Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Kempur Þeir Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldsson fóru á kostum í gær á sögutónleikum í Salnum. Þeir sungu sín vinsælustu lög og sögðu sögurnar á bak við þau. Árni Sæberg Landsvirkjun verð- ur að hysja upp um sig og uppfylla fyrr en seinna meira en tutt- ugu ára gamalt loforð um fiskveg gegnum stífluna sem skilur að Efra-Sog og Þing- vallavatn. Einungis þannig er hægt að endurheimta hrygn- ingarstöðvar stór- urriðans sem töpuðust með virkjun árinnar 1959. Stórurriðinn í Þingvallavatni er ekkert venjulegur urriði. Hann er eini stofninn í heiminum sem lifað hefur í algerri einangrun frá öðrum stofnum síðan ísöld slotaði. Hann er líka stór- vaxnasti stofn sem sögur fara af, núlifandi og dauðra, og verður að meðaltali þriðjungi stærri en Hun- der-stofninn í Mjösa, Noregi, sem þó er oft tekinn sem dæmi um ein- staklega stórvaxinn stofn. Þingval- laurriðinn er því fágæt gersemi sem mikilvægt er að tryggja öruggt framhaldslíf. Besta leiðin til þess er fiskvegur í Efra-Sog og í framhaldinu endurreisn gömlu hrygningarstöðvanna. Skýr fyrirmæli Alþingis Loforð Landsvirkjunar kom upp- haflega fram þegar ég var um- hverfisráðherra 1993-1995. Áður, þegar allt benti til að urriðinn væri að deyja út, hafði ég reifað þá hug- mynd á Alþingi að stíflan yrði fjar- lægð og Efra-Sog sett í sitt upp- haflega horf. Á þessum árum hlaut þetta viðhorf stuðning ráðherra í tveimur ríkisstjórnum og þing- manna samtals fjög- urra stjórnmálaflokka. Loforð Landsvirkj- unar var því efalítið sett fram til að deyfa kröfur um að virkj- unin yrði fjarlægð. Fyrirtækinu til hróss má segja að upp frá því hefur það svarað margháttaðri gagnrýni á aðgerðaleysi and- spænis yfirvofandi út- rýmingu urriðans með ýmsum mikilvægum aðgerðum og þátttöku í rann- sóknum. Landsvirkjun tók meðal annars fyrsta skrefið að fiskvegi með því að hleypa á nýjan leik svo- litlu rennsli á Efra-Sogið sem þá hafði mátt ganga skraufþurrt um áratugaskeið. Að sönnu er rennslið ekki mikið, aðeins 1/20 af vatns- magni Efra-Sogs fyrir virkjun, en miklu meira en nóg til að koma þar upp stórum hrygningarstofni ef aðrar aðgerðir fylgja í kjölfarið. Fiskvegurinn virðist hins vegar hafa lent í varanlegri útideyfu. Tíu árum eftir að Landsvirkjun lofaði honum var framkvæmdin ekki komin lengra en í skoðun. Það kom fram í umræðum okkar Davíðs Oddssonar, þáv. forsætisráðherra, á Alþingi árið 2004. Skortir þó ekki að síðan hafa bæði Þingvallanefnd og Alþingi lagt sinn atbeina að því að þrýsta á að Landsvirkjun standi við orð sín. Þingvallanefnd, undir vaskri forystu Björns Bjarnasonar, samþykkti þannig árið 2004 mjög merkilega 20 ára stefnumótun til ársins 2024 sem fylgt er í dag, og þar er fiskvegur í Efra-Sog skil- greindur sem eitt af meginmark- miðum til framtíðar. Í fyrra, á lokadegi vorþings, ítrekaði svo Al- þingi ótvíræðan vilja sinn með því að samþykkja einróma þingsálykt- un að minni tillögu um að fiskveg- inum yrði hrint í framkvæmd. And- spænis vilja Alþingis getur því Landsvirkjun ekki lengur skilað auðu. Hervirkin á Þingvallavatni Stærsti hrygningarstofn stór- urriða sem þekktist um víða veröld var í efri hluta Efra-Sogs og úti fyrir árkjaftinum í sk. Útfalli, eina afrennsli Þingvallavatns. Upphaf skipulagðrar ferðaþjónustu fyrir útlendinga má rekja til þess að hvaðanæva að úr Evrópu komu menn þangað til að veiða stærstu urriða í heimi. Virkjunin drap þennan mikla stofn bókstaflega á einu augabragði. Hún olli jafnframt öðrum stórspjöllum á vatninu. Árið 