 og síðar sem meistari 1974. Hann starfaði sem múrari víða um land en fluttist síðan árið 1974 austur í Þykkvabæ í Rang- árvallasýslu og stundaði þar kartöflurækt og síðan sveppa- rækt. Hann var einn af frum- kvöðlum svepparæktar á Íslandi. Sverrir var virkur félagi í Harm- onikkufélagi Reykjavíkur og Harmonikkufélagi Rangæinga Hann stofnaði bókaútgáfuna Gýjastein og gaf út fimm bækur, þar af tvær ljósmyndabækur sem sýna mannlífið í Ísafjarðar- djúpi fyrr á árum. Síðasta árið sem Sverrir lifði bjó hann á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Útför Sverris fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag, 21. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 1955, maki Pálmar Hörður Guðbrands- son, f. 19. apríl 1953, þeirra börn eru: a) Sigmar Freyr, f. 1976, b) Sverrir, f. 1981, c) Sigurfinna, f. 1983, c) Aldís Harpa, f. 1987. 2. Bjarni Rún- ar, f. 27. október 1956, börn hans eru: a) Örvar, f. 1979, b) Sigurbjörg, f. 1990, c) Hulda Rún, f. 2002. 3. Elín Þóra, f. 24. maí 1959, maki Einar Bjarnason, f. 9. júlí 1957, börn þeirra eru: a) Birna María, f. 1981, b) Karen Inga, f. 1985, c) Bjarni, f. 1989, d) Einar Valur, f. 1991. 4. Sverrir Þór, f. 20. apríl 1964, maki Brynja Sverrisdóttir, f. 8. febrúar 1960, barn þeirra er: Alexander, f. 1991, fóstur- sonur Sverris er Daði Freyr Kristjánsson, f. 1982. Með Krist- ínu Ingunni Haraldsdóttir eign- Elsku afi. Þú komst í þennan heim á áhugaverðum tímum. Að sama skapi erfiðum tímum. Uppvöxtur þinn mótaði þig mikið og tíminn sem þú varðir í djúpum Ísafjarð- ar lagði grunninn að þeim manni sem þú varst. Sterkbyggður, jafnt að innan sem utan. Sannur víkingur. Dálæti þitt á íslensku smjöri og sveitamat er vitnis- burður þess. Áhugi þinn á skáld- skap og dægurmálum af öllum toga var augljós og engum duld- ist hvert var þitt uppáhalds- skáld. Seint mun það mér úr minni líða þegar þú færðir mér slysamyndina af mér fimm ára gömlum með áfasta setninguna: „Því er öldur best / að aftur um heimtir / hver sitt geð gumi“, sem kemur úr ranni Hávamála. Þú varst alltaf svona, kunnir mikið af skáldskap og þessi setn- ing lýsir þér svo vel sem þeim göfuglynda manni sem þú varst. Nú þar sem þú kveður þennan heim þá vil ég þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman og trúi því að þú finnir þig aftur í örmum hennar ömmu. Þinn vinur og barnabarn, Alexander Á. Sverrisson. Elsku afi minn er farinn frá mér en hann kallaði mig alltaf litlu prinsessuna sína. Hann var afi súperman og ég man eftir því þegar ég kom með Sigurbjörgu til hans og ömmu og amma gaf okkur kleinur og smurt brauð með kaffinu. Ég sat alltaf í fang- inu á afa þegar ég kom í Hábæ. Einnig man ég eftir því þegar við fórum heim til pabba og horfðum á vídeó af okkur og afa og við skemmtum okkur vel saman. Afi talaði mikið um sveitina sína fyrir vestan og sagði mér margar sögur úr æsk- unni. Ég man líka eftir því þeg- ar við fórum í ferðalag að Reykjanesi til þess að skoða all- ar ljósmyndirnar sem hann átti þar á sýningu. Afi hafði nefni- lega rosalega mikinn áhuga á ljósmyndun og átti óteljandi margar svarthvítar myndir. Hann bjó líka til bækur með myndunum um fólkið í gamla daga sem hann hafði tekið myndir af. Mikið á ég eftir að sakna þess að koma til afa og ömmu í Hábæ. Ég sakna þeirra mikið. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Hulda Rún. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ ei saka. Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en Guð þau telur, því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, Það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Kveðja Brynja Katrín. Það var skömmu fyrir 1990 að leiðir okkar Sverris Gíslasonar lágu fyrst saman á æfingu hljómsveitar Harmonikufélags Reykjavíkur, sem nefnd var Stórsveitin. Fljótlega tókst með okkur Sverri góð vinátta og sam- vinna og svo var um fleiri. Mér er því ljúft að rita þessi fátæk- legu orð að honum gengnum. Harmonikuleikur og fé- lagsstarf áttu hug Sverris allan. Hann var hvers manns hugljúfi í Harmonikufélagi Reykjavíkur og ekki síst í röðum tónlistar- manna