Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 16
vegum, þó að umferð hafi aukist verulega á síðustu árum vegna stöð- ugs aukins ferðamannastraums allt árið í Mýrdalnum.    Búið er að leggja ljósleiðara heim á flesta sveitabæi í Mýrdal og í Grunnskólann í Vík en Margrét Harðardóttir og Steinþór Vigfús- son, sem eiga Hótel Dyrhólaey, gáfu tengingu í skólann. Lagning ljósleiðara var mikið nauðsynjaverk þar sem víða var áður mjög lélegt netsamband á svæðinu, sérstaklega vegna ört vaxandi ferðaþjónustu. Stofnað var félag í kringum verkið sem heitir Ljós í Mýrdal sem síðan sá um framkvæmdina í samstarfi við Vodafone. Kostnaður við þessa framkvæmd var mikill og er að stærstum hluta greiddur af kaup- endum þjónustunnar.    Ferðaþjónustan blómstrar sem aldrei fyrr í Mýrdalnum og er áberandi aukning í vetrarferða- mennsku í vetur, margir sjá sér því leik á borði og eru að fara af stað með nýja gistimöguleika, einnig eru þeir sem fyrir voru sífellt að stækka.    Í Vík í Mýrdal er verið að byggja 10 íbúðir í tveimur rað- húsum, en það eru þrír athafna- menn á svæðinu sem byggja húsin, mikill skortur á húsnæði hefur ver- ið viðvarandi í þorpinu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sólarlag við suðurströndina Sólin málar kennileiti í Mýrdal rauðum lit. Myndin er tekin frá Kötlutanga til vesturs að Reynisdröngum og Dyrhólaey. Ferðaþjónustan á fullri ferð ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Mýrdal Nýja árið hefur heilsað með frem- ur óstöðugu veðri í Mýrdalnum, það eru sjaldan tveir dagar í röð með sama veðri og hafa skipst á kuldar og hláka. Hefur af þeim sökum oft verið hálka á vegum, heimamenn eru afar óánægðir með að vegagerðin hefur ekki aukið hreinsun og söndun á 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Ferðafélag Íslands segir að árleg vatnsborðssveifla miðlunarlóns fyr- irhugaðrar Hagavatnsvirkjunar verði 5 metrar og muni flatarmál þess sveiflast um 6 ferkílómetra eftir árstíma. Á hverju vori muni því þorna upp 6 ferkílómetra vatnsbotn, þakinn nýjum og rok- gjörnum jökulframburði. Slíkt miðlunarlón sé opin ávísun á aukið sandfok á svæðinu. Kemur þetta fram í umsögn FÍ til atvinnuveganefndar alþingis um tillögu meirihluta nefndarinnar um að færa Hagavatnsvirkjun úr bið- flokki í nýtingarflokk. Ekki lengur rennslisvirkjun Við umsögnina er vitnað í nýja skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann fyrir virkjunaraðil- ann, Íslenska vatnsorku, og sagt að þar hafi orðið sú breyting á til- högun virkjunarinnar að hún sé ekki lengur rennslisvirkjun eins og um var rætt við vinnu í 2. áfanga rammaáætlunar heldur hefðbundin vatnsaflsvirkjun með stóru miðl- unarlóni með árstíðabundinni vatnsborðssveiflu. Gerir Ferða- félagið alvarlegar athugasemdir við þessa virkjunarhugmynd. Einnig kemur fram það álit að með miðlunarlóni og mannvirkjum virkjunar verði víðerninu við sunn- anverðan Langjökul stórlega spillt og rekinn fleygur í gegnum það. Gönguleiðum um óbyggðalandslag verði spillt og sú upplifun sem ferðamenn sækjast eftir muni hverfa. Grundvellinum verði kippt undan rekstri Ferðafélagsins við Hagavatn og framtíðaráformum eftir sjötíu ára uppbyggingarstarf. Tvær flugur í einu höggi Andstæð skoðun kemur fram í umsögn landeigenda Úthlíðartorfu. Þeir mæla eindregið með því að Hagavatnsvirkjun verði færð í nýt- ingarflokk. Þeir telja í umsögn sinni að með virkjun Farsins, sem rennur úr Hagavatni í Sandvatn, megi slá tvær flugur í einu höggi, sökkva gamla botni Hagavatns með tilheyrandi uppblástursvæði á kaf, og byggja um 20 MW græna orkuvirkjun. Vekja þeir athygli á því að sam- staða er um málið í heimabyggð, og að sveitarstjórn Bláskóga- byggðar hafi óskað eftir því að virkjunin verði sett í nýtingar- flokk. Á sama veg hafi samtök sveitarfélaga á Suðurlandi ályktað. helgi@mbl.is Segja 6 ferkílómetra vatnsbotn opnast  FÍ vill ekki virkjun við Hagavatn Akraneskaup- staður og HB Gandi vinna að því að taka á lykt- armengun vegna hausaþurrkunar fyrirtækisins. Benedikt Jón- mundsson og Guðmundur Sig- urbjörnsson, íbú- ar við Bakkatún á Akranesi, sögðu í grein, sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag, að HB Grandi væri afar mikilvægt fyrir- tæki á Akranesi og ósk þeirra væri að það blómstraði enn frekar. Hins vegar væri ólyktin frá hausaþurrkun þess mikil í neðri bænum. Hún gerði íbúum lífið leitt og finna þyrfti annan stað fyrir starfsemina. Hlutirnir ekki í lagi Ólafur Adolfsson, formaður bæj- arráðs, segir að allir séu sammála um að hlutirnir séu ekki í lagi. Nú- verandi húsnæði fyrirtækisins fyrir hausaþurrkunina uppfylli ekki kröf- ur sem gerðar séu til slíkrar fram- leiðslu. HB Grandi sé með hug- myndir um að flytja í nýtt og betra húsnæði og draga þannig verulega úr lyktarmenguninni. Verði öll starf- semin sameinuð þar sem bolfisk- vinnslan er þurfi ekki að keyra hrá- efnið á milli með tilheyrandi lyktarmengun. Verði engin eða lítil mengun skipti staðsetningin engu máli fyrir íbúana, en málið sé í skoð- un og HB Grandi og Akraneskaup- staður vinni að því að tryggja úrbæt- ur. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, tekur í sama streng. Hann áréttar að málið sé í hefð- bundnu ferli hjá bæjaryfirvöldum og ætla megi að haldinn verði opinn íbúafundur um það í því ferli. Þar gefist öllum gott tækifæri til að skiptast á upplýsingum og skoð- unum, áður en endanleg ákvörðun verði tekin. steinthor@mbl.is Unnið gegn mengun á Akranesi  Hausaþurrkun veldur vandanum Ólafur Adolfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.