1959 var sannkallað annus horribil- is í sögu Þingvallavatns því auk þess sem skrúfað var, bókstaflega talað, fyrir Efra-Sogið rauf norð- anstormur bráðabirgðastíflu fram- an við nýgerð jarðgöng á sjálfan þjóðhátíðardaginn með þeim afleið- ingum að Þingvallavatn fossaði í tvær vikur niður í Úlfljótsvatn. Það tók áratugi fyrir lífríkið að ná sér. Straumkastið reif líka með sér þykk lög af hrygningarmöl framan við árkjaftinn og skildi eftir berar klappir. Öldungis útilokað var að leifar stofnsins gætu hrygnt þar áfram. Í kjölfarið var Þingvallavatn svo notað um áratugi sem miðl- unarlón fyrir Steingrímsstöð, með þeim afleiðingum að vatnsborðið hækkaði og miklar sveiflur fylgdu á vatnsborðinu. Þær löskuðu, í sumum tilvikum gjöreyddu, ör- smáum stofnum stórurriða sem hrygndu við uppsprettur þar sem sprungur á hraunbotninum skáru malbornar strendur. – Ég læt svo vera að rekja hvaða áhrif þessi ósköp höfðu á kuðungableikjuna, helsta veiðifisk stangveiðimanna, sem upp úr þessu lenti í mesta basli áratugum saman. Bleikjurökin Einu rökin sem ég hefi heyrt gegn fiskvegi, óformlega eins og annað sem honum tengist, er að menn óttist að um hann gæti bleikja synt úr Úlfljótsvatni upp í Þingvallavatn, og riðlað þeim fjór- um bleikjuafbrigðum sem vatnið er frægt fyrir. Sjálfsagt er að sér- fræðingar rannsaki það í tætlur, eins og og allt annað sem þarf að kanna til þrautar í tengslum við framkvæmd af þessu tagi. Við bleikjurökin geri ég hins vegar þrjár athugasemdir: Í fyrsta lagi, þá er augljóst að frá aldaöðli hefur alltaf verið bleikjurek hina leiðina, þ.e.a.s. úr Þingvallavatni gegnum Efra-Sog og niður í Úlfljótsvatn. Vestan við Útfallið var alltaf, og er enn, mergð bleikjuseiða, og óhjá- kvæmilegt annað en straumurinn niður óbeislaða ána hrifsaði stöðugt með sér bleikjuseiði og flytti þann- ig gen Þingvallableikjunnar niður í Úlfljótsvatn. Vafasamt er því að ætla að fiskvegur geti spillt bleikjuarfgerðunum í Þingvalla- vatni. Í öðru lagi liggja fyrir rann- sóknir, sem staðfesta að í Úlfljóts- vatni er að finna sömu fjögur bleikjuafbrigðin og eru til staðar í Þingvallavatni. Þetta kemur fram í skýrslum sem Veiðimálastofnun hefur gert. Jafnvel þó að bleikja kæmist upp í gegnum Efra-Sog yrði skv. því ekki um neina „erfða- mengun“ að ræða. Í þriðja lagi er sá reginmunur á tegundunum tveimur að urriðinn er stökkfiskur, en ekki bleikjan. Eng- inn er ég sérfræðingur um fiski- stiga og -vegi. Þennan eðlismun hlýtur þó að vera hægt að nýta til að hanna fiskveg sem hleypir urr- iða auðveldlega upp en tálmar för bleikjunnar. Einhverjir sem betur þekkja hafa nefnt að væri t.d. neðri endi fiskvegarins svo sem feti ofar vatnsborðinu dygði það til að skilja bleikjuna frá urriðanum. Ákvörðun, takk! Eftir 20 ára bið verður Lands- virkjun að hefjast handa. Úr því sem komið er væri æskilegast að hún birti hugmyndir sínar um fisk- veg, skapi þannig almenningi og sérfræðingum svigrúm til athuga- semda, bæði gegn fiskvegi sé and- staða fyrir hendi, en hugsanlega til að breyta honum til batnaðar frá hugmyndum Landsvirkjunar. Í kjölfar úrvinnslu þeirra þarf svo ákvörðun, og síðan að láta hendur standa fram úr ermum. Það er kominn tími á að Landsvirkjun gjaldi urriðanum það sem urriðans er. Eftir Össur Skarphéðinsson » Loforð Landsvirkj- unar var því efalítið sett fram til að deyfa kröfur um að virkjunin yrði fjarlægð. Össur Skarphéðinsson Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra. Fiskvegur í Efra-Sog og Landsvirkjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.