Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Þegar ég hálsbrotnaði fyrirtveimur árum lá ég fastur ímarga mánuði og hafðimikinn tíma til að velta líf-
inu og tilverunni fyrir mér. Ég
spurði mig þeirrar spurningar hvað
ég virkilega vildi fást við ef ég yrði
svo heppinn að geta hreyft mig og
gengið á ný. Þá áttaði ég mig á því að
þessi hugmynd sem hafði gerjast
með mér hafði burði í að verða það
sem ég virkilega vildi vinna við. Í
þessari sjúkralegu lærði ég að búa til
heimasíður, mótaði hugmyndina bet-
ur og ræddi þetta við pabba og þá fór
boltinn að rúlla,“ segir Ýmir Björg-
vin Arthúrsson, hugmyndasmiðurinn
á bak við friðarhátíðina, Reykjavík
Peace Festival.
Hátíðin var sett í fyrsta skipti
16. febrúar síðastliðinn með því að
tæplega 300 börn sungu í Ráðhúsinu
í Reykjavík fyrir fullum sal lögin
Love og To Be Grateful. Hápunktur
friðarhátíðarinnar verður á morgun í
Hörpu þegar fjölmargir kórar munu
syngja lagið Ást eða Love eftir Bít-
ilinn John Lennon á slaginu klukkan
fimm en á sama tíma munu kórar
víðs vegar um heiminn einnig syngja
lagið. Allir eru velkomnir og aðgang-
ur ókeypis.
Faðir Ýmis, Arthur Björgvin
Bollason, tekur undir orð sonar síns
þegar hér er komið sögu og segir að
á svipuðum tíma og þeir hafi rætt um
Feðga dreymir stóra
drauma um frið
Fjölmargir kórar munu koma saman og syngja lagið Ást eða Love eftir Bítilinn
John Lennon í Hörpu á morgun á slaginu klukkan fimm en á sama tíma víðs veg-
ar um heiminn munu kórar einnig syngja lagið. Tilefnið er alþjóðleg friðarhátíð,
Reykjavík Peace Festival, sem var sett í fyrsta skipti 16. febrúar síðastliðinn á af-
mælisdegi Yoko Ono. Lagið Ást er sameiningartákn friðarhátíðarinnar. Ekkja
Lennons gaf hátíðinni réttinn til að útsetja lagið fyrir kóra en hinn heimsþekkti
Breti Ben Parry sá um útsetninguna. Markmiðið er að Reykjavík verði heimsborg
friðarins og að ljós hátíðarinnar nái að lokum að lýsa upp allan heiminn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Friðarhátíð Tónlistarhúsið Harpa mun óma af fallegum kórsöng.
Nútíminn, fréttavefur sem komið var
á laggirnar í ágúst á síðasta ári, er,
eins og nafnið gefur til kynna, frétta-
vefur nútímans. Hann hefur aðrar
áherslur en hefðbundnir fréttavefir
og leggur upp með að birta fréttir
sem fólk nennir að lesa. Þannig eru
fréttirnar yfirleitt stuttar, stíllinn
knappur og yfirbragðið létt. Alls kon-
ar fólk og málefni eru í brennidepli
og leitast er við að segja fjölbreyttar
fréttir af fólki hér heima og erlendis.
Nútíminn stílar á fólk á aldrinum
20-40 ára og höfðar nálgunin til
þessa hóps. Veitt er ákveðin þjónusta
með því að leyfa lesendum að velja
hvort þeir vilja lesa ákveðnar fréttir,
líkt og þær sem tengjast pólitík.
Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar
skrifa reglulega pistla á síðuna og
gefa þeir góða vísbendingu um þau
málefni sem brenna á yngri kyn-
slóðum.
Vefsíðan www.nutiminn.is
Flott Nútíminn leggur áherslu á að útlit fréttavefjarins sé flott í öllum tækjum.
Fréttir sem fólk nennir að lesa
Spilavinir verða á Kex hosteli, Skúla-
götu 28 í miðbæ Reykjavíkur, á morg-
un, sunnudaginn 22. febrúar, klukkan
13, og kenna gestum og gangandi
bæði róleg kænskuspil og ærslafull
keppnisspil á Heimilislegum sunnu-
dögum. Dagarnir eru fastir liður hjá
Kex hosteli í vetur og einkennast af
afþreyingu fyrir unga sem aldna, fjöl-
skyldusamveru og kósíheitum hvern
sunnudag.
Að vanda eru allir velkomnir en að-
gangur er ókeypis.
Endilega …
… lærið
kænsku af
Spilavinum
Gaman Spilavinir kenna gestum og
gangandi kænsku- og keppnisspil.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Þætti kvenna í
rannsóknum á
verkum Ásgríms
Jónssonar verður
lyft fram í spjalli
sem Rakel Péturs-
dóttir, deildarstjóri
rannsókna og sér-
safna við Listasafn
Íslands, mun leiða
næstkomandi
sunnudag 22. febr-
úar kl. 14.00 í Safni Ásgríms Jóns-
sonar við Bergstaðastræti 74.
Þar stendur nú yfir sýningin: Í birtu
daganna sem gefur hugmynd um fjöl-
breytt viðfangsefni listamannsins auk
þess að varpa ljósi á þróun verka hans.
Fyrrverandi forstöðumaður Ás-
grímssafns, Hrafnhildur Schram list-
fræðingur, mun ræða um þá tilfinn-
ingalegu nálgun sem birtist í verkum
listamannsins á fimmta áratug síðustu
aldar og tengja má dvöl listamannsins
að Húsafelli. Hrafnhildur er höfundur
bóka og fræðirita um myndlist og
vann m.a. heimildamynd um lista-
manninn. Safn Ásgríms Jónssonar,
Bergstaðastræti 74, er einstök perla í
safnaflóru borgarinnar en umgjörð
sýningarinnar er heimili og vinnustofu
listamannsins.
Konudagurinn í safni Ásgríms Jónssonar
Konur í verkum
Ásgríms Jónssonar
Hrafnhildur
Schram
Það verður mikið um að vera í dag í
Hinu húsinu en þá munu nemendur á
fyrsta ári í grafískri hönnun við
Listaháskóla Íslands opna sýningu í
Galleríi Tukt á milli kl. 15 og 17.
Á sýningunni eru tillögur að vegg-
spjaldi Unglistar Listahátíðar ungs
fólks sem mun fara fram í ár frá 6. til
14 nóvember. Ein af tillögunum verð-
ur valin til að vera plakat hátíð-
arinnar. Ótrúleg fjölbreytni er í tillög-
unum og skemmtilegt að skoða þær.
Sýningin stendur til 7. mars og er op-
in á sama tíma og Hitt húsið.
Hljómsveitin Aragrúi sem vann
þriðju verðlaun á Músíktilraununum
2013 mun spila á tónleikaröðinni
Fjórum fjórðu frá kl. 15.
Frítt inn, heitt á könnunni og eins
og ávallt eru allir velkomnir.
Tónleikar og Galleríi Tukt
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Aragrúi Hljómsveitin lenti í 3. sæti
í Músíktilraunum 2013.
Sýning og
tónleikarVor 5 28. apríl - 3.maí
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Í þessari rómantísku ferð njótum við þýskrar vorfegurðar
á ferð um borgirnar Wiesbaden, Rüdesheim, Koblenz og
Heidelberg. Siglt verður eftir tignarlegu ánni Rín, milli
stórfenglegra vínhæða þekktustu vínræktarsvæða heims.
Verð: 123.500 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir
Vor íWiesbaden