í hinni stóru hljómsveit félagsins, sem um tíma hafði á að skipa yfir 50 hljóðfæraleik- urum. Á þessum tíma bjó Sverrir lengst af á Hellu og kom þaðan vikulega á æfingar Stórsveitar- innar hvernig sem viðraði. Ef Sverrir mætti ekki var það skýr vísbending um að kolófært væri bæði um Hellisheiði og Þrengslaveg – jafnvel fyrir hinn öfluga trukk Sverris. En Sverrir lét sér ekki nægja að spila á hljóðfæri sitt á æfing- um, heldur tók hann það upp hjá sjálfum sér að afla fjár fyrir rýra sjóði félagsins. Þetta gerði hann m.a. með kartöflusölu til fé- lagsmanna og fleiri við mjög vægu verði. Lagði jafnan inn í félagssjóð allan afrakstur söl- unnar umfram tilkostnað fram- leiðanda. Meðan Sverrir útveg- aði kartöflurnar, var það álitin höfuðsynd gagnvart félaginu, að kaupa kartöflur annars staðar, enda vissu allir að Sverrir hafði ímugust á slíku athæfi. En Sverrir lét ekki við þetta sitja. Í rúman áratug a.m.k. tók hann óumbeðinn upp á mynd- bönd alla þá fjölmörgu menning- arviðburði, sem félagið stóð fyr- ir. Þegar hann gat ekki stjórnað tökuvélinni vegna þess að hann sjálfur væri að spila á viðkom- andi tónleikum, útvegaði hann menn í sinn stað við tökuvélina, stundum fagmenn, og greiddi jafnframt allan kostnað úr eigin vasa. Fyrir 2-3 árum færði Sverrir svo félaginu að gjöf öll þau myndbönd, sem hann gert um viðburði félagsins. Þetta menn- ingarsafn telur um 60-80 mynd- bönd að ég best veit. Harmonikufélag Reykjavíkur og sá sem hér stýrir penna standa í mikilli þakkarskuld við Sverri fyrir alla hans góðsemi og fórnfúsa starf. Minningin um þennan mæta dreng mun ætíð varðveitast. Björn Ólafur Hallgrímsson. Sverrir Gíslason ✝ Stefán Þór-arinsson fædd- ist á Reyðarfirði 3. janúar 1944. Hann lést á Borgarspítal- anum 12. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Þórarinn Stef- ánsson og Elín María Guðjóns- dóttir. Stefán var einn af 13 systkinum og eru þau í aldursröð: Guðjón, Sig- ríður, Guðríður (látin), Margrét, Stefán, Guðmundur, María, Sig- urberg (látinn), Þór, Sveinbjörn, Vilmundur, Kristín Ósk og Elm- ar Sófus. Stefán giftist Kristínu Ólöfu Magnúsdóttur 13. júlí 1968 en hún lést 30. september 2001. Stefán og Ólöf bjuggu allan sinn búskap á Reyðar- firði. Börn þeirra eru 1. Elín María Stefánsdóttir, f. 1. nóvember 1968, gift Sigurður Halldórs- syni og eiga þau tvö börn, Kristófer, f. 1997, og Elmu Líf , f. 2006. 2. Þórarinn Magnús Stefánsson, f. 1. október 1970, sonur hans er Arnar Óli, f. 2005. Stefán starfaði nánast alla sína starfsævi sem bílstjóri og lengst af hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa. Útför Stefáns fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 21. febrúar 2015, og hefst athöfnin klukkan 14. Kæri bróðir okkar, hann Stebbi, er dáinn. Allt of snemma og allt of snöggt. En það er kannski það besta úr því sem komið var. Þú varst drengur góður, léttur og skemmtilegur. Og eigum við eftir að sakna þess mjög að heyra ekki frá þér framar. En þú hringdir reglulega og sagðir svo skemmtilega frá og áttir svo margar sögur að segja. Til dæmis söguna af honum Rósmundi… Honum gafstu þetta nýja nafn því hann var svo tattú- veraður… Svona datt þér nú ým- islegt í hug, sem var bara skemmtilegt og særði engan. Elsku bróðir, hvíl í friði og við hittumst seinna. Þínar systur María og Kristín. Dugnaðardrengurinn Stefán Þórarinsson er allur og upp úr hugskoti mínu dreg ég margar mætar myndir af honum Stebba Tóta eins og hann var oftast kall- aður. Þau voru mörg og mann- vænleg Sólheimasystkinin, vinnusöm og vel gerð, þau urðu góðir þegnar og gegnir. Móðir þeirra hún Elín María dó frá mörgum þeirra ungum af barnsförum að þrettánda barninu og það setti sitt mark á föðurinn og þau svo sannarlega, enda móðirin rómuð fyrir alúðar- fulla umhyggju og myndvirkni. Þar var Stefán minn eðlilega ekki undanskilinn, þó að hann ætti þá athvarf gott hjá miklu ágætis- fólki. Hann varð snemma dug- andi að hverju sem hann gekk, draumur hans um að verða bif- vélavirki rættist ekki, en hæfi- leikana til þess skorti ekki, allt sem bifreiðum viðkom vakti áhuga hans og þekkingin á öllu þar mikil og góð. Starf vörubíl- stjóra í erfiðri vetrarfærð, allt yf- ir í hreina ófærð var sannarlega ekki tekið út með sældinni. Það var oft hrein prófraun á þolgæði og karlmennsku sem þreyta varð og því prófi lauk Stefán með heiðri og sóma. Og erfið var vinn- an við að ferma og afferma oft á tíðum og þar kom til snerpa Stef- áns og seigla, en umfram allt lagni, en af öllum þessum eðlis- kostum átti hann gnótt góða. Á ferðum sínum sem bifreiðarstjóri kynntist hann landinu vel og varð fróður um einstaka staði, íbúana og sögu byggðarlaganna, en einn- ig nutu þau hjónin Ólöf og hann þess að ferðast um Ísland og höfðu af því sanna unun. Stefán minn var hress í bragði og glaðbeittur vel um leið og hann naut þess ævinlega að segja frá, skemmtilegur var hann í spjalli, gamansemin honum eins og í blóð borin og gott var að eiga með honum upprifjan gamalla tíma. Jóhann Sæberg sonur minn sem var góðvinur Stefáns vottar að Stefán hafi verið með skemmti- legustu sögumönnum sem hann hafi þekkt og þekkir hann þó anzi marga. Hann vitnar einnig um eins og ég hversu greiðvikinn Stefán var og einstaklega hjálp- samur og nutu þess ótalmargir. Stefán eignaðist ágætan lífsföru- naut, hana Ólöfu vinkonu okkar, en samferð þeirra tók of fljótt af, þar kom hinn illi vágestur til sög- unnar og lagði þessa annars iðju- sömu og hressu konu að velli. Það var ævinlega gott að hitta á Stefán minn og aldrei sem þeg- ar hann fullur eldmóðs fór um Austurland til að stofna AA- deildir, gekk þar rösklega til verks eins og alltaf, vann þar gott starf af stakri óeigingirni. Vaskur og einlægur drengur er fallinn frá og um hann á ég og mitt fólk ekki síður margar góðar minn- ingamyndir sem þakka ber. Börnum hans sendum við Hanna einlægar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Stefáns Þórarins- sonar. Helgi Seljan. Stefán Þórarinsson Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, MARKÚS ÞORKELSSON frá Gerðum, Gaulverjabæjarhreppi, síðar Staðarbakka, Eyrarbakka, lést fimmtudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 13. . Þorkell H. Markússon, Ragnhildur Benediktsdóttir, Magnús Öfjörð Markússon, Sandra Pálsdóttir, Kolbrún Markúsdóttir, Agnar Bent Brynjólfsson, Þórarinn Öfjörð Sigurðss., Geraldine Gonzales, Sveinn Ármann Sigurðss., Guðrún J. Guðbjartsdóttir, barnabörn, langafabörn og langalangafabarn. Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN J. VIGFÚSDÓTTIR vefnaðarkennari og veflistakona, áður til heimilis að Vogatungu 29, Kópavogi og Ísafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 9. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Digraneskirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 13. . Eyrún Ísfold Gísladóttir, Sturla Rafn Guðmundsson, Gísli Örn Sturluson, Marie Persson, Snorri Björn Sturluson, Guðrún J. Sturludóttir, Eyrún Linnea, Hanna Ísabella og Lisa Marie Gísladætur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG ÁRNADÓTTIR, Uppsölum, Akrahreppi, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks miðvikudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Silfrastaðakirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14. . Árni Bjarnason, Eyþór Árnason, Sigríður H. Gunnarsdóttir, Elín Sigurlaug Árnadóttir, Rúnar Jónsson, Drífa Árnadóttir, Vigfús Þorsteinsson, Anna Sólveig Árnadóttir, Steinarr Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYRÚN LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Seljahlíð, áður til heimilis að Stigahlíð 14, lést miðvikudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13. . Bragi Helgason, Kristín Þorsteins, Sigurveig Helgadóttir, Ari Stefánsson, Guðrún Helgadóttir, Hilmar Jóhannsson, Steinunn Helgadóttir, Kristinn Jörundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA STEFÁNSDÓTTIR garðyrkjumaður, lést á Landakoti sunnudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13. . Jökull E. Sigurðsson, Kristín Hlíf Andrésdóttir, Stefán Sigurðsson, Brynhildur Kristjánsdóttir, Trausti Sigurðsson, Hanna Dóra Magnúsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.