Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Bókhaldsþjónusta Arnar Ingólfssonar hefur verið starfræktfrá árinu 1989, en Örn Ingólfsson, eigandi hennar, á 70 áraafmæli í dag. Hann stofnaði bókhaldsþjónustuna þegar Karnabær hætti starfsemi en hann var bókari þar. Sjö starfsmenn vinna hjá bókhaldsþjónustunni og á viðskipta- mannalistanum eru 800 númer. „Þetta eru fyrirtæki, einyrkjar í rekstri og einnig einstaklingar með framtöl.“ Fjölskyldan á sumarbústað í landi Syðri-Reykja í Biskupstungum, keypti bústaðinn árið 1999. „Við förum þangað allt árið og eins oft og við komumst, en reynd- ar hefur þessi vetur verið erfiður út af veðri en alla jafna er hann mikið notaður.“ Örn segist þó lítið vera fyrir jarðrækt. „Nei, ég er voða lítið grænn og ég vil hafa sem mest útsýni.“ Örn og frú fara töluvert til útlanda og alltaf tvisvar á ári til Kan- aríeyja, en þar á fjölskyldan litla íbúð. Á að gera eitthvað í tilefni dagsins? „Þetta er ekkert til að halda upp á, þetta er orðin alltof há tala,“ segir Örn „Síðast hélt ég upp á fertugsafmælið og gerði það eftir- minnilega, nánasta fjölskylda kemur bara í mat núna.“ Eiginkona Arnar er Hrafnhildur Bjarnadóttir og börn þeirra eru Ólafur Ingvar, Gunnar Þór og Svava. Örn Ingólfsson er sjötugur í dag Í flughöfn Örn Ingólfsson á leið í eitt ferðalagið. Alltof há tala til að halda upp á daginn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Auður Egilsdóttir og Einar Elías Guðlaugsson eiga 50 ára brúðkaups- afmæli á morgun, 22. febrúar. Þau verða að heiman. Árnað heilla Gullbrúðkaup A uður fæddist í Reykjavík 21.2. 1965. Hún ólst upp í Laugarnesinu í Reykjavík og gekk í Laugarnesskóla fram til 12 ára aldurs, lauk síðan grunnskóla- námi í Kvennaskólanum í Reykjavík, stúdentsprófi frá Verslunarskóla Ís- lands vorið 1985, lauk B.Sc. prófi í landafræði frá HÍ vorið 1991, B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands vorið 1993 og M.Ed. frá University of Aberdeen í Skotlandi vorið 1996 með áherslu á mat á skólastarfi, stjórnun og þróun námskrár. Haustið 2014 lauk Auður svo doktorsprófi frá HÍ í menntunarfræðum en doktorsritgerð hennar fjallar einkum um mat á skólastarfi og grunnþáttinn sjálf- bærni. Fjölskyldutaugar og Teigarnir „Afi byggði húsið Kirkjuteig 29 og þar ólst ég upp í næsta nágrenni við þessa fallegu og vinalegu kirkju. Auður Pálsdóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ – 50 ára Á leið í doktorsvörn sína Auður ásamt manni sínum, Ingólfi Ásgeiri, og börnunum, Bjargeyju Þóru og Páli Ágústi. Sinnir fjölskyldunni og kristilegu æskulýðsstarfi Auður og unga fólkið Auður í ferð á Evrópumót KFUM í Prag í ágúst 2013. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isÁRMÚLA 38 – SÍMI 588 5010